Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 587/2024

Nr. 587/2024 6. maí 2024

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 440/2018 um doktorsnám við menntavísindasvið Háskóla Íslands.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglnanna:

  1. 2. mgr. orðast svo í heild sinni:
      Doktorspróf við menntavísindasvið, að undangengnu doktorsnámi samkvæmt reglum þessum, veitir lærdómstitilinn Philosophiae Doctor (Ph.D.).
  2. 3. mgr. orðast svo í heild sinni:
      Doktorsnemum og leiðbeinendum þeirra ber að kynna sér og fylgja reglum um doktors­nám við Háskóla Íslands og gildandi samþykktum háskólaráðs um viðmið og kröfur um gæði doktorsnáms við Háskóla Íslands.

 

2. gr.

Lokamálsliður 1. mgr. 2. gr. reglnanna orðast svo: Formaður doktorsnámsnefndar, eða stað­gengill hans, er fulltrúi menntavísindasviðs í stjórn Miðstöðvar framhaldsnáms.

 

3. gr.

1. málsl. 4. mgr. 4. gr. reglnanna orðast svo: Í samræmi við 4. tölulið 69. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009 er ekki heimilt að taka akademískan starfsmann í deild, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 28. gr. sömu reglna, inn í doktorsnám við viðkomandi deild.

 

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglnanna:

  1. Í stað orðanna „á sérstökum eyðublöðum, sbr.“ í 1. málsl. stafliðar a. koma orðin: í sam­ræmi við.
  2. Nýr málsliður bætist við staflið a. (aftast), svohljóðandi: Ef umsækjandi hefur tiltekinn leið­beinanda í huga eða hefur haft samband við mögulegan leiðbeinanda skal það tekið fram í umsókn.
  3. Stafliður b. orðast svo: Með umsókn um doktorsnám skulu fylgja umsagnir tveggja óháðra meðmælenda sem hafa forsendur til að meta hæfni umsækjanda til að stunda doktorsnám og hafa reynslu af eða þekkingu á rannsóknum á sviðinu.
  4. Stafliður c. orðast svo: Aðili á vegum stjórnsýslu sviðsins fer yfir umsóknir og athugar hvort tilskilin gögn fylgja.
  5. Á eftir orðinu „viðtala“ í staflið d. bætast orðin: sem fara fram við þá umsækjendur sem standast kröfur.
  6. 1. málsliður stafliðar e. orðast svo: Með tillögu doktorsnámsnefndar skal fylgja rökstuðn­ingur um alla meginliði umsóknar og rökstudd ábending um leiðbeinendur.
  7. Stafliður f. orðast svo: Eftir að stjórn menntavísindasviðs hefur afgreitt umsóknina er umsækj­anda svarað skriflega fyrir hönd forseta fræðasviðs. Svara skal umsækjanda skrif­lega innan þess frests sem reglur fyrir Háskóla íslands nr. 569/2009 kveða á um.

 

5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglnanna:

  1. 1. mgr. orðast svo í heild sinni:
      Doktorsnám við menntavísindasvið Háskóla Íslands er að lágmarki 210 ECTS einingar. Heimilt er að heildareiningafjöldi sé allt að 240 einingar. Námskeið eru að lágmarki 30 ein­ingar. Doktorsritgerð skal vera 180 einingar.
  2. 3. mgr. orðast svo í heild sinni:
      Ef doktorsnema tekst ekki að ljúka náminu á tilsettum tíma skal doktorsnámsnefnd óska eftir skýringum frá doktorsnema og umsjónarkennara og eftir atvikum veita aukinn frest eða mæla með að nemandi verði skráður í skilgreinda M.Phil.-námsleið, sbr. 19. mgr. 69. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands, nr. 569/2009. Setja má þau skilyrði að nemi ljúki námi miðað við reglur sem þá eru í gildi þótt hann hafi hafið námið meðan aðrar reglur giltu.
  3. Í stað orðsins „skráningargjöld“ í 4. mgr. kemur orðið: skrásetningargjöld.

 

6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. reglnanna:

  1. Orðin „og skal skipan leiðbeinenda vera háð samþykki stjórnar menntavísindasviðs“ í 4. málsl. 1. mgr. falla brott.
  2. Á eftir 1. mgr. bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:
      Við inntöku er nemanda skipaður að minnsta kosti einn leiðbeinandi. Rofni samband nem­anda og leiðbeinanda á námstíma mun doktorsnámsnefnd menntavísindasviðs leitast við að útvega nýjan leiðbeinanda.
  3. Orðin „og aðrir sérfræðingar í doktorsnefnd“ í 3. málsl. 5. gr. falla brott.
  4. 8. mgr. orðast svo í heild sinni:
      Komi upp ágreiningur á milli leiðbeinenda eða leiðbeinenda og doktorsnema má skjóta honum til doktorsnámsnefndar sem eftir atvikum gerir tillögu um úrlausn eða vísar málinu til annarra aðila.
  5. 9. mgr. orðast svo í heild sinni:
      Sjá nánar um leiðsögn og skipan doktorsnefndar í handbók um doktorsnám við mennta­vísinda­svið.

 

7. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglnanna:

  1. 1. málsl. 3. mgr. orðast svo: Í Doktorsnámunni, umsýslukerfi doktorsnáms, er haldin náms­ferilsskrá fyrir hvern doktorsnema þar sem fram kemur hvenær neminn var fyrst skráður og hvaða einingum er lokið.
  2. Núverandi 2. málsl. 3. mgr. fellur brott.
  3. Núverandi 3. málsl. 3. mgr. verður nýr 2. málsl. og þar fellur orðið „umsóknargögn“ brott ásamt kommunni sem stendur með því.

 

8. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. reglnanna:

  1. 1. málsl. 1. töluliðar 1. mgr. orðast svo: Tvisvar á ári skal doktorsnemi skila framvindu­skýrslu og fylgja um það fyrirmælum í handbók um doktorsnám við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
  2. 2. málsl. 1. töluliðar 1. mgr. orðast svo: Leiðbeinendur skulu samþykkja skýrsluna.
  3. 3. málsl. 1. töluliðar 1. mgr. fellur brott.
  4. 4. málsl. 1. töluliðar 1. mgr. fellur brott.
  5. 3. töluliður 1. mgr. orðast svo í heild sinni: Gert er ráð fyrir að doktorsnemi sæki málstofur doktorsnámsins reglulega og fjalli um verkefni sitt eins og nánar er kveðið á um í handbók um doktorsnám við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
  6. Í stað orðanna „koma henni til doktorsnefndar“ í síðari málsl. 5. töluliðar 1. mgr. koma orðin: er hún hluti af framvinduskýrslu.
  7. Lokamálsliður 2. mgr. orðast svo: Um skyldur doktorsnema er að öðru leyti vísað í 51. gr. reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands, siðareglur Háskóla Íslands og viðmið og kröfur um gæði doktorsnáms.

 

9. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. reglnanna:

  1. Á eftir 1. málsl. 1. mgr. bætast við tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Doktorsverkefnið sjálft er 180 ECTS-einingar og skrá doktorsnemar sig í verkefnið á hverju misseri og fá fyrir það einingar sem safnast upp. Doktorsnemar geta ekki tekið meira en 90 ECTS-einingar áður en gengist er undir áfangamat.
  2. Í stað orðsins „nemi“ í núverandi 2. málsl. 1. mgr. (nýjum 4. málsl.) kemur orðið: doktors­nemi.
  3. 2. mgr. orðast svo í heild sinni:
      Umsjónarkennari sendir verkefnastjóra doktorsnáms beiðni um áfangamat á rannsóknar­verkefni með tveggja mánaða fyrirvara. Beiðninni fylgir bréf til doktorsnámsnefndar með rökstuðningi leiðbeinenda fyrir því að nemi sé tilbúinn til að gangast undir áfangamat.
  4. 3. mgr. fellur brott.
  5. Í stað orðanna „á vef doktorsnámsins“ koma orðin: í handbók um doktorsnám við mennta­vísinda­svið Háskóla Íslands.

 

10. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. reglnanna:

  1. 2. málsl. 1. mgr. fellur brott.
  2. 3. málsl. 1. mgr. fellur brott.
  3. 2. málsl. 2. mgr. orðast svo: Þegar doktorsritgerð er samsett úr greinum skulu þær vera þrjár eða fleiri.
  4. 3. málsl. 2. mgr. orðast svo: Þegar ritgerð er lögð fram til varnar skulu að lágmarki tvær greinar vera samþykktar til birtingar á alþjóðlegum, viðurkenndum og ritrýndum vettvangi og a.m.k. ein í viðbót hafa verið send í ritrýni.
  5. 4. málsl. 2. mgr. orðast svo: Skal doktorsnemi vera aðalhöfundur a.m.k. þriggja greinanna.
  6. 5. málsl. 2. mgr. fellur brott.
  7. 6. málsl. 2. mgr. fellur brott.
  8. Orðin „(samþykkt á háskólaþingi 10. maí og í háskólaráði 19. maí 2016)“ í 1. málsl. 3. mgr. falla brott.
  9. 4. mgr. orðast svo í heild sinni:
      Öllum doktorsritgerðum sem skrifaðar eru á íslensku skal fylgja ítarleg samantekt á ensku. Ef skrifa á doktorsritgerð á íslensku skal fá samþykki doktorsnámsnefndar fyrir því enda skal gengið úr skugga um að hægt verði að skipa doktorsnefnd, prófdómara við áfangamat og andmælendur við vörn.

 

11. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. reglnanna:

  1. Í stað orðsins „doktorsnemi“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur orðið: umsjónarkennari.
  2. Í stað orðsins „aðalleiðbeinandi“ í 2. málsl. 1. mgr. koma orðin: verkefnastjóri doktorsnáms.
  3. 2. málsl. 2. mgr. orðast svo: Verkefnastjóri doktorsnáms við menntavísindasvið fer yfir námsferil nema fyrir vörn í samráði við nemendaskrá Háskóla Íslands.
  4. 3. mgr. orðast svo í heild sinni:
      Þegar andmælendur hafa fallist á að ritgerð sé tæk til varnar og í kjölfarið ákveðið að doktorsvörn skuli fara fram skal doktorsefni skila rafrænu eintaki af endanlegri gerð hennar, a.m.k. fjórum vikum fyrir vörn. Um frágang vísast til leiðbeininga í handbók um doktors­nám við menntavísindasvið. Ritgerð skal vistuð á stafrænu formi í samræmi við verklags­reglur um rafræn skil og vistun doktorsritgerða. Kjósi höfundur að hafa ritgerðina í læstum aðgangi skal hann skila einu prentuðu eintaki til Háskólabókasafns og einu eintaki til verk­efnastjóra doktorsnáms við menntavísindasvið. Við frágang doktorsritgerðar skal koma skýrt fram í inngangskafla að verkefnið sé unnið við Háskóla Íslands, tilgreina skal leið­bein­endur, fræða­svið og rannsóknastofnun, ef við á, og geta skal þeirra sjóða Háskóla Íslands og annarra aðila, sem styrkt hafa verkefnið, og þeirra stofnana eða fyrirtækja utan háskólans sem doktorsnemi hefur tengst við vinnslu þess. Forsíða ritgerðar skal bera merki (lógó) Háskóla Íslands. Ef um sameiginlega doktorsgráðu er að ræða með öðrum háskóla eða háskólum samkvæmt samningi þar um ber forsíða ritgerðar auðkenni beggja eða allra háskóla sem hlut eiga að máli.

 

12. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. reglnanna:

  1. Lokamálsl. 1. mgr. fellur brott.
  2. 2. mgr. orðast svo í heild sinni:
      Andmælendur skulu ekki starfa við menntavísindasvið og að minnsta kosti annar þeirra skal vera utan Háskóla Íslands. Þess skal gætt að þeir séu viðurkenndir fræðimenn og hafi birt ritsmíðar á vettvangi sem gerir strangar fræðilegar kröfur og uppfylli skilyrði sem eru sett í viðmiðum og kröfum um gæði doktorsnáms við Háskóla Íslands.
  3. Við greinina bætist ný málsgrein, aftast, svohljóðandi:
      Ef andmælandi hafnar handriti doktorsritgerðar til doktorsvarnar gildir verklagsregla um viðbrögð eftir að andmælandi, annar eða báðir, hafnar handriti doktorsritgerðar til doktors­varnar sem var samþykkt í háskólaráði 9. desember 2021.

 

13. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. reglnanna:

  1. 4. málsl. 1. mgr. orðast svo: Framkvæmd doktorsvarna er nánar lýst í handbók um doktors­nám við menntavísindasvið.
  2. 5. málsl. 1. mgr. orðast svo: Verði ágreiningur meðal dómnefndarfulltrúa við doktorsvörn um hvort veita skuli doktorsnafnbót gildir verklagsregla um viðbrögð eftir að dómnefndar­maður, einn eða fleiri, hafnar veitingu doktorsnafnbótar eftir doktorsvörn, sem var samþykkt í háskóla­ráði 4. nóvember 2021.

 

14. gr.

Reglur þessar eru settar í samræmi við 47. og 68.–69. gr. reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands og með heimild í lögum nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar hafa verið samþykktar af stjórn menntavísindasviðs og deildum fræðasviðsins og staðfestar af háskólaráði, að fenginni umsögn Mið­stöðvar framhaldsnáms, sbr. 66. og 69. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Reglurnar öðlast þegar gildi. Þær gilda um doktorsnema sem skráðir eru til náms eftir gildistöku reglnanna og einnig, eftir því sem við á, um nemendur sem stunda nám til Ph.D.-gráðu við gildistöku þeirra. Nem­endur sem stunda nám til Ed.D.-gráðu skulu hafa val um hvort þeir ljúka því samkvæmt ákvæðum eldri reglna eða ljúka námi samkvæmt reglum þessum.

 

Háskóla Íslands, 6. maí 2024.

 

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 22. maí 2024