Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1445/2023

Nr. 1445/2023 18. desember 2023

GJALDSKRÁ
fyrir norræna umhverfismerkið, Svaninn.

1. gr.

Gildissvið.

Umhverfisstofnun er heimilt að innheimta gjald vegna notkunar á norræna umhverfismerkinu Svaninum skv. reglugerð um umhverfismerki nr. 160/2017.

 

2. gr.

Umsóknargjald og endurnýjunargjald.

Umhverfisstofnun innheimtir umsóknargjald og endurnýjunargjald fyrir leyfi til notkunar á norræna umhverfismerkinu Svaninum skv. 22. gr. reglugerðar nr. 160/2017. Gjaldið er eftirfarandi:

  a) Fyrir lítil fyrirtæki 215.000 kr. Gjaldið gildir fyrir fyrirtæki með færri en 10 starfs­menn/ársverk og heildarveltu undir 200 m.kr., sbr. þó e- og f-lið.
  b) Fyrir önnur fyrirtæki en skv. a-lið 430.000 kr., sbr. þó e- og f-lið.
  c) Fyrir endurnýjun 215.000 kr. en þó 107.500 kr. fyrir lítil fyrirtæki skv. a-lið hafi fyrirtækið sótt um endurnýjun leyfis vegna nýrra viðmiða áður en leyfi þess rennur út, sbr. þó e- og f-lið.
  d) Fyrir hús og endurbætur á húsnæði er umsóknargjald 525.000 kr. Að auki er greitt 680 kr. fyrir hvern fermetra hússins upp að 20.000 m2 og umfram það 340 kr. fyrir hvern fermetra. Innifalið í gjaldinu er ein úttektarheimsókn. Greitt er sérstaklega fyrir aðrar úttektir, 76.000 kr. fyrir hverja úttektarheimsókn. Fyrirtæki sem hlotið hefur leyfi innan núgildandi útgáfu viðmiðunarreglna fyrir viðkomandi vöruflokk (hús eða endurbætur) greiðir aðeins umsóknar­gjald fyrir fyrsta verkefnið í viðmiðaflokknum en þar eftir aðeins fermetragjald.
  e) Ef sótt er um fleiri en 4 vörur undir einni umsókn er innheimt gjald fyrir hverja vöru umfram það að upphæð 65.000 kr., sbr. þó f-lið.
  f) Ef sótt er um fleiri en 8 vörur undir vöruflokknum málning er innheimt gjald fyrir hverja vöru umfram það að upphæð 50.000 kr.

Umsóknar- og endurnýjunargjald greiðist eftir að umsókn hefur verið lögð inn, sbr. 11. gr. reglu­gerðar nr. 160/2017. Heimilt er að innheimta viðbótargjald vegna kostnaðar við nauðsynlegar prófanir og sannprófanir, sbr. 22. gr. reglugerðar nr. 160/2017. Kostnaður vegna nauðsynlegra úttekta sem fram fara á öðrum Norðurlöndum er gjaldfrjáls en innheimt er vegna slíkra úttekta sem fram fara utan Norðurlandanna.

 

3. gr.

Almennt árgjald fyrir vörur.

Umhverfisstofnun innheimtir árgjald vegna notkunar norræna umhverfismerkisins á Norðurlöndum fyrir vörur, hafi leyfi verið veitt á Íslandi, skv. 22. gr. reglugerðar nr. 160/2017. Fjárhæð gjaldsins tekur mið af kostnaði við eftirlit, kynningu, fræðslu og rekstur merkisins ásamt þróun viðmið­unar­reglna.

Árgjald vöru sem ber norræna umhverfismerkið er:

  a) 0,3% af veltu vörunnar á ári, sbr. þó b- og c-lið.
  b) 0,15% af veltu fyrir eftirtaldar vörur: byggingarplötur, prent- og ljósritunarpappír, brennslu­­kubbar (pellets) og eldsneyti á ári allt að 3.300.000.000 kr. en 0,05% umfram þá fjárhæð.

Þrátt fyrir 1. og 2. mgr. er hámarksárgjald fyrir vörur 16.500.000 kr. og lágmarksgjald fyrir vörur 325.000 kr.

 

4. gr.

Sérstakt árgjald fyrir vörur sem eingöngu eru seldar á Íslandi.

Þrátt fyrir 3. gr. er lágmarksárgjald 75.000 kr. og hámarksárgjald 2.700.000 kr. ef varan er eingöngu markaðssett á Íslandi. Hámarksárgjald fyrir fyrirtæki með fleiri en eina Svansmerkta vöru er 5.400.000 kr. ef varan er eingöngu markaðssett á Íslandi.

 

5. gr.

Almennt árgjald fyrir þjónustu.

Umhverfisstofnun innheimtir árgjald vegna notkunar á norræna umhverfismerkinu Svaninum fyrir þjónustu hafi leyfi verið veitt á Íslandi, skv. 22. gr. reglugerðar nr. 160/2017. Fjárhæð gjaldsins tekur mið af kostnaði við eftirlit, kynningu, fræðslu og rekstur merkisins ásamt þróun viðmiðuna­r­reglna. Afsláttur af árgjaldi (50%) er gefinn fyrir þjónustu sem ekki er boðin fram á samkeppnis­markaði, svo sem innanhúss mötuneyti eða þvottahús.

Árgjald þjónustu sem ber norræna umhverfismerkið er fyrir:

  a) Hótel, veitingarekstur og ráðstefnurými:
    0,15% af veltu ársins upp að 247.500.000 kr. en 0,05% af veltu umfram þá fjárhæð. Lágmarksgjald fyrir hvert fyrirtæki er 75.000 kr. og hámarksgjald fyrir hvert fyrirtæki er 600.000 kr.
  b) Fyrirtæki á sviði ræstinga:
    0,15% af veltu ársins upp að 247.500.000 kr. en 0,05% af veltu umfram þá fjárhæð. Lágmarksgjald fyrir hvert fyrirtæki er 75.000 kr. og hámarksgjald fyrir hvert fyrirtæki er 600.000 kr.
  c) Dagvöruverslanir:
    250.000 kr. fyrir hverja verslun allt að 5 verslunum. Fyrir hverja verslun, þegar fjöldi þeirra er 6-14, er greitt 125.000 kr. fyrir hverja verslun. Fyrir hverja verslun umfram 15 verslanir er greitt 67.500 kr.
  d) Þvottahús, efnalaugar og bílaþvottastöðvar:
    0,15% af veltu ársins. Lágmarksgjald fyrir hvert þvottahús er 75.000 kr. og hámarksgjald fyrir hvert þvottahús er 600.000 kr.
  e) Prentsmiðju:
    245 kr. á hvert tonn vegna innkaupa á pappír að 2.000 tonnum. 82 kr. á hvert tonn vegna innkaupa á pappír umfram 2.000 tonn. Lágmarksgjald fyrir hverja prentsmiðju er 270.000 kr. og hámarksárgjald fyrir hverja prentsmiðju er 2.475.000 kr.

 

6. gr.

Breyting á leyfi.

Umhverfisstofnun innheimtir gjald fyrir breytingu á leyfi til notkunar á norræna umhverfis­merkinu Svaninum. Minniháttar breyting, s.s. að breyta uppskrift vöru er innifalin í árgjaldi. Gjald fyrir miðlungs breytingu, s.s. að bæta við allt að 2 vörum í vörulínu eða taka upp nýja þjónustu­einingu, er 100.000 kr. Gjald fyrir verulega breytingu, s.s. að bæta við þremur eða fleiri vörum í vörulínu eða bæta við fleiri en einni nýrri þjónustueiningu, er 200.000 kr. Þegar um er að ræða breytingu á leyfi fyrir hús er gjaldið 100.000 kr.

 

7. gr.

Greiðsla reikninga.

Eindagi gjalda skv. gjaldskrá þessari er 30 dögum eftir útgáfu reiknings. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga hafi gjöld ekki verið greidd á eindaga. Heimilt er að innheimta kostnað sem hlýst af innheimtu gjalda séu þau ekki greidd á eindaga.

 

8. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Gjaldskrá þessi sem sett er samkvæmt heimild í 35. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og meng­unarvarnir.

Gjaldskráin öðlast gildi 1. janúar 2024. Frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá fyrir norræna umhverfis­merkið, Svaninn, nr. 870/2021.

 

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 18. desember 2023.

 

F. h. r.

Stefán Guðmundsson.

Ólafur Darri Andrason.


B deild - Útgáfud.: 21. desember 2023