1. gr.
Með vísan til 24. og 25. laga um grunnskóla, nr. 91/2008, með áorðnum breytingum, staðfestir mennta- og barnamálaráðherra hér með breytingar á aðalnámskrá grunnskóla sem fjalla annars vegar um ýmsar undanþágur og frávik frá skyldunámi og hins vegar um aðrar leiðir til að fullnægja skólaskyldu.
Breytingar voru gerðar á 16. kafla um undanþágur frá aðalnámskrá ásamt því að undirkafla var bætt við 7. kafla um nám og kennslu, eða kafla 7.15 um trúar- og lífsskoðanir í fjölmenningarsamfélagi sem birtar eru sem fylgiskjal með auglýsingu þessari.
2. gr.
Auglýsing þessi öðlast þegar gildi.
Mennta- og barnamálaráðuneytinu, 17. ágúst 2023.
Ásmundur Einar Daðason.
Fylgiskjal. (sjá PDF-skjal)
|