1. gr.
4. mgr. 6. gr. reglnanna orðast svo:
Nemandi sem námsstjórnin hefur samþykkt í meistaranám skal ganga frá greiðslu skrásetningargjalds komandi háskólaárs hjá nemendaskrá. Nemandi þarf síðan að skrá sig ár hvert fyrir komandi háskólaár og greiða skrásetningargjald. Skráning og greiðsla skrásetningargjalds er forsenda þess að nám geti hafist eða haldið áfram.
2. gr.
Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar samkvæmt heimild í 3. og 4. mgr. 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar hafa verið samþykktar af viðkomandi háskóladeildum, fræðasviðum og Miðstöð framhaldsnáms, sbr. 66. og 69. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Reglurnar öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 25. janúar 2023.
Jón Atli Benediktsson.
|