Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1698/2022

Nr. 1698/2022 22. desember 2022

REGLUR
um innri aðferðir við útreikning á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um fjármálafyrirtæki sem hafa heimild fjármálaeftirlitsins til að beita innri aðferðum við útreikning á eiginfjárkröfum, á grundvelli 109. gr. ee laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002. Reglur þessar gilda jafnframt um mat fjármálaeftirlitsins á því hvort fjármálafyrirtæki fái heimild til að beita innri aðferðum samkvæmt sama ákvæði.

 

2. gr.

Innri aðferðir fjármálafyrirtækja.

Fjármálafyrirtæki sem hefur heimild fjármálaeftirlitsins til að reikna eiginfjárkröfur á grundvelli innri aðferða skulu taka tillit til reglugerðar (ESB) nr. 529/2014, með síðari breytingum, sbr. 3. gr.

Fjármálafyrirtæki sem hefur heimild til að beita innramatsaðferð við útreikning á eiginfjár­kröfum vegna útlánaáhættu er heimilt að taka tillit til reglugerðar (ESB) 2015/1556, sbr. 3. gr.

Fjármálaeftirlitið getur veitt fjármálafyrirtæki, sem hefur heimild til að beita innramatsaðferð, heimild til að nota gögn sem ná yfir tvö ár fremur en fimm ár við mat á líkum á vanefndum, eigið mat á tapi að gefnum vanefndum og eigið mat á breytistuðlum að uppfylltum skilyrðum reglugerðar (ESB) 2017/72, sbr. 3. gr.

Við mat fjármálaeftirlitsins á því hvort fjármálafyrirtæki fái heimild til að nota þróuðu mæli­aðferðina við útreikning á eiginfjárkröfum vegna rekstraráhættu fer eftir reglugerð (ESB) 2018/959, sbr. 3. gr.

Fjármálafyrirtæki sem hefur heimild til að beita innramatsaðferð við útreikning á eiginfjár­kröfum vegna útlánaáhættu skal við ákvörðun áhættuvoga fyrir sértækar lánaáhættuskuldbindingar fara eftir reglugerð (ESB) 2021/598, sbr. 3. gr.

Fjármálafyrirtæki sem hefur heimild til að beita innramatsaðferð skal fara eftir þeim kröfum sem settar eru fram í reglugerð (ESB) 2021/930, sbr. 3. gr.

Við mat fjármálaeftirlitsins á því hvort fjármálafyrirtæki fái heimild til þess að beita innramats­aðferð við útreikning á eiginfjárkröfum fer eftir reglugerð (ESB) 2022/439, sbr. 3. gr.

 

3. gr.

Innleiðing reglugerða.

Með vísan til 2. gr. gilda eftirtaldar reglugerðir hér á landi:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 529/2014 frá 12. mars 2014 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla fyrir mat á mikilvægi viðbóta og breytinga á innramatsaðferðinni og þróuðu mæliaðferðinni, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 81/2019 frá 29. mars 2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 44 frá 2. júlí 2020, bls. 65. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50 frá 23. júlí 2020, bls. 304-317.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/942 frá 4. mars 2015 um breyt­ingu á framseldri reglugerð (ESB) nr. 529/2014 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla fyrir mat á mikil­vægi viðbóta og breytinga á innri aðferðum við útreikning á kröfum vegna eiginfjárgrunns vegna markaðsáhættu, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 81/2019 frá 29. mars 2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 44 frá 2. júlí 2020, bls. 65. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50 frá 23. júlí 2020, bls. 330-336.
  3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1556 frá 11. júní 2015 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar tækni­lega eftirlitsstaðla fyrir bráðabirgðameðferð áhættuskuldbindinga vegna hluta­bréfa sam­kvæmt innramatsaðferðinni, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar nr. 82/2019 frá 29. mars 2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 44 frá 2. júlí 2020, bls. 71. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50 frá 23. júlí 2020, bls. 349-350.
  4. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/72 frá 23. september 2016 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar tækni­lega eftirlitsstaðla sem tilgreina skilyrði fyrir heimild til að undanskilja gögn, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 82/2019 frá 29. mars 2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44 frá 2. júlí 2020, bls. 71. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 50 frá 23. júlí 2020, bls. 351-354.
  5. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/959 frá 14. mars 2018 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar tækni­lega eftirlitsstaðla um lýsingu á aðferðafræði varðandi mat sem lögbær yfirvöld skulu nota til að heimila stofnunum að nota þróaðar mæliaðferðir fyrir rekstraráhættu, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 64/2020 frá 30. apríl 2020.
  6. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/598 frá 14. desember 2020 um viðbætur við reglugerð (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um ákvörðun áhættuvoga fyrir sértækar lánaáhættuskuldbindingar, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 349/2021 frá 10. desember 2021.
  7. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/930 frá 1. mars 2021 um við­bætur við reglugerð (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla sem til­greina eðli, alvarleika og tímalengd efnahagssamdráttar sem um getur í b-lið 1. mgr. 181. gr. og b-lið 1. mgr. 182. gr. þeirrar reglugerðar, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 350/2021 frá 10. desember 2021.
  8. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/439 frá 20. október 2021 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla til að tilgreina þá matsaðferð sem lögbær yfirvöld skulu fylgja við mat á því hvort lánastofnun og verðbréfafyrirtæki uppfylli kröfur til að nota innramats­aðferðina, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 2015/2022 frá 8. júlí 2022.

Með vísan til heimildar í ákvæði til bráðabirgða III í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. lög nr. 57/2015, vísar Seðlabanki Íslands til birtingar enskrar útgáfu af reglugerðum fram­kvæmda­stjórnarinnar (ESB) 2018/959, 2021/598, 2021/930 og 2022/439 í Stjórnartíðindum Evrópu­sambands­ins (e. Official Journal of the European Union):

  1. https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32018R0959, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 169, þann 6. júlí 2018, bls. 1-26;
  2. https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX%3A32021R0598, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 127, þann 14. apríl 2021, bls. 1-23;
  3. https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX%3A32021R0930, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 204, þann 10. júní 2021, bls. 1-6;
  4. https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32022R0439, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 90, þann 18. mars 2022, bls. 1-66.

 

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 28., 29., 32., 34., 36.-38., 46., 67., og 86. tölul. 2. mgr. 117. gr. b laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, öðlast þegar gildi. Með gildistöku þeirra falla úr gildi reglur nr. 655/2022 um innri aðferðir við útreikning á eiginfjárkröfum fjármála­fyrirtækja.

 

Seðlabanka Íslands, 22. desember 2022.

 

  Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri.
Rannveig Júníusdóttir
framkvæmdastjóri.

B deild - Útgáfud.: 6. janúar 2023