1. gr.
Innleiðing.
Við 3. gr. reglugerðarinnar bætast tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1170 frá 8. júlí 2019 um breytingu og leiðréttingu á reglugerð (EB) nr. 29/2009 um kröfur um gagnatengingaþjónustu fyrir samevrópska loftrýmið, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/2023 frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 31. ágúst 2023, bls. 568.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/208 frá 14. febrúar 2020 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 29/2009 um kröfur um gagnatengingaþjónustu fyrir samevrópska loftrýmið, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/2023 frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 31. ágúst 2023, bls. 794.
2. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 188. gr. laga um loftferðir, nr. 80/2022, og öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 21. nóvember 2024.
F. h. r.
Árni Freyr Stefánsson.
|