Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 615/2017

Nr. 615/2017 22. júní 2017

REGLUGERÐ
um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1148/2008 um gerð gæðavísa sem notaðir eru til að meta gæði og árangur innan heilbrigðisþjónustunnar.

1. gr.

Við 3. gr. reglugerðarinnar bætast við eftirfarandi stafliðir:

  1. Veitendur heilbrigðisþjónustu: Þeir sem veita heilbrigðisþjónustu skv. c-lið.
  2. Landsgæðavísir: Gæðavísir, skv. b-lið, sem ákvarðaður er fyrir allt landið af embætti land­læknis og gefur kost á samanburði milli sams konar heil­brigðis­stofnana eða heil­brigðis­þjónustu.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:

Við bætist ný 1. málsgrein, svohljóðandi og breytist röð annarra málsgreina samkvæmt því: Veit­endur heilbrigðisþjónustu skulu velja gæðavísa sem lýsa gæðum þjónustunnar út frá sjónarhóli not­enda, heilbrigðisstarfsmanna og stjórnenda.

Í stað orðsins „gæðavísa" í 1. mgr. 6. gr. kemur: landsgæðavísa.

Við bætist ný 3. málsgrein, svohljóðandi: Embætti landlæknis hefur eftirlit með að veitendur heil­brigðis­þjónustu hafi valið sér gæðavísa, sem uppfylli gerðar kröfur skv. reglugerð þessari.

3. gr.

7. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Veitendur heilbrigðisþjónustu skulu birta upplýsingar um niðurstöður gæðavísa skv. 1. mgr. 6. gr. þannig að þær séu aðgengilegar fyrir notendur, heilbrigðisstofnanir, heilbrigðisstarfsmenn, stjórn­endur og stjórnvöld.

Landlæknir skal birta upplýsingar um niðurstöður landsgæðavísa þannig að þær séu aðgengilegar fyrir notendur, heilbrigðisstofnanir, heilbrigðisstarfsmenn, stjórnendur og stjórnvöld.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 3. mgr. 11. gr. laga nr. 41/2007, um landlækni og lýð­heilsu, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 22. júní 2017.

Óttarr Proppé

heilbrigðisráðherra.

Margrét Björnsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 7. júlí 2017