1. gr.
Við 4. gr. reglugerðarinnar bætast fjórtán nýir töluliðir, svohljóðandi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1685 frá 17. júní 2024 um leyfi fyrir blöndu með glýkósýluðu 1,25-díhýdroxýkólekalsíferóli úr útdrætti úr Solanum glaucophyllum sem fóðuraukefni fyrir mjólkurkýr. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 255/2024 frá 6. desember 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 420.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1723 frá 20. júní 2024 um leyfi fyrir blöndu með Duddingtonia flagrans NCIMB 30336 sem fóðuraukefni fyrir dýr á beit af nautgripakyni, sauðfé og geitur til mjólkurframleiðslu (leyfishafi er International Animal Health Products Pty Ltd, fulltrúi hans er GAB Consulting GmbH). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 255/2024 frá 6. desember 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 424.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1727 frá 20. júní 2024 um að taka tiltekin fóðuraukefni af markaði. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 255/2024 frá 6. desember 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 427.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1730 frá 20. júní 2024 um leyfi fyrir bensósýru sem fóðuraukefni fyrir fráfærugrísi og eldissvín (leyfishafi er LANXESS Chemical B.V.) Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 256/2024 frá 6. desember 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 434.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1743 frá 21. júní 2024 um leyfi fyrir blöndu með endó-1,4-betamannanasa, sem er framleiddur með Thermothelomyces thermophilus DSM 33149, sem fóðuraukefni fyrir allar tegundir alifugla til eldis og skrautfugla (leyfishafi er BASF SE). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 257/2024 frá 6. desember 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 440.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1750 frá 24. júní 2024 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með Levilactobacillus brevis DSM 23231 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 399/2014 Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 257/2024 frá 6. desember 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 444.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1755 frá 25. júní 2024 um leyfi fyrir ediksýru, kalsíumasetati og natríumdíasetati sem fóðuraukefni fyrir fiska. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 257/2024 frá 6. desember 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 447.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1757 frá 25. júní 2024 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með Lentilactobacillus buchneri NCIMB 30139 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 96/2013. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 257/2024 frá 6. desember 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 452.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1786 frá 27. júní 2024 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með ammóníumklóríði sem fóðuraukefni fyrir jórturdýr, ketti og hunda (leyfishafi er BASF SE) og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 725/2013. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 257/2024 frá 6. desember 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 456.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1810 frá 1. júlí 2024 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með Lentilactobacillus buchneri DSM 22501 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1113/2013. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 257/2024 frá 6. desember 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 460.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1839 frá 3. júlí 2024 um leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2023/2846 með því að fella brott Schinopsis lorentzii (Griseb.) Engl. sem gjafa fóðuraukefnisins öxarbrjótsútdráttar. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 257/2024 frá 6. desember 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 464.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1989 frá 22. júlí 2024 um leyfi fyrir úndek-10-enali, terpíneólasetati, d,l-borneóli, l-karvóni, d-kamfóru, d,l-ísóbornýlasetati, 3-própýlídenþalíði, fenýlediksýru, metýlsalisýlati, þýmóli, karvakróli, bensóþíasóli, terpínóleni, d,l-ísóborneóli, trans-mentóni, d,l-bornýlasetati, 3-bútýlídenþalíði, fenýlasetaldehýði, fenetýlasesati, fenetýlfenýlasetati, metýlfenýlasetati, etýlfenýlasetati, ísóbútýlfenýlasetati, 3-metýlbútýlfenýlasetati, 2-metoxýfenóli, 2-metoxý-4-metýlfenóli, 4-etýlgvæjakóli, 2-metoxý-4-vínýlfenóli, 4-etýlfenóli, 2-metýlfenóli, 4-metýlfenóli, 2,6-dímetoxýfenóli, fenóli, 2,6-dímetýlfenóli, 2-ísóprópýlfenóli, bensen-1,3-díóli, α-fellandreni, α-terpíneni, γ-terpíneni og l-límóneni sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2018/245 að því er varðar skilmála leyfis fyrir d,l-ísómentóni sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 258/2024 frá 6. desember 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 468.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2039 frá 29. júlí 2024 um leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2023/1173 með því að fella brott fóðuraukefni í viðaukanum við hana. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 259/2024 frá 6. desember 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 548.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2040 frá 29. júlí 2024 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2024/1070 að því er varðar að koma á umbreytingarráðstöfunum vegna endurnýjunar á leyfi fyrir blöndu með 25-hýdroxýkólekalsíferóli sem er framleitt með Saccharomyces cerevisiae CBS 146008. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 259/2024 frá 6. desember 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 550.
2. gr.
Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum reglugerðar þessarar sé framfylgt í samræmi við lög um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 27. febrúar 2025.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra.
|