Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1354/2022

Nr. 1354/2022 21. nóvember 2022

GJALDSKRÁ
vegna skipulagsmála, lóðamála, framkvæmdaleyfa og þjónustu skipulagsfulltrúa Hvalfjarðarsveitar.

1. gr.

Gildissvið.

Gjaldskráin gildir um meðferð og útgáfu leyfa sem skipulagsfulltrúi Hvalfjarðarsveitar veitir, ásamt þjónustu og eftirliti sem hann sinnir í Hvalfjarðarsveit.

 

2. gr.

Meginreglur.

Gjaldskráin byggir á þeirri meginreglu að aðili sem óskar eftir breytingu á aðal- og/eða deili­skipulagi skuli greiða þann kostnað sem breytingin hefur í för með sér. Í því felst að umsækjandi greiðir kostnað vegna nýrra uppdrátta, breytinga á uppdráttum, auglýsinga og kynninga vegna málsins.

Skipulagsnefnd og/eða sveitarstjórn getur þó ákveðið að falla frá gjaldtöku ef skipulagsvinna á vegum sveitarfélagsins er yfirstandandi eða fyrirhuguð á svæðinu eða skipulagsáætlun þarfnast breyt­inga af öðrum ástæðum, enda hafi það ekki í för með sér viðbótarkostnað fyrir sveitarfélagið.

Gjaldskráin sýnir viðmiðunargjald miðað við hefðbundinn tíma og kostnað einstakra mála. Ef kostnaður vegna vinnu skipulagsfulltrúa eða aðkeyptrar vinnu er verulega umfram viðmiðunargjald, vegna umfangs verksins, áskilur sveitarfélagið sér rétt til að leggja á viðbótar tímagjald skipulags­fulltrúa, eða gjald skv. reikningi vegna aðkeyptrar vinnu embættisins.

Ef nýtt deiliskipulag eða verulegar breytingar á fyrirliggjandi deiliskipulagi kalla á breytingar á gildandi aðalskipulagi og/eða öðrum deiliskipulagsuppdráttum áskilur sveitarfélagið sér jafnframt rétt til að innheimta tímagjald skipulagsfulltrúa, 14.500 kr./klst., eða gjald skv. reikningi vegna aðkeyptrar vinnu embættisins.

 

3. gr.

Skilgreiningar.

Afgreiðslugjald: Gjald sem greitt er við móttöku umsóknar um skipulagsbreytingu, lóðamál eða framkvæmdaleyfi. Afgreiðslugjaldinu er ætlað að standa straum af kostnaði sveitarfélagsins við móttöku og yfirferð erindis, sem lagt er fram til afgreiðslu á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa eða fundi skipulagsnefndar. Greiðsla afgreiðslugjalds er óafturkræft þótt erindi sé synjað eða það dregið til baka ef vinna skipulagsfulltrúa/skipulagsnefndar hefur átt sér stað og málið tekið fyrir á fundi.

Umsýslu- og auglýsingakostnaður: Kostnaður sveitarfélagsins við undirbúning og umsýslu erindis til kynningar og/eða auglýsingar.

 

4. gr.

Innheimta gjalda.

Sveitarfélagið innheimtir gjöld samkvæmt þessari gjaldskrá.

Innheimta skal afgreiðslugjald þegar umsókn er lögð fram vegna erindis um breytingu á aðal­skipulagi, erindis um nýtt deiliskipulag, verulegar eða óverulegar breytingar á fyrirliggjandi deili­skipulagi, erindis um lóðamál og erindi um framkvæmdaleyfi. Gjaldskráin tekur mið af því að afgreiðslugjald sé hluti af heildarkostnaði málsmeðferðar. Sé þörf á að vinna nýja skipulagsáætlun eða breytingu á fyrirliggjandi skipulagsáætlun vegna leyfisskyldra framkvæmda innheimtir skipulags­fulltrúi tímagjald skv. 2. gr. þessarar gjaldskrár fyrir þá skipulagsvinnu sem nauðsynleg er vegna þeirrar framkvæmdar.

 

5. gr.

Gjalddagi.

Afgreiðslugjald samkvæmt þessari gjaldskrá skal innheimta við móttöku erindis og skal vera greitt áður en fjallað er um erindið. Umsýslu- og auglýsingagjald vegna breytingar á aðal- eða deili­skipulagi skal greiða áður en tillaga er auglýst í kjölfar samþykktar þess efnis. Gjald vegna lóðamála, umfram afgreiðslugjald, skal greiða samhliða skráningu til Þjóðskrár. Gjald vegna framkvæmdaleyfis skal greiða samhliða útgáfu leyfisins. Gjald vegna grenndarkynningar skv. 8. gr. þessarar gjaldskrár skal innheimt samhliða byggingarleyfisgjöldum byggingarfulltrúa eftir atvikum.

 

6. gr.

Kostnaður vegna aðalskipulagsbreytinga.

Afgreiðslugjald   24.100 kr.
Breyting á aðalskipulagsuppdrætti, sbr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vinnsla breytingartillögu skv. reikn.
Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 245.000 kr.
Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010   72.000 kr.

 

7. gr.

Kostnaður vegna deiliskipulags.

Afgreiðslugjald   24.100 kr.
Nýtt deiliskipulag:  
Nýtt deiliskipulag, sbr. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vinnsla breytingartillögu skv. reikn.
Nýtt deiliskipulag án lýsingar og kynningar, skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vinnsla breytingartillögu skv. reikn.
Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 245.000 kr.
Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 137.400 kr.
Verulegar breytingar á deiliskipulagi:  
Breyting á deiliskipulagsuppdrætti, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vinnsla breytingartillögu skv. reikn.
Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 137.400 kr.
Óverulegar breytingar á deiliskipulagi:  
Breyting á deiliskipulagsuppdrætti, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vinnsla breytingartillögu skv. reikn.
Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með grenndarkynningu   64.700 kr.
Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 án grenndarkynningar   16.300 kr.

 

8. gr.

Kostnaður vegna grenndarkynningar.

Grenndarkynning, sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, deiliskipulag ekki fyrir hendi   47.800 kr.

 

9. gr.

Kostnaður vegna lóðamála.

Afgreiðslugjald   24.100 kr.
Stofnun lóða í landskrá fasteigna skv. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með grenndarkynningu, grunngjald   64.700 kr.
Stofnun lóða í landskrá fasteigna skv. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, án grenndarkynningar, grunngjald   16.900 kr.
Stofnun lóða í landskrá fasteigna á grundvelli deiliskipulags, grunngjald* afgr.gjald
Landnúmer umfram eitt (pr. lóð)     8.400 kr.
Breyting á skráningu í landskrá fasteigna** afgr.gjald

*Við stofnun lóða á grundvelli deiliskipulags skal aðeins greitt afgreiðslugjald í upphafi máls sem grunngjald en til viðbótar skal greiða gjald pr. landnúmer umfram eitt.
** Við breytingu á skráningu í landskrá fasteigna skal aðeins greitt afgreiðslugjald í upphafi máls enda sé um minniháttar breytingar að ræða. Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að innheimta tímagjald skipulagsfulltrúa skv. 3. mgr. 2. gr. ef umbeðnar breytingar krefjast verulegrar vinnu af hálfu starfsmanna.

 

10. gr.

Kostnaður vegna framkvæmdaleyfis.

Afgreiðslugjald   24.100 kr.
Framkvæmdaleyfi – framkvæmdir skv. 1. og 2. viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, viðmiðunargjald 100.800 kr.
Framkvæmdaleyfi – aðrar framkvæmdir, viðmiðunargjald   44.600 kr.
Eftirlit umfram eina ferð sem innifalin er í framkvæmdaleyfisgjaldi* skv. tímagj.

* Ekki er innheimt afgreiðslugjald til viðbótar.

 

11. gr.

Gjaldtökuheimild og breytingar á fjárhæð gjalda.

Leyfisgjöldum fylgja lögveð í viðkomandi fasteign eða lóð þar sem við getur átt og má inn­heimta gjaldfallin gjöld með fjárnámi án undangengins dóms eða réttarsáttar. Leyfisgjöld eru óaftur­kræf þótt leyfi falli úr gildi.

Gjöld samkvæmt þessari gjaldskrá miðast við launavísitölu í september 2022 864,5 stig og breytast þau 1. janúar ár hvert til samræmis við breytingar á vísitölunni, námundaðar í næsta heila hundrað, og gilda þau til loka viðkomandi almanaksárs. Fyrsta hækkun reiknast í janúar 2024.

 

12. gr.

Gildistaka o.fl.

Gjaldskrá þessi sem sett er með heimild í 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 öðlast gildi við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Með samþykki gjaldskrár þessarar fellur úr gildi gjaldskrá fyrir afgreiðslu umsókna, leyfis­veitinga og þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Hvalfjarðarsveitar nr. 909/2014.

Gjaldskrá þessi var samþykkt af umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd 4. nóvember 2022 og staðfest af sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar 9. nóvember 2022.

 

Hvalfjarðarsveit, 21. nóvember 2022.

 

Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 6. desember 2022