I. KAFLI
Breytingar á reglugerð nr. 202/2007.
1. gr.
3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Orðskýringar.
Eftirfarandi orð skulu hafa eftirfarandi merkingu í reglugerð þessari:
EASA-reglugerðin: Reglugerð nr. 812/2012 um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um sameiginlegar reglur um almenningsflug og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu, EASA, sem innleiðir reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu og niðurfellingu tilskipunar ráðsins nr. 91/670/EBE, reglugerð (EB) nr. 1592/2002 og tilskipun 2004/36/EB.
2. gr.
5. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Nánari flokkun EASA-loftfara.
Flokkar loftfara sem falla undir gildissvið EASA-reglugerðarinnar:
- Mjög léttar flugvélar (Very Light Aeroplanes – CS-VLA).
- Léttar sportflugvélar (Light Sport Aeroplanes – CS-LSA)
- Litlar flugvélar (Small Aeroplanes – CS-23).
- Stórar flugvélar (Large Aeroplanes – CS-25).
- Mjög léttar þyrilvængjur (Very Light Rotorcraft – CS-VLR).
- Lítil þyrla (Small Rotorcraft – CS-27).
- Stór þyrla (Large Rotorcraft – CS-29).
- Svifflug / Mótorsvifflug (Sailplanes / Powered Sailplanes – CS-22).
- Loftbelgir (Baloons – CS-31TGB, CS-31HB, CS-31GB).
- Loftskip (Airship).
Nánari skilgreining og afmörkun á hverjum flokki loftfara er í vottunarkröfum Flugöryggisstofnunar Evrópu (CS) sem eru aðgengilegar á heimasíðu stofnunarinnar, www.easa.europa.eu.
Litlar flugvélar geta verið vottaðar með vísan til notkunar í normal-flokki, nytja-flokki (e. utility), og listflugs-flokki (e. aerobatic) eða í einum eða fleiri flokkum ef kröfum í hverjum flokki er fullnægt.
3. gr.
Í „B. Loftför skv. 2. lið 1. mgr. 4. gr.“ í töflu í 6. gr. reglugerðarinnar bætist við eftirfarandi flokkur:
D. Lofthæfivottorð.
Loftför með lofthæfivottorð sem gefin eru út fyrir loftför sem fullnægja kröfum viðauka 8 við Chicago-samninginn, framleidd eru af viðurkenndum framleiðanda og Samgöngustofa metur gild.
II. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 854/2016.
4. gr.
4. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
III. KAFLI
Gildistaka.
5. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 2. mgr. 12. gr. og 7. mgr. 28. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 22. mars 2018.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.