1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. reglnanna:
- 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Í viðskiptafræðideild starfar meistaranámsnefnd sem hefur yfirumsjón með MS- og MA-námi innan deildarinnar.
- Orðin „og M.Acc-námi“ í 1. málsl. 2. mgr. falla brott.
- Orðin „og alþjóðaviðskiptum“ í 1. málsl. 3. mgr. falla brott.
- 2. málsl. 3. mgr. orðast svo: Heimilt er að krefjast þess að einstakir nemendur sæki undirbúningsnám til að fá inngöngu í MS-nám.
- Orðin „M.Acc-námi og“ í 2. málsl. 5. mgr. falla brott.
- Í stað orðanna „skrifa 18 eða 30 eininga ritgerð“ í lok 3. málsl. 5. mgr. kemur: skrifa 30 eininga ritgerð.
2. gr.
Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, að fenginni tillögu félagsvísindasviðs, eru settar samkvæmt heimild í lögum nr. 85/2008 um opinbera háskóla, sbr. 69. gr. reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands. Reglurnar öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 14. janúar 2022.
Jón Atli Benediktsson.
|