Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1306/2023

Nr. 1306/2023 29. nóvember 2023

REGLUGERÐ
um (2.) breytingu á reglugerð nr. 160/2012 um útdráttarleysa til notkunar við framleiðslu matvæla og innihaldsefna í matvælum.

1. gr.

Eftirfarandi breyting er gerð á II. hluta I. viðauka við reglugerðina:

Á eftir færslunni fyrir hexan kemur ný færsla, svohljóðandi:

2-metýloxólan Framleiðsla eða þætting fitu og olíu og framleiðsla á kakósmjöri 1 mg/kg í fitu eða olíu eða kakósmjöri
Tilreiðsla á fitusneyddum prótínafurðum og fitusneyddu mjöli 10 mg/kg í matvælum sem innihalda fitusneyddar prótínafurðir og fitusneytt mjöl
30 mg/kg í fitusneyddum sojaafurðum eins og þær eru seldar til lokaneytanda
Tilreiðsla á fitusneyddu kornkími 5 mg/kg í fitusneyddu kornkími

 

2. gr.

Eftirfarandi breyting er gerð á III. hluta I. viðauka við reglugerðina:

Á eftir færslunni fyrir hexan kemur ný færsla, svohljóðandi:

2-metýloxólan 1 mg/kg

 

3. gr.

Nýr IV. hluti bætist við I. viðauka reglugerðarinnar, svohljóðandi:

 

IV. HLUTI

Sértæk hreinleikaskilyrði fyrir útdráttarleysa sem eru tilgreindir í I. viðauka:

2-metýloxólan
CAS-númer 96-47-9
Magngreining Innihald minnst 99,9%, gefið upp miðað við þurrt efni
Hreinleiki
Fúran Ekki meira en 50 mg/kg (gefið upp miðað við þurrt efni)
2-metýlfúran Ekki meira en 500 mg/kg (gefið upp miðað við þurrt efni)
Etanól Ekki meira en 450 mg/kg (gefið upp miðað við þurrt efni)

 

4. gr.

Reglugerðin er til innleiðingar á tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/175 frá 26. janúar 2023 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/32/EB um metýloxólan. Til­skipunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 217/2023, frá 22. september 2023. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 79, frá 2. nóvember 2023, bls. 410.

 

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 93/1995, um matvæli.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 29. nóvember 2023.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Iðunn María Guðjónsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 30. nóvember 2023