1. gr.
Í stað orðsins „hjúkrunarfræðideild“ í fyrirsögn og 1. og 3. mgr. 9. gr. reglnanna koma orðin: hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild.
2. gr.
Í stað orðanna „sagnfræði- og heimspekideild“ í fyrirsögn og 1. mgr. 18. gr. reglnanna koma orðin: deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði.
3. gr.
Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, að fengnum tillögum heilbrigðisvísindasviðs og hugvísindasviðs, eru settar samkvæmt heimild í 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast gildi 1. júlí 2022.
Háskóla Íslands, 11. apríl 2022.
Jón Atli Benediktsson.
|