1. gr.
Við 20. gr. reglugerðarinnar bætast við nýir stafliðir, t- og u-liður, sem verða svohljóðandi:
- Reglugerð ráðsins (EB) 569/2008 frá 12. júní 2008 um breytingu á reglugerð nr. 11 um afnám mismununar á flutningsgjöldum og -skilmálum í tengslum við framkvæmd 3. mgr. 79. gr. stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 285/2023, 27. október 2023, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 83 frá 16. nóvember 2023, bls. 503.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2179 frá 9. desember 2021 um aðgerðir opinbera viðmótsins sem er tengt við upplýsingakerfið fyrir innri markaðinn varðandi útsendingu ökumanna á sviði flutninga á vegum, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 287/2023, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85 frá 23. nóvember 2023, bls. 137.
2. gr.
Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 34. gr. laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 28/2017, öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 29. maí 2024.
F. h. r.
Árni Freyr Stefánsson.
Nína Guðríður Sigurðardóttir.
|