1. gr.
Gildissvið.
Reglur þessar gilda um dreifingu skaðatrygginga samkvæmt 10. gr. laga nr. 30/2004, um vátryggingarsamninga.
2. gr.
Staðlað form fyrir framsetningu upplýsingaskjals vegna skaðatryggingar.
Reglur þessar eru settar til að innleiða reglugerð (ESB) 2017/1469 frá 11. ágúst 2017 sem mælir fyrir um staðlað form fyrir framsetningu upplýsingaskjals um vátryggingarafurð. Skal ákvæðum hennar fylgt við samningu og miðlun staðlaðs upplýsingaskjals vegna skaðatryggingar, sbr. 10. gr. laga nr. 30/2004, um vátryggingarsamninga.
3. gr.
Innleiðing reglugerðar.
Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1469 frá 11. ágúst 2017 um staðlað form fyrir framsetningu upplýsingaskjals um vátryggingarafurð, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 304/2019 frá 13. desember 2019, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 14 frá 5. mars 2020, bls. 58. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23 frá 31. mars 2021, bls. 3-7.
4. gr.
Gildistaka.
Reglur þessar, sem settar eru samkvæmt heimild í 4. mgr. 10. gr. laga nr. 30/2004, um vátryggingarsamninga, öðlast þegar gildi.
Seðlabanka Íslands, 25. nóvember 2021.
|
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. |
Páll Friðriksson framkvæmdastjóri. |
|