1. gr.
Gjaldliður 6.3.1 breytist með eftirfarandi hætti: Tilvísun til margföldunarstuðuls verður 2.020 klst. á ári í stað 1.720 klst. á ári.
2. gr.
Gjaldliður 6.6.1 verður svohljóðandi: Flugvöllur í flokki I sem starfrækir blindlendingarkerfi í flokki II eða III 20.000.000 kr.
3. gr.
Gjaldliður 6.9.5 verður svohljóðandi: Brottfararfarþegar milli 100.001 og 5 milljónir farþega (heildarfjöldi) 21.000.000 kr.
4. gr.
Nýr gjaldliður 6.9.6 verður svohljóðandi: Brottfararfarþegar > 5 milljónir farþega (heildarfjöldi) 28.000.000 kr.
5. gr.
Gjaldliður 6.9.9 verður svohljóðandi: Viðurkenndir birgjar loftfara 140.000 kr.
6. gr.
Nýr liður 6.9.13 verður svohljóðandi: Flugafgreiðsluaðili 482.800 kr.
7. gr.
Nýr liður 6.9.14 verður svohljóðandi: Aðrir eftirlitsskyldir aðilar: 68.500 kr.
8. gr.
Nýr liður 6.9.20 verður svohljóðandi: Aðili með fleiri en eitt samþykki vegna flugverndar (6.9) greiði hæsta gjald að fullu, en þriðjung annarra gjalda.
9. gr.
Við lið 14.1 bætist í lok setningar: þar með talið vegna drónaflugs.
10. gr.
Lagastoð og gildistaka.
Auglýsing þessi er sett með heimild í III. kafla laga nr. 119/2012, um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, og öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 17. júlí 2018.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
|