1. gr.
Á eftir 2. málslið 2. mgr. 3. gr. reglnanna bætast við tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Ef próftökugjald er innheimt, skal koma fram á heimasíðu læknadeildar hvenær greiðslu þess skuli lokið. Hafi greiðsla próftökugjalds ekki borist fyrir þann tíma, fellur réttur til að þreyta inntökuprófið niður.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglnanna:
- 1. mgr. breytist og orðast svo:
Undirbúningur prófsins fer fram af hálfu læknadeildar með sérstakri ráðgjöf, m.a. frá kennurum framhaldsskóla. Inntökuprófið tekur tvo daga, og samanstendur af sex tveggja tíma próflotum.
- Á eftir orðunum „almennri þekkingu“ í 1. málslið 2. mgr. bætast við orðin: yrtri rökfærslu, upplýsingalæsi og lesskilningi, nálgun og úrlausn vandamála.
- Í stað prósentutölunnar „15%“ í 2. málslið 2. mgr. kemur: 30%.
- Í stað prósentutölunnar „55%“ í 1. málslið 3. mgr. kemur: 70%.
- 4. mgr. breytist og orðast svo:
Við gerð inntökuprófsins er aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011 höfð til hliðsjónar.
- 6., 7., 8. og 9. mgr. falla brott.
- 2. málsliður núverandi 13. mgr. fellur brott.
3. gr.
Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, að fenginni tillögu heilbrigðisvísindasviðs, eru settar samkvæmt heimild í 3. mgr. 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla, sbr. 9. mgr. 102. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Reglurnar öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 13. janúar 2020.
Jón Atli Benediktsson.
|