1. gr.
Þvingunaraðgerðir.
Eftirfarandi töluliðir skulu bætast í réttri númeraröð við 1. mgr. 2. gr. reglugerðar um þvingunaraðgerðir varðandi Íran nr. 384/2014:
|
1.8 |
Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2017/689 frá 11. apríl 2017 um breytingu á ákvörðun 2011/235/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn tilteknum einstaklingum og rekstrareiningum í ljósi ástandsins í Íran, fylgiskjal 1.8. |
|
2.8 |
Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2017/685 frá 11. apríl 2017 um framkvæmd reglugerðar (ESB) nr. 359/2011 um þvingunaraðgerðir sem beint er gegn tilteknum aðilum, rekstrareiningum og stofnunum í ljósi ástandsins í Íran, fylgiskjal 2.8. |
|
3.30 |
Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2016/609 frá 18. apríl 2016 um breytingu á ákvörðun 2010/413/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Íran, fylgiskjal 3.30. |
|
3.31 |
Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2017/83 frá 16. janúar 2017 um breytingu á ákvörðun 2010/413/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Íran, fylgiskjal 3.31. |
|
3.32 |
Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2017/974 frá 8. júní 2017 um breytingu á ákvörðun 2010/413/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Íran, fylgiskjal 3.32. |
|
3.33 |
Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2017/1127 frá 23. júní 2017 um framkvæmd ákvörðunar 2010/413/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Íran, fylgiskjal 3.33. |
|
4.28 |
Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2016/603 frá 18. apríl 2016 um framkvæmd reglugerðar (ESB) nr. 267/2012 um þvingunaraðgerðir gegn Íran, fylgiskjal 4.28. |
|
4.29 |
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1375 frá 29. júlí 2016 um breytingu á reglugerð ráðsins (ESB) nr. 267/2012 um þvingunaraðgerðir gegn Íran, fylgiskjal 4.29. |
|
4.30 |
Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2017/77 frá 16. janúar 2017 um framkvæmd reglugerðar (ESB) nr. 267/2012 um þvingunaraðgerðir gegn Íran, fylgiskjal 4.30. |
|
4.31 |
Reglugerð ráðsins (ESB) 2017/964 frá 8. júní 2017 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 267/2012 þvingunaraðgerðir gegn Íran, fylgiskjal 4.31. |
|
4.32 |
Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2017/1124 frá 23. júní 2017 um framkvæmd reglugerðar (ESB) nr. 267/2012 um þvingunaraðgerðir gegn Íran, fylgiskjal 4.32. |
Eftirfarandi töluliðir í sömu málsgrein skulu falla niður: 3.26, 4.6, 4.14, 4.17, 4.21-4.22 og 4.26.
Í stað 2. og 3. mgr. 2. gr. kemur:
Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, sem vísað er til í framangreindum gerðum, eru birtir á frummáli og/eða til þeirra er vísað á vefjum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða Stjórnartíðinda Evrópusambandsins, eftir því sem við á. Síðari breytingar og uppfærslur listanna öðlast gildi við birtingu á þeim vefjum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Sameiginlegur hergagnalisti Evrópusambandsins, sem vísað er til í framangreindum gerðum, er birtur með tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/43/EB frá 6. maí 2009 um að einfalda skilmála og skilyrði vegna tilflutnings varnartengdra vara innan Bandalagsins (EES-viðbætir nr. 56, 10. október 2013, bls. 801-836), ásamt síðari breytingum, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 111/2013, 14. júní 2013, og nefnist þar „Skrá yfir varnartengdar vörur“. Tilskipunin er innleidd með reglugerð um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu nr. 361/2016, ásamt síðari breytingum.
Framangreindar gerðir binda einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir án frekari lögfestingar, eftir því sem við getur átt, þ.m.t. ákvæði um viðskiptabann, landgöngubann og frystingu fjármuna.
2. gr.
Gildistaka o.fl.
Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi.
Utanríkisráðuneytinu, 11. september 2017.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Sturla Sigurjónsson.
Fylgiskjöl. (sjá PDF-skjal)
|