Samþykktin gildir fyrir gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu, stofngjald fráveitu, byggingar- og framkvæmdaleyfisgjöld og þjónustugjöld tæknideildar.
I. KAFLI
Almennt.
1. gr.
Lagaheimildir.
Af öllum nýbyggingum og viðbyggingum við eldri byggingar, hvort sem eru á eignar- eða leigulóðum í Hveragerði, skal greiða gatnagerðargjald til sveitarfélagsins skv. lögum um gatnagerðargjald nr. 153/2006 með síðari breytingum. Einnig skal greiða stofngjald vatnsveitu skv. lögum um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004, stofngjald fráveitu skv. lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009 og byggingarleyfisgjald, framkvæmdaleyfisgjald og þjónustugjöld tæknideildar skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010.
2. gr.
Ráðstöfun gjalda.
Tekjum sveitarfélagsins vegna gatnagerðargjalda skal varið til gatnagerðar í sveitarfélaginu og til viðhalds gatna og annarra gatnamannvirkja s.s. til greiðslu kostnaðar við undirbyggingu götu með tilheyrandi lögnum þ.m.t. vegna götulýsingar, við lagningu bundins slitlags og gangstétta, gerð umferðareyja, gangstíga og opinna svæða.
Tekjum sveitarfélagsins vegna stofngjalds vatnsveitu skal varið til vatnsveituframkvæmda.
Tekjum sveitarfélagsins vegna stofngjalds fráveitu skal varið til fráveituframkvæmda.
Tekjum sveitarfélagsins vegna byggingarleyfis-, framkvæmdaleyfis- og þjónustugjalda tæknideildar skal varið til að standa straum af kostnaði sveitarfélagsins við þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa við lóðarhafa og byggingaraðila.
II. KAFLI
Gatnagerðargjald.
3. gr.
Gjaldstofn og útreikningur.
Stofn til álagningar gatnagerðargjalds er fermetrafjöldi byggingar á tiltekinni lóð sem ákveðinn er með eftirfarandi hætti:
- Þegar Hveragerðisbær úthlutar eða selur lóð eða byggingarrétt á lóð skal leggja á gatnagerðargjald í samræmi við fermetrafjölda þeirra bygginga sem heimilt er að reisa á viðkomandi lóð samkvæmt gildandi deiliskipulagi.
- Verði ekki lagt á gatnagerðargjald skv. a-lið eða veitt er byggingarleyfi fyrir stærri byggingu en álagning skv. a-lið var upphaflega miðuð við, skal við útgáfu byggingarleyfis leggja á gatnagerðargjald í samræmi við fermetrafjölda þeirrar byggingar sem byggingarleyfi tekur til.
Gatnagerðargjald er tvíþætt. Annars vegar er það vegna nýrra lóða og hins vegar vegna bygginga á þegar byggðum lóðum eða eldri lóðum. Gatnagerðargjald er ákveðið hlutfall byggingarkostnaðar fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlis eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands um vísitölu byggingarkostnaðar sem í desember 2022 var kr. 275.056, m.v. byggingarvísitölu 176,5 stig.
Af hverjum fermetra (m²) húss, sem byggja má á nýrri eða óbyggðri lóð, skv. samþykktu deiliskipulagi, greiðist gatnagerðargjald eftir húsgerðum. Fermetrafjöldinn (m²), sem lagður er til grundvallar við útreikning á gatnagerðargjaldinu er margfeldið af lóðarstærð og nýtingarhlutfalli lóðar eins og viðkomandi deiliskipulag segir fyrir um. Sýni deiliskipulag að nýtingarhlutfall lóðar megi vera á ákveðnu bili þ.e. að gefið sé upp lágmarks- og hámarksnýtingarhlutfall þá skal meðaltal hámarks- og lágmarksnýtingarhlutfalls lagt til grundvallar við útreikning á gatnagerðargjaldinu.
Af viðbyggingum við eldri hús þar sem deiliskipulag er ekki til staðar eru fermetrar (m²) viðbyggingar lagðir til grundvallar við útreikning á gatnagerðargjaldinu. Þó skal einungis innheimta gatnagerðargjald af einbýlishúsi fyrir fermetra umfram 200 fermetra og að hámarki 250 fermetra, af parhúsi fyrir fermetra umfram 150 fermetra og að hámarki 188 fermetra pr. íbúð og af raðhúsi fyrir fermetra umfram 125 fermetra og að hámarki 156 fermetra pr. íbúð á viðkomandi lóð.
Einbýlishús |
15% |
41.258 kr. pr. m² |
Par-, rað-, tvíbýlis- og keðjuhús |
14% |
38.508 kr. pr. m² |
Fjölbýlishús |
10% |
27.506 kr. pr. m² |
Verslunar-, skrifstofu- og þjónustuhús |
4% |
11.002 kr. pr. m² |
Iðnaðar-, geymslu- og annað atvinnuhúsnæði |
4% |
11.002 kr. pr. m² |
Aðrar byggingar s.s. gripahús, gróðurhús o.fl. |
3% |
8.252 kr. pr. m² |
Rými í lokunarflokki B, s.s. lagna- og bíla- |
|
|
kjallarar, svalaskýli og garðhús |
3% |
8.252 kr. pr. m² |
4. gr.
Sérstök heimild til lækkunar eða niðurfellingar.
Bæjarstjórn er heimilt að lækka eða fella niður gatnagerðargjald af einstökum lóðum í sveitarfélaginu við sérstakar aðstæður, svo sem vegna þéttingar byggðar, atvinnuuppbyggingar, lítillar ásóknar í viðkomandi lóð eða eftirspurnar eftir leiguhúsnæði.
Bæjarstjórn er enn fremur heimilt að lækka eða fella niður gjöld vegna sérhæfðs félagslegs húsnæðis, svo sem sambýla fyrir fatlað fólk, þjónustuíbúða fyrir aldraða og félagslegs leiguhúsnæðis enda sé slíkt húsnæði í eigu stofnana, félagasamtaka eða félaga sem ekki eru rekin í ágóðaskyni. Þinglýsa skal kvöð á umrætt húsnæði um að greiða skuli gatnagerðargjald af því ef það fellur af einhverjum ástæðum ekki lengur undir ákvæði þetta. Stafi það af breyttri notkun, sem er háð samþykki byggingaryfirvalda, fellur gjaldið í gjalddaga við veitingu byggingarleyfis en að öðrum kosti er gjalddaginn 30 dögum eftir að forsendur lækkunar eða niðurfellingar gatnagerðargjalds eru ekki lengur fyrir hendi, svo sem vegna sölu húsnæðis, og eindagi einum mánuði síðar.
5. gr.
Áfangaskipti framkvæmda.
Í þeim tilvikum að lóðarhafi hyggist byggja hús, annað en íbúðarhús, í áföngum, getur bæjarstjórn heimilað slíka áfangaskiptingu og þá skal gatnagerðargjald hverju sinni vera skv. gjaldskrá sem í gildi er þegar byggingarleyfi hvers áfanga er útgefið.
Umsækjandi skal taka það sérstaklega fram í lóðarumsókn að hann ætli að reisa fyrirhugað mannvirki í áföngum og hvenær hann hyggst hefja framkvæmdir á sérhverjum byggingaráfanga. Verði heimiluð áfangaskipti falla áætluð gjöld í gjalddaga við upphaf hvers byggingaráfanga í samræmi við áform lóðarhafa við úthlutun lóðarinnar. Þinglýsa skal slíkri áfangaskiptingu sem kvöð á lóðina.
III. KAFLI
Stofngjöld.
6. gr.
Stofngjald vatnsveitu.
Stofngjald vatnsveitu skal vera ákveðið hlutfall byggingarkostnaðar pr. fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlishúss eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands.
32 mm heimæð |
70% |
192.539 |
kr. pr. heimæð |
40 mm heimæð |
100% |
275.056 |
kr. pr. heimæð |
50 mm heimæð |
150% |
412.584 |
kr. pr. heimæð |
63 mm heimæð |
300% |
825.168 |
kr. pr. heimæð |
75 mm heimæð |
400% |
1.100.224 |
kr. pr. heimæð |
90 mm heimæð |
500% |
1.375.280 |
kr. pr. heimæð |
Semja skal sérstaklega um stofngjald vatnsveitu á stöðum fjarri dreifikerfislögnum vatnsveitu eða þar sem lengd heimæðar er yfir 50 m.
7. gr.
Stofngjald fráveitu.
Stofngjald fráveitu skal vera ákveðið hlutfall byggingarkostnaðar pr. fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlishúss eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands.
Einbýlishús |
100% |
275.056 kr. pr. íbúð |
Par-, rað-, tvíbýlis- og keðjuhús |
85% |
233.798 kr. pr. íbúð |
Fjölbýlishús |
50% |
137.528 kr. pr. íbúð |
Önnur mannvirki en íbúðir |
0,6% |
1.650 kr. pr. m² |
Fermetrafjöldinn (m²), sem lagður er til grundvallar við útreikning á stofngjaldi fráveitu fyrir önnur mannvirki en íbúðir er margfeldið af lóðarstærð og nýtingarhlutfalli lóðar eins og viðkomandi deiliskipulag segir fyrir um. Sýni deiliskipulag að nýtingarhlutfall lóðar megi vera á ákveðnu bili þ.e. að gefið sé upp lágmarks- og hámarksnýtingarhlutfall þá skal meðaltal hámarks- og lágmarksnýtingarhlutfalls lagt til grundvallar við útreikning á stofngjaldi fráveitu.
Af viðbyggingum við eldri hús, önnur en íbúðarhús, þar sem deiliskipulag er ekki til staðar, eru fermetrar (m²) viðbyggingar lagðir til grundvallar við útreikning á stofngjaldi fráveitu kalli viðbyggingin á stofnframkvæmdir við fráveitulagnir.
Semja skal sérstaklega um stofngjald holræsa á stöðum fjarri dreifikerfislögnum holræsa eða þar sem lengd heimæðar er yfir 50 m.
IV. KAFLI
Leyfis- og þjónustugjöld.
8. gr.
Byggingarleyfisgjald.
Samkvæmt gjaldskrá þessari skal greiða byggingarleyfisgjald fyrir útgáfu á byggingarleyfi sem bæjarstjórn hefur veitt.
Innifalið í byggingarleyfisgjaldi er útgáfa byggingarleyfis, ein yfirferð aðaluppdrátta, útmæling fyrir greftri, útmæling og hæðarsetning fyrir uppslætti og útsetning lóðar, lögbundið byggingareftirlit og úttektir, útgáfa fokheldisvottorðs og útgáfa lokaúttektarvotorðs. Byggingarleyfisgjald er ákveðið hlutfall byggingarkostnaðar pr. fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlishúss eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands.
Upphæð byggingarleyfisgjalds skal vera:
a. af íbúðarhúsnæði:
|
Einbýlishús |
pr. lóð |
100% |
kr. |
275.056 |
|
Par-, rað-, tvíbýlis- og keðjuhús |
pr. íbúð |
85% |
kr. |
233.798 |
|
Fjölbýlishús |
pr. íbúð |
50% |
kr. |
137.528 |
b. af atvinnu- og þjónustuhúsum og stofnunum:
|
Gólfflötur allt að 500 m² |
100% |
kr. |
275.056 |
|
Gólfflötur á bilinu 500-1.000 m² |
200% |
kr. |
550.112 |
|
Gólfflötur á bilinu 1.000-2.000 m² |
300% |
kr. |
825.168 |
|
Gólfflötur yfir 2.000 m² |
400% |
kr. |
1.100.224 |
c. af öðrum húsum og hvers konar viðbyggingum, bílgeymslum og gripahúsum:
|
Gólfflötur allt að 40 m² |
40% |
kr. |
110.022 |
|
Gólfflötur 40-100 m² |
60% |
kr. |
165.034 |
|
Af viðbyggingum stærri en 100 m² greiðist fullt byggingarleyfisgjald, sbr. liði a og b. |
|
|
|
d. Annað:
|
Af minniháttar breytingum á útliti- og innra skipulagi húsa án stækkunar og endurnýjun utanhúsklæðningar |
20% |
kr. |
55.011 |
|
Af meiri háttar breytingum á útliti- og innra skipulagi húsa án stækkunar, s.s. meiri háttar breyting á veggjum, lögnum o.fl. |
50% |
kr. |
137.528 |
9. gr.
Framkvæmdaleyfisgjald.
Samkvæmt gjaldskrá þessari skal greiða framkvæmdaleyfisgjald fyrir útgáfu á framkvæmdaleyfi sem bæjarstjórn hefur veitt.
Bæjarstjórn ákveður upphæð framkvæmdaleyfisgjalds fyrir sérhverja leyfisskylda framkvæmd og skal upphæðin nema áætluðum kostnaði bæjarins vegna útgáfu og undirbúnings leyfisins og eftirlits. Framkvæmdaleyfisgjald af minniháttar framkvæmdum er ákveðið hlutfall byggingarkostnaðar pr. fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlishúss eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands.
Upphæð framkvæmdaleyfisgjalds skal vera:
a. |
af minniháttar framkvæmdum |
10% |
kr. |
27.378 |
b. |
af meiriháttar framkvæmdum sem hafa umhverfisleg áhrif, skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 |
150% |
kr. |
410.673 |
Við umfangsmiklar og flóknar framkvæmdir hefur sveitarstjórn heimild til að rukka eftir tímagjaldi byggingar- og skipulagsfulltrúa.
Framkvæmdaleyfi fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki verið hafnar innan 12 mánaða frá útgáfu þess, í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Framkvæmdaleyfisgjald er ekki endurkræft þó framkvæmdaleyfi falli úr gildi eða ef ekki verður af framkvæmd.
10. gr.
Þjónustugjöld tæknideildar.
Greiða skal eftirtalin þjónustu- og leyfisgjöld fyrir þjónustu sem byggingarfulltrúi veitir. Þjónustugjöld eru ákveðið hlutfall byggingarkostnaðar pr. fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlishúss eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands.
Upphæð þjónustugjalda skal vera:
Yfirferð séruppdrátta pr. stk. |
2% |
kr. |
5.501 |
Afgreiðslugjald vegna tilkynntra framkvæmda |
25% |
kr. |
68.764 |
Hver endurskoðun aðaluppdrátta |
10% |
kr. |
27.506 |
Afgreiðslugjald og endurnýjun leyfis án breytinga |
10% |
kr. |
27.506 |
Vottorð um byggingarstig og stöðuúttekt |
15% |
kr. |
41.258 |
Eignaskiptayfirlýsingar, hver umfjöllun |
20% |
kr. |
55.011 |
Grenndarkynning, minniháttar |
10% |
kr. |
27.506 |
Grenndarkynning, umfangsmikil |
30% |
kr. |
82.517 |
Breyting á lóðarsamningi |
30% |
kr. |
82.135 |
Endurnýjun útrunnins lóðarleigusamnings |
|
|
|
(þ.m.t. nýtt lóðarblað) |
0% |
kr. |
0 |
Auglýsing skipulagstillögu |
50% |
kr. |
136.891 |
Tímagjald skipulags- og byggingarfulltrúa |
10% |
kr. |
27.378 |
Útkall byggingarfulltrúa að óþörfu |
10% |
kr. |
27.378 |
Stöðuleyfi |
10% |
kr. |
27.378 |
Fyrir hverja auka útsetningu lóðar/húss; pr.mælingu |
25% |
kr. |
68.446 |
Staðbundin viðurkenning iðnmeistara/byggingarstjóra |
10% |
kr. |
27.378 |
Vottorð vegna vínveitingaleyfa |
10% |
kr. |
27.378 |
Ljósritun A4, pr. eintak |
0,05% |
kr. |
137 |
Ljósritun A3, pr. eintak |
0,10% |
kr. |
274 |
Fyrir breytingar á samþykktu deiliskipulagi ber viðkomandi hagsmunaaðili allan kostnað af breytingunum, þó að undanskildum auglýsingakostnaði. Ljósritun, A2, A3, A4 (skv. kostnaði).
V. KAFLI
Greiðslu- og endurgreiðsluskilmálar.
11. gr.
Greiðsla gjalda.
Gatnagerðargjald, gjald fyrir byggingarrétt, stofngjald vatnsveitu og holræsa samkvæmt gjaldskrá þessari fellur í gjalddaga við úthlutun lóðar eða sölu byggingarréttar sem er í eigu Hveragerðisbæjar eða Hveragerðisbær hefur ráðstöfunarrétt á. Eindagi er 60 dögum eftir úthlutun lóðar.
Þjónustugjöld tæknideildar falla í gjalddaga við útgáfu reiknings fyrir veitta þjónustu. Leyfisgjöld skal staðgreiða fyrir veitingu byggingar- og framkvæmdaleyfis áður en framkvæmdir hefjast.
12. gr.
Endurgreiðsluskilmálar.
Gatnagerðargjald og stofngjöld vatnsveitu og holræsa ber að endurgreiða ef lóðarhafi skilar úthlutaðri lóð án þess að hefja framkvæmdir á henni (sökklar steyptir) eða ef lóðarúthlutun er afturkölluð eða ógilt.
Gjöld þessi skulu endurgreidd innan 90 daga ef lóðarúthlutun er afturkölluð eða ógilt eða lóð skilað. Sama gildir um gatnagerðargjald og stofngjöld vatnsveitu og holræsa sem lagt hefur verið á í tengslum við samþykkt byggingarleyfis en í þeim tilfellum skal endurgreiða gjöldin innan 90 daga frá því byggingarleyfishafi hefur sannarlega krafist greiðslu. Við greiðsludrátt reiknast dráttarvextir á fjárhæðina samkvæmt ákvæðum laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá gjalddaga.
Sama gildir ef lóð er tekin af lóðarhafa vegna vanefnda hans á byggingar- og skipulagsskilmálum svo og úthlutunarskilmálum.
Hafi bæjarstjórn selt byggingarrétt á lóð og handhafi byggingarréttar skilar inn lóðinni þá ber að endurgreiða honum fjárhæðina sem hann greiddi fyrir byggingarréttinn án vaxta og verðbóta.
Staðfestingargjald samkvæmt 16. gr. reglna um úthlutun lóða, kr. 200.000 pr. íbúð eða kr. 400.000 vegna atvinnuhúsnæðis er óafturkræft.
VI. KAFLI
Ýmis ákvæði.
13. gr.
Innheimta vangreidds gatnagerðargjalds.
Gatnagerðargjald ber dráttarvexti samkvæmt ákvæðum laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá gjalddaga.
Gatnagerðargjald, ásamt áföllnum vöxtum og kostnaði, er tryggt með lögveðsrétti, skv. lögum um gatnagerðargald nr. 153/2006, í viðkomandi fasteign með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði í tvö ár frá gjalddaga. Gatnagerðargjald er aðfararhæft án undangengins dóms eða stjórnvaldsúrskurðar.
14. gr.
Breytingar á einingarverðum.
Einingarverð samkvæmt gjaldskrá þessari breytast fyrsta janúar ár hvert í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhúss (1. desember 2022: 275.056 kr./m², byggingarvísitala 176,5 stig) og skal þá miðað við byggingarkostnað í desember árið áður en breytt einingarverð taka gildi.
15. gr.
Gildistökuákvæði.
Samþykkt þessi er samin og samþykkt af bæjarstjórn, skv. lögum um gatnagerðargjald nr. 153/2006 með síðari breytingum, lögum um mannvirki nr. 160/2010 og 11. gr. reglugerðar um gatnagerðargjald nr. 543/1996.
Samþykkt þessi öðlast gildi þegar í stað og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut kunna að eiga að máli. Með samþykkt þessari fellur úr gildi samþykkt nr. 375/2009 um byggingargjöld í Hveragerðisbæ.
Samþykkt af bæjarstjórn Hveragerðisbæjar, 9. febrúar 2023.
Geir Sveinsson bæjarstjóri.
|