1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 75. gr. reglnanna:
- Orðin „verkefnastyrkja og“ í 4. málsl. 3. mgr. falla brott.
- Á eftir 4. málsl. 3. mgr. bætist við nýr málsliður, svohljóðandi: Stjórn Rannsóknasjóðs annast faglegt mat umsókna vegna verkefnastyrkja.
- Á eftir 3. mgr. bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:
Þeir umsækjendur í Verkefnasjóð sem uppfylla lágmarksskilyrði um gæði umsóknar að mati stjórnar Rannsóknasjóðs fá styrk úr sjóðnum að tiltekinni fjárhæð. Vísindanefnd ákveður þessa fjárhæð árlega. Til viðbótar fá þeir umsækjendur sem virkastir eru í rannsóknum miðað við undangengin þrjú ár, að mati stjórnar sjóðsins, viðbótarfjárhæð sem vísindanefnd ákveður jafnframt árlega í samræmi við fjárhagslega getu Rannsóknasjóðs Háskóla Íslands.
- Í stað orðsins „sjóðnum“ í 1. málsl. núverandi 4. mgr. kemur: Doktorsstyrkjasjóði.
- Núverandi 6. mgr. fellur brott.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 77. gr. reglnanna:
- 1. mgr. orðast svo:
Tilgangur Tækjakaupasjóðs Háskóla Íslands er að efla umfang og gæði rannsókna og kennslu við háskólann. Rektor skipar fjögurra manna stjórn Tækjakaupasjóðs. Í henni sitja aðstoðarrektorar kennslu og vísinda, framkvæmdastjóri sameiginlegrar stjórnsýslu og fjármálastjóri. Starfsmaður vísinda- og nýsköpunarsviðs starfar með stjórninni.
- 3. mgr. orðast svo:
Stjórn sjóðsins úthlutar styrkjum á grundvelli umsókna og forgangsröðunar fræðasviða, samkvæmt vinnureglum sem háskólaráð setur.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 81. gr. reglnanna:
- Í stað orðsins „fimm“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: sjö.
- 2. málsl. 2. mgr. orðast svo: Tveir eru skipaðir af stúdentaráði og fimm eru skipaðir eftir kosningu sviðsráða stúdentaráðs, einn fulltrúi frá hverju fræðasviði.
4. gr.
Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar í samræmi við lög nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 3. september 2021.
Jón Atli Benediktsson.
|