Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 610/2008

Nr. 610/2008 19. júní 2008
AUGLÝSING
um mannvirki og fjarskiptakerfi Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem Varnarmálastofnun ber ábyrgð á.

1. gr.

Samkvæmt 2. mgr. 15. gr. varnarmálalaga nr. 34/2008 ber utanríkisráðherra að birta lista yfir þau mannvirki og þær eignir Atlantshafsbandalagsins (NATO) og íslenska ríkisins sem Varnarmálastofnun ber ábyrgð á.

2. gr.

Í fylgiskjölum með auglýsingu þessari er að finna lista yfir þau mannvirki og fjarskiptakerfi Atlants­hafs­banda­lagsins, innan og utan öryggissvæða, sem Varnar­mála­stofnun ber ábyrgð á skv. 1. mgr. 15. gr. varnarmálalaga.

Þau mannvirki sem eru stjörnumerkt á einstökum listum eru í ráðstöfunar- og uppgjörsferli, á vegum utanríkisráðuneytisins, í samræmi við ákvarðanir Atlants­hafs­bandalagsins.

3. gr.

Auglýsing þessi, sem birt er á grundvelli 2. mgr. 15. gr. varnarmálalaga nr. 34/2008 og 1. og 2. gr. laga um friðhelgi og forréttindi alþjóðastofnana nr. 98/1992, öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Utanríkisráðuneytinu, 19. júní 2008.

F. h. r.

Grétar Már Sigurðsson.

Þórir Ibsen.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)

B deild - Útgáfud.: 26. júní 2008