Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1693/2021

Nr. 1693/2021 20. desember 2021

GJALDSKRÁ
fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps í Dalabyggð.

1. gr.

Sveitarstjórn Dalabyggðar er heimilt, í samræmi við 7. gr. samþykktar nr. 171/1995 um sorp­hirðu í Dalabyggð, að leggja á sérstakt gjald vegna hirðingar og eyðingar sorps (sorpgjald) í Dala­byggð.

 

2. gr.

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur ákveðið að sorpgjald á hvert heimili í sveitarfélaginu og einbýlis­hús í þéttbýli á árinu 2022 verði kr. 56.012 og sorpgjald á hvert frístundahús og einbýlishús í dreifbýli þar sem ekki er heimili verði kr. 25.374.

Íbúar geta óskað eftir að fá fleiri sorpílát að heimilum sínum og greiða þá fyrir sorpílát fyrir almennan úrgang 27.895 kr. og fyrir sorpílát fyrir endurvinnsluúrgang 23.112 kr.

Ofangreind gjöld skulu innheimt samhliða fasteignagjöldum.

 

3. gr.

Gjaldskrá söfnunarstöðvar í Búðardal hefur verið með eftirfarandi hætti frá 1. apríl 2021, virðisaukaskattur innifalinn:

Dalabyggð gefur út klippikort vegna gjaldheimtu á þjónustu söfnunarstöðvar. Allir eigendur fast­eigna sem greiða sorphirðugjöld fá klippikort sem gildir í eitt ár fyrir allt að 4,0 m³af úrgangi til þeirra sem greiða sorphirðugjald vegna heimila og einbýlishúsa í þéttbýli og fyrir allt að 2,0 m³af úrgangi til þeirra sem greiða sorphirðugjald vegna frístundahúsa og einbýlishúsa í dreifbýli. Ef kortið dugir ekki út árið má kaupa nýtt. Aukakort verða seld á gámastöðinni og sér skrifstofa sveitar­félagsins um að senda reikning vegna þeirra. Verð á aukakortum fyrir árið 2022 er 14.400 kr. fyrir hvert 4,0 m³ kort og 7.200 kr. fyrir hvert 2,0 m³ kort. Gjaldskrá er ákveðin af sveitarstjórn hverju sinni. Aukakort gilda þar til þau eru full nýtt óháð ártali.

Eftirfarandi flokkar eru gjaldfrjálsir (ekki klippt af korti):

  1. Spilliefni, rafeindabúnaður, raftæki, rafhlöður og ljósaperur.
  2. Bylgjupappi, pappír, umbúðarplast, glerkrukkur og rúlluplast.
  3. Hjólbarðar, kertaafgangar og fatnaður.
  4. Brotajárn og málmar.

 

4. gr.

Gjaldskrá þessi sem var samþykkt af sveitarstjórn Dalabyggðar 9. desember 2021 staðfestist hér með samkvæmt 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr. 38/2021.

 

Búðardal, 20. desember 2021.

 

Kristján Sturluson sveitarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 6. janúar 2022