1. gr.
Við 4. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ef samanlagður mismunur allra sveitarfélaga nemur hærri fjárhæð en fjármagn til ráðstöfunar samkvæmt greiðsluáætlun yfirstandi árs, skal aðlaga framlögin að fjármagni til ráðstöfunar með hlutfallsreikningi.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli 1. mgr. 18. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 26. október 2021.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
|