1. gr.
1. gr. gjaldskrárinnar verður svohljóðandi:
Vatnsgjald og stofn til álagningar.
Vatnsgjald af íbúðarhúsnæði er 0,0855% af fasteignamati allra mannvirkja og lóða, samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001, með síðari breytingum.
Vatnsgjald af atvinnuhúsnæði er 0,0855% af fasteignamati mannvirkja og lóða, samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001, með síðari breytingum.
2. gr.
2. gr. gjaldskrárinnar verður svohljóðandi:
Notkunargjald.
Notkunargjald (aukavatnsskattur) leggst á stórnotendur skv. mæli, kr. 44,50 pr. m³.
3. gr.
Gildistaka og lagastoð.
Auglýsing þessi er staðfest og samþykkt af bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar skv. 7. mgr. 5. gr. og 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004, með síðari breytingum, 11. gr. reglugerðar nr. 401/2005 um vatnsveitur sveitarfélaga, með síðari breytingum og 6. gr. reglugerðar fyrir Veitustofnun Seltjarnarness nr. 237/2011, til að öðlast þegar gildi.
Samþykkt í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar, 14. desember 2022.
Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri.
|