Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 696/2024

Nr. 696/2024 11. júní 2024

REGLUR
um útreikning fjármálafyrirtækja á eiginfjárgrunni og hæfum skuldbindingum.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um fjármálafyrirtæki sem reikna eiginfjárgrunn, eða eftir atvikum uppfylla hæfar skuldbindingar, í samræmi við lög um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

 

2. gr.

Útreikningur á eiginfjárgrunni og hæfum skuldbindingum.

Fjármálafyrirtæki sem skylt er að reikna eiginfjárgrunn, eða eftir atvikum hæfar skuldbindingar, vegna eiginfjárkrafna skal fylgja ákvæðum reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 241/2014, með síðari breytingum, sbr. 3. gr. Við útreikning á eiginfjárgrunni skal einnig fara eftir reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 523/2014, sbr. 3. gr., varðandi liði sem ekki skal telja með í útreikninginn.

 

3. gr.

Innleiðing reglugerða.

Með vísan til 2. gr. gilda eftirtaldar reglugerðir hér á landi:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 241/2014 frá 7. janúar 2014 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla fyrir kröfur vegna eiginfjárgrunns stofnana, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 80/2019 frá 29. mars 2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44 frá 2. júlí 2020, bls. 59.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 523/2014 frá 12. mars 2014 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla til ákvörðunar á því hvað myndar nána samsvörun á milli virðis sértryggðs skuldabréfs stofnunar og virðis eigna stofnunarinnar, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 81/2019 frá 29. mars 2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44 frá 2. júlí 2020, bls. 65. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50 frá 23. júlí 2020, bls. 289-290.
  3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/488 frá 4. september 2014 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) nr. 241/2014 að því er varðar kröfur vegna eiginfjár­grunns fyrirtækja á grundvelli fasts kostnaðar, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 80/2019 frá 29. mars 2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44 frá 2. júlí 2020, bls. 59. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50 frá 23. júlí 2020, bls. 250-253.
  4. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/850 frá 30. janúar 2015 um breyt­ingu á framseldri reglugerð (ESB) nr. 241/2014 um viðbætur við reglugerð Evrópu­þingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla fyrir kröfur vegna eiginfjárgrunns stofnana, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar nr. 80/2019 frá 29. mars 2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44 frá 2. júlí 2020, bls. 59. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50 frá 23. júlí 2020, bls. 257-263.
  5. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/923 frá 11. mars 2015 um breyt­ingu á framseldri reglugerð (ESB) nr. 241/2014 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla fyrir kröfur vegna eiginfjárgrunns stofnana, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 80/2019 frá 29. mars 2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 44 frá 2. júlí 2020, bls. 59. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50 frá 23. júlí 2020, bls. 264-272.
  6. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2176 frá 12. nóvember 2020 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) nr. 241/2014 að því er varðar frádrátt hugbúnaðar­eigna frá liðum almenns eigin fjár þáttar 1, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 302/2021 frá 29. október 2021.
  7. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/827 frá 11. október 2022 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) nr. 241/2014 að því er varðar samþykki fyrir lækkun eiginfjárgrunns og kröfur í tengslum við gerninga vegna hæfra skuldbindinga, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 241/2023 frá 22. september 2023.

Með vísan til heimildar í ákvæði til bráðabirgða III í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. lög nr. 57/2015, vísar Seðlabanki Íslands til birtingar enskrar útgáfu af reglugerðum fram­kvæmda­stjórnarinnar (ESB) nr. 241/2014, 2020/2176 og 2023/827 í Stjórnartíðindum Evrópu­sambandsins (e. Official Journal of the European Union):

  1. https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32014R0241, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 74, þann 14. mars 2014, bls. 8-26;
  2. https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32020R2176, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 433, þann 22. desember 2020, bls. 27-29;
  3. https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32023R0827, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 104, þann 19. apríl 2023, bls. 1-22.

 

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 4.-11., 13.-22., 83. og 84. tölul. 2. mgr. 117. gr. b laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, öðlast þegar gildi. Með gildistöku þeirra falla úr gildi reglur nr. 1162/2022 um útreikning fjármálafyrirtækja á eiginfjárgrunni og hæfu fjármagni.

 

Seðlabanka Íslands, 11. júní 2024.

 

  Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri.
Rannveig Júníusdóttir
framkvæmdastjóri.

B deild - Útgáfud.: 12. júní 2024