Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1161/2023

Nr. 1161/2023 20. október 2023

REGLUR
um útlit og notkun sérstaks merkis á sendiumslag sem notað er við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar.

1. gr.

Heimilt er að setja sérstakt merki, svo sem strikamerki, aftan á sendiumslag sem notað er við utankjörfundaratkvæðagreiðslu til hægðarauka fyrir yfirkjörstjórnir.

 

2. gr.

Strikamerki geta t.d. verið í formi lína, punkta, ferninga eða annarra rúmfræðilegra mynstra sem hægt er að skanna inn til að fá fram ákveðnar upplýsingar sem formin geyma, sbr. 3. gr. reglna þessara.

 

3. gr.

Við skönnun á merkinu getur komið fram kennitala, kjörstaður og kjördeild viðkomandi kjósanda. Heimilt er kjörstjórnum að nýta merkið til þess að halda og útbúa lista yfir kjósendur sem kosið hafa utan kjörfundar og flokka eftir kjörstöðum og kjördeildum.

 

4. gr.

Reglur þessar eru settar skv. 5. mgr. 74. gr. kosningalaga nr. 112/2021 og taka þegar gildi.

 

Landskjörstjórn, 20. október 2023.

 

Kristín Edwald.
  Ólafía Ingólfsdóttir. Hulda Katrín Stefánsdóttir.
  Ebba Schram. Magnús Karel Hannesson.

Ástríður Jóhannesdóttir
framkvæmdastjóri.      


B deild - Útgáfud.: 6. nóvember 2023