1. gr.
Eftirfarandi efni bætast við lista í fylgiskjali I við reglugerðina:
Efni |
Annað heiti |
IUPAC (Alþjóðasamtök um hreina og hagnýta efnafræði) og önnur fræðiheiti |
Alþjóðasamningar |
B |
N,N-dimethyl etonitazene |
N,N-dimethylamino etonitazene,
Etonitazene N,N-dimethylamine analogue |
N,N-dimethyl-2-[(4-ethoxyphenyl)methyl]-5-nitro-1H-benzimidazole-1-ethanamine |
|
x |
2. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem er sett með stoð í 53. gr. lyfjalaga nr. 100/2020 og 2. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, öðlast þegar gildi.
Reglugerð þessi er tilkynnt í samræmi við ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/1535 frá 9. september 2015 um tilhögun miðlunar upplýsinga um tæknireglugerðir og reglur um þjónustu í upplýsingasamfélaginu. Tilkynningin er send samhliða birtingu reglugerðarinnar á grundvelli undanþágu í 7. mgr. 6. gr. tilskipunarinnar.
Heilbrigðisráðuneytinu, 4. apríl 2025.
F. h. r.
Sigurður Kári Árnason.
|