1. gr.
Gildissvið.
Reglur þessar gilda um rekstraraðila peningamarkaðssjóða sem hafa staðfestu eða eru markaðssettir hér á landi samkvæmt lögum nr. 6/2023, um peningamarkaðssjóði.
2. gr.
Form skýrslugjafa.
Rekstraraðilar peningamarkaðssjóða skv. 1. gr., sem skylt er að tilkynna fjármálaeftirlitinu um rekstur peningamarkaðssjóða skv. 37. gr. reglugerðar (ESB) 2017/1131, sbr. lög nr. 6/2023 um peningamarkaðssjóði, skulu skila upplýsingum í samræmi við sniðmát sem tilgreint er í viðauka með framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/708, sbr. 3. gr.
3. gr.
Innleiðing reglugerðar.
Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/708 frá 17. apríl 2018, um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar sniðmát sem rekstraraðilum peningamarkaðssjóða ber að nota við skýrslugjöf til lögbærra yfirvalda eins og mælt er fyrir um í 37. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1131 um peningamarkaðssjóði, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 22/2020 frá 7. febrúar 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 37 frá 27. maí 2021, bls. 76-99.
4. gr.
Gildistaka.
Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 2. mgr. 15. gr. laga nr. 6/2023, um peningamarkaðssjóði, öðlast þegar gildi.
Seðlabanka Íslands, 30. maí 2023.
|
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. |
Gísli Óttarsson framkvæmdastjóri. |
|