1. gr.
Eftirtaldar breytingar verða á 1. gr. reglnanna:
- 2. málsl. 2. mgr. orðast svo: Val nemenda fer fram í tveimur skrefum: inntökupróf er haldið í júní ár hvert í samráði við læknadeild þar sem tiltekinn fjöldi, ákveðinn skv. 1 mgr., öðlast rétt til náms á næsta haustmisseri.
- Orðin „í tannlæknisfræði“ í 3. málsl. 2. mgr. falla brott.
- 4. málsl. 2. mgr. fellur brott.
2. gr.
Eftirtaldar breytingar verða á 2. gr. reglnanna:
- Fyrirsögn greinarinnar skal vera: Inntökupróf.
- Orðin „í tannlæknisfræði“ í 1. málsl. 1. mgr. falla brott.
- Orðin „í tannlæknisfræði“ í 1. málsl. 2. mgr. falla brott.
3. gr.
Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands að fenginni tillögu heilbrigðisvísindasviðs, eru settar með heimild í 3. og 4. mgr. 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglur þessar öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 11. nóvember 2024.
Jón Atli Benediktsson.
|