Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1694/2022

Nr. 1694/2022 14. desember 2022

AUGLÝSING
um breytingu á gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnarness, vatnsgjald, notkunargjald og heimæðargjald, nr. 619/2018.

1. gr.

1. gr. gjaldskrárinnar verður svohljóðandi:

Vatnsgjald og stofn til álagningar.

Vatnsgjald af íbúðarhúsnæði er 0,0855% af fasteignamati allra mannvirkja og lóða, samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001, með síðari breytingum.

Vatnsgjald af atvinnuhúsnæði er 0,0855% af fasteignamati mannvirkja og lóða, samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001, með síðari breytingum.

 

2. gr.

2. gr. gjaldskrárinnar verður svohljóðandi:

Notkunargjald.

Notkunargjald (aukavatnsskattur) leggst á stórnotendur skv. mæli, kr. 44,50 pr. m³.

 

3. gr.

Gildistaka og lagastoð.

Auglýsing þessi er staðfest og samþykkt af bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar skv. 7. mgr. 5. gr. og 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004, með síðari breytingum, 11. gr. reglugerðar nr. 401/2005 um vatnsveitur sveitarfélaga, með síðari breytingum og 6. gr. reglugerðar fyrir Veitu­stofnun Seltjarnarness nr. 237/2011, til að öðlast þegar gildi.

 

Samþykkt í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar, 14. desember 2022.

 

Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 6. janúar 2023