Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 774/2024

Nr. 774/2024 1. júlí 2024

REGLUR
um breytilega þætti starfskjara stjórnarmanna og starfsmanna fjármálafyrirtækja.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um fjármálafyrirtæki samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

 

2. gr.

Breytileg starfskjör og flokkun starfsmanna
sem hafa áhrif á áhættusnið fjármálafyrirtækis.

Að því er varðar gerninga sem nýttir eru við greiðslu kaupauka, sbr. 10. tölul. 1. mgr. 57. gr. b laga um fjármálafyrirtæki, skal fjármálafyrirtæki fara eftir reglugerð (ESB) nr. 527/2014, sbr. 3. gr.

Um skilgreiningu á stjórnendaábyrgð, eftirlitssviði, mikilvægri rekstrareiningu, verulegum áhrifum á áhættusnið mikilvægrar rekstrareiningar og starfsmönnum sem hafa veruleg áhrif á áhættu­snið fjármálafyrirtækis skv. 57. gr. f laga um fjármálafyrirtæki, fer eftir reglugerð (ESB) 2021/923, sbr. 3. gr.

 

3. gr.

Innleiðing reglugerða.

Með reglum þessum öðlast eftirtaldar reglugerðir gildi hér á landi:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 527/2014 frá 12. mars 2014 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla sem tilgreina flokka gerninga sem endurspegla með fullnægjandi hætti láns­hæfi stofnunar við áframhaldandi rekstrarhæfi og er viðeigandi að nota með tilliti til breytilegra launakjara, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 81/2019 frá 29. mars 2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópu­sambandsins nr. 44 frá 2. júlí 2020, bls. 65, með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðuninni. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 69 frá 29. október 2020, bls. 54-61.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/923 frá 5. mars 2021 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla til að setja fram viðmið til að skilgreina stjórnendaábyrgð, eftirlitssvið, mikil­vægar rekstrareiningar og veruleg áhrif á áhættusnið mikilvægrar rekstrareiningar, og sett eru fram viðmið til að auðkenna starfsfólk eða flokka starfsfólks sem í starfi sínu hefur áhrif á áhættusnið stofnunarinnar sem er sambærilegt við veruleg áhrif starfsfólks eða flokka starfsfólks sem um getur í 3. mgr. 92. gr. þeirrar tilskipunar, sem tekin var upp í EES-samn­inginn með ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 142/2022 frá 29. apríl 2022 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 61 frá 22. september 2022, bls. 96.

Með vísan til heimildar í ákvæði til bráðabirgða III í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. lög nr. 57/2015, vísar Seðlabanki Íslands til birtingar enskrar útgáfu af reglugerð framkvæmda­stjórnarinnar (ESB) 2021/923 í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins (e. Official Journal of the European Union): https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32021R0923, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 203, þann 9. júní 2021, bls. 1-7.

 

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 4. mgr. 57. gr. f. og 8. tölul. 1. mgr. 117. gr. a laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, öðlast gildi þegar í stað. Með gildistöku þeirra falla úr gildi reglur nr. 790/2022, um breytilega þætti starfskjara stjórnarmanna og starfsmanna fjármála­fyrirtækja.

 

Seðlabanka Íslands, 1. júlí 2024.

 

  Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri. 
Rannveig Júlíusdóttir
framkvæmdastjóri.

 


B deild - Útgáfud.: 1. júlí 2024