1. gr. Fiskistofa leggur á veiðigjald. Á fiskveiðiárinu 1. september 2007 til 31. ágúst 2008 skulu eigendur skipa greiða kr. 1,45 fyrir hvert þorskígildiskílógramm úthlutaðra veiðiheimilda eða landaðs afla einstakra tegunda. 2. gr. Þorskígildisstuðlar eru þeir sömu og auglýstir voru í auglýsingu nr. 660, 18. júlí 2007. 3. gr. Á fiskveiðiárinu 2007/2008 skal ekki innheimta veiðigjald vegna úthlutunar veiðiheimilda í þorski. Fiskistofa skal endurgreiða veiðigjald sem innheimt hefur verið á fiskveiðiárinu 2007/2008 vegna úthlutunar í þorski og ofgreitt veiðigjald vegna úthlutunar í öðrum tegundum sem þegar hefur verið innheimt. Skiptist veiðigjaldið á fleiri gjalddaga, sbr. 1. mgr. 23. gr. laga nr. 116/2006, skal ofgreitt gjald koma til frádráttar á næsta gjalddaga. 4. gr. Auglýsing þessi er gefin út með stoð í lögum nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða með síðari breytingum. Auglýsingin öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Sjávarútvegsráðuneytinu, 21. desember 2007. F. h. r. Jón B. Jónasson. Arndís Ármann Steinþórsdóttir. |