Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 383/2024

Nr. 383/2024 22. mars 2024

REGLUGERÐ
um breytingu á byggingarreglugerð, nr. 112/2012.

1. gr.

53. töluliður 1.2.1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Lífsferilsgreining: Aðferð við að meta umhverfisáhrif mannvirkis yfir allan vistferil þess, frá vinnslu hráefna til reksturs og að endingu til endanlegrar förgunar. Kolefnislosun mannvirkis er reiknuð á grundvelli lífsferilsgreiningar og mæld sem kg CO2-íg/m²/ári.

 

2. gr.

Við 3. mgr. 2.4.1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður:

  1. Staðfestingu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á að lífsferilsgreining hafi verið gerð fyrir mannvirkið, ef framkvæmdin fellur undir umfangsflokka 2 eða 3 skv. b- og c-lið 1. mgr. 1.3.2. gr.

 

3. gr.

Við 3.9.2. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður:

  1. Staðfestingu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á að lífsferilsgreining fyrir mannvirkið hafi verið uppfærð, ef framkvæmdin fellur undir umfangsflokka 2 eða 3 skv. b- og c-lið 1. mgr. 1.3.2. gr.

 

4. gr.

Fyrirsögn 15.2. kafla reglugerðarinnar orðast svo: Lífsferilsgreining, efnisval og úrgangur.

 

5. gr.

15.2.1. gr. reglugerðarinnar orðast svo ásamt fyrirsögn:

15.2.1. gr.

Almennt.

Mannvirki skulu þannig hönnuð og byggð að tryggð sé fullnægjandi ending þeirra og einstakra hluta þeirra.

Til mannvirkjagerðar skal eftir því sem aðstæður leyfa velja endurunnið og endurnýtanlegt bygg­ingar­efni.

Úrgangi og umframefni vegna mannvirkjagerðar skal haldið í lágmarki.

Gera skal lífsferilsgreiningar vegna nýrra byggingarleyfisskyldra mannvirkja sem falla undir umfangs­flokka 2 og 3 skv. b- og c-lið 1. mgr. 1.3.2. gr. og skila með rafrænum hætti til Húsnæðis- og mann­virkja­stofnunar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar til að sam­ræma aðferðafræði við gerð lífsferilsgreininga samkvæmt þessu ákvæði, sbr. einnig 15.2.5. gr. Í leiðbein­­ingunum skal skilgreina m.a. áhrifaflokka og kerfismörk lífsferilsgreininga, þ.m.t. fasa, bygg­ingar­­hluta og líftíma greininga.

 

6. gr.

Við 15.2. kafla reglugerðarinnar bætist ný grein, 15.2.5. gr., sem orðast svo ásamt fyrirsögn:

15.2.5. gr.

Forsendur lífsferilsgreininga.

Niðurstaða lífsferilsgreiningar skal vísa í rekjanleg gögn þar sem fram kemur hvaðan þau eru fengin. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun getur óskað skýringa eiganda ef þetta skilyrði er ekki upp­fyllt og hafnað móttöku lífsferilsgreiningar ef skýringar eru ófullnægjandi.

Umhverfisyfirlýsingar á byggingarvörum og byggingarefnum sem notaðar eru skulu vera við­eigandi og í gildi.

 

7. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli 60. gr. laga um mannvirki, nr. 160/2010 öðlast gildi 1. september 2025. Fyrir gildistöku hennar skal metið hvort þörf er á breytingum á ákvæðum hennar í ljósi fenginnar reynslu á aðlögunartíma.

 

Innviðaráðuneytinu, 22. mars 2024.

 

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Hermann Sæmundsson.


B deild - Útgáfud.: 26. mars 2024