1. gr.
3. málsl. 2. mgr. 18. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Við mat á beiðni um þinglýsingu skuldbindinga á almenna íbúð skal miðað við að fjárhæð slíkra skuldbindinga fari að jafnaði ekki yfir það hlutfall sem lánsfjármögnun átti að nema af áætluðu stofnvirði íbúðar samkvæmt samþykktri umsókn um stofnframlag, þó að teknu tilliti til breytinga sem orðið hafa á fjárhæðum hámarksbyggingarkostnaðar frá samþykki umsóknar.
2. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 9. mgr. 16. gr. laga um almennar íbúðir nr. 52/2016, tekur þegar gildi.
Félagsmálaráðuneytinu, 24. júlí 2020.
Ásmundur Einar Daðason.
Gunnhildur Gunnarsdóttir.
|