Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 700/2024

Nr. 700/2024 7. júní 2024

REGLUGERÐ
um lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar.

1. gr.

Gildissvið og skilgreiningar.

Reglugerð þessi gildir um lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar fyrirtækja og eininga samkvæmt IV. kafla laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020.

Í þessari reglugerð hafa orð og hugtök sömu merkingu og í lögum um skilameðferð lána­stofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020.

Tilvísanir í þessari reglugerð til „reglugerðar (ESB) nr. 575/2013“ eru tilvísanir í reglugerð Evrópu­þingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 frá 26. júní 2013 um varfærniskröfur að því er varðar lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki, sem lögfest er hér á landi með áorðnum breytingum á grundvelli 1. gr. c laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

 

2. gr.

Lágmarkskrafa um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar.

Fyrirtæki og einingar skulu ávallt uppfylla þær kröfur sem leiðir af lágmarkskröfu um eiginfjár­grunn og hæfar skuldbindingar sem skilavaldið ákveður við gerð skilaáætlana. Ákvörðun skila­valdsins skal byggjast á lögum um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, þessari reglu­gerð og öðrum stjórnvaldsfyrirmælum.

Lágmarkskröfuna skv. 1. mgr. skal í samræmi við 10.-12. gr., eftir því sem við á, reikna sem hundraðs­hluta af:

  1. áhættugrunni viðkomandi aðila, sem skal reikna út í samræmi við 3. mgr. 92. gr. reglu­gerðar (ESB) nr. 575/2013, og
  2. heildarmælistærð áhættuskuldbindingar viðkomandi aðila, sem skal reikna út í samræmi við 429. gr. og 429. gr. a í reglugerð (ESB) nr. 575/2013.

 

3. gr.

Hæfar skuldbindingar skilaaðila.

Skuldbindingar skulu aðeins teljast til fjárhæðar eiginfjárgrunns og hæfra skuldbindinga skila­aðila ef þær uppfylla skilyrði eftirfarandi ákvæða reglugerðar (ESB) nr. 575/2013:

  1. 72. gr. a,
  2. 72. gr. b, að undanskildum d-lið 2. mgr., og
  3. 72. gr. c.

Skuldbindingar sem stafa af skuldagerningum með innbyggðum afleiðum, svo sem samsettum skuldaviðurkenningum, sem uppfylla skilyrðin í 1. mgr., að undanskildum l-lið 2. mgr. 72. gr. a í reglugerð (ESB) nr. 575/2013, skulu aðeins teknar með í fjárhæð eiginfjárgrunns og hæfra skuld­bindinga ef annað hvort eftirfarandi skilyrða er uppfyllt:

  1. höfuðstóll skuldbindingarinnar sem stafar af skuldagerningnum er þekktur á útgáfudegi, er fastur eða fer hækkandi og verður ekki fyrir áhrifum af innbyggðum afleiðuþætti. Enn fremur að heildarfjárhæð skuldbindingarinnar sem stafar af skuldagerningnum, að meðtal­inni inn­byggðu afleiðunni, geti verið metinn daglega með tilvísun í virkan kaup- og sölu­markað fyrir sambærilegan gerning án útlánaáhættu, í samræmi við 104. og 105. gr. reglu­gerðar (ESB) nr. 575/2013, eða
  2. skuldagerningurinn felur í sér samningsskilmála þar sem tilgreint er að virði kröfunnar, við skila- eða slitameðferð útgefandans, sé fast eða fari hækkandi og fari ekki yfir upphaflega, inngreidda fjárhæð skuldbindingarinnar.

Skuldagerningar skv. 2. mgr., að meðtöldum innbyggðum afleiðum þeirra, skulu ekki vera háðir rétti til skuldajafnaðar og mat á slíkum gerningum ekki falla undir 2. mgr. 59. gr. laga um skila­meðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020.

Skuldbindingar skv. 2. mgr. skulu aðeins teknar með í fjárhæð eiginfjárgrunns og hæfra skuld­bind­inga að því er varðar þann hluta skuldbindingarinnar sem svarar til höfuðstóls sem um getur í a-lið 2. mgr. eða til hinnar föstu eða hækkandi fjárhæðar sem um getur í b-lið 2. mgr.

Ef reglugerð þessi vísar í kröfurnar í 92. gr. a eða 92. gr. b í reglugerð (ESB) nr. 575/2013, að því er varðar þær greinar, skulu hæfar skuldbindingar samanstanda af hæfum skuldbindingum eins og þær eru skilgreindar í 72. gr. k í reglugerð (ESB) nr. 575/2013 og ákvarðaðar í samræmi við 5. kafla a í I. bálki annars hluta reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.

 

4. gr.

Skuldbindingar innan skilasamstæðu.

Ef dótturfélag með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins gefur út skuldbindingar til núver­andi hluthafa sem er ekki hluti af sömu skilasamstæðu, og fyrrgreint dótturfélag er hluti af sömu skilasamstæðu og skilaaðilinn, skulu þær skuldbindingar taldar með í fjárhæð eiginfjárgrunns og hæfra skuldbindinga skilaaðilans, ef öll eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:

  1. þær eru gefnar út í samræmi við a-lið 5. mgr. 15. gr.,
  2. beiting heimildar til niðurfærslu eða umbreytingar í tengslum við þær skuldbindingar í sam­ræmi við 27. eða 29. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, hafi ekki áhrif á yfirráð skilaaðilans yfir dótturfélaginu, og
  3. þessar skuldbindingar fari ekki yfir fjárhæð sem er ákvörðuð með því að draga i-lið frá ii-lið:
    1. Summa útgefinna skuldbindinga, sem eru gefnar út til og keyptar af skilaaðilanum annað­hvort beint eða óbeint fyrir milligöngu annarra aðila í sömu skilasamstæðu þeirrar fjárhæðar eiginfjárgrunns sem er gefin út í samræmi við b-lið 5. mgr. 15. gr.
    2. Fjárhæðin sem krafist er í samræmi við 1.–4. mgr. 15. gr.

 

5. gr.

Óáhættuvegin krafa um undirskipan vegna heildarskuldbindinga.

Með fyrirvara um lágmarkskröfu í samræmi við 11. gr., skal skilavaldið tryggja að hluti af kröfunni sem um getur í 14. gr., sem svarar til 8% af heildarskuldbindingunum, að meðtöldum eiginfjár­grunni, sé uppfyllt af hálfu skilaaðila sem eru kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki á alþjóða­­vísu eða skilaaðila skv. 11. gr. með því að nota eiginfjárgrunn, víkjandi hæfa gerninga eða skuld­­bind­ingar eins og um getur í 4. gr. Skilavaldið getur heimilað að minna en 8% heildar­skuldbind­inga, að meðtöldum eiginfjárgrunni, en þó meira en fjárhæðin sem leiðir af beitingu formúl­unnar (1 - (X1/X2)) × 8% af heildarskuldbindingum, að meðtöldum eiginfjárgrunni, sé uppfyllt af hálfu skila­aðila sem eru kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki á alþjóðavísu eða skilaaðila sem skv. 11. gr. með því að nota eiginfjárgrunn, víkjandi hæfa gerninga eða skuldbindingar eins og um getur í 4. gr., að því tilskildu að öll skilyrðin sem eru sett fram í 3. mgr. 72. gr. b í reglugerð (ESB) nr. 575/2013 séu uppfyllt, þar sem, í ljósi lækkunarinnar sem er möguleg skv. 3. mgr. 72. gr. b í þeirri reglugerð:

X1 = 3,5% af áhættugrunni, reiknuðum út í samræmi við 3. mgr. 92. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, og
X2 = summa 18% af áhættugrunni, reiknuðum út í samræmi við 3. mgr. 92. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, og fjárhæðar samanlagðrar kröfu um eiginfjárauka.

Ef beiting fyrstu málsgreinar, að því er varðar skilaaðila sem falla ekki undir 92. gr. a í reglugerð (ESB) nr. 575/2013 og sem eru hluti af skilasamstæðu með heildareignir yfir 100 milljarða evra, leiðir til kröfu sem er hærri en 27% af heildarfjárhæð áhættugrunns skal skilavaldið, að því er varðar hlutaðeigandi skilaaðila, takmarka þann hluta kröfunnar sem um getur í 14. gr., sem á að uppfylla með því að nota eiginfjárgrunn, víkjandi hæfa gerninga eða skuldbindingar sem um getur í 4. gr., við fjárhæð sem nemur 27% af heildarfjárhæð áhættugrunns, ef skilavaldið hefur metið að:

  1. aðgangur að fjármögnunarfyrirkomulagi vegna skilameðferðar teljist ekki vera valkostur við skilameðferð þess skilaaðila í skilaáætluninni og
  2. ef a-liður á ekki við, geri krafan sem um getur í 14. gr. skilaaðilanum kleift að uppfylla kröfurnar sem um getur í 3. mgr. 57. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfa­fyrirtækja, nr. 70/2020, eftir atvikum.

Við gerð matsins skal skilavaldið einnig taka tillit til hættu á óhóflegum áhrifum á viðskipta­líkan hlutaðeigandi skilaaðila. Þessi málsgrein gildir ekki að því er varðar skilaaðila sem falla undir 3. mgr. 11. gr. reglugerðar þessarar.

Skilavaldinu er heimilt að gera þá kröfu að skilyrði skv. 14. gr. skuli uppfyllt af hálfu skilaaðila sem eru kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki á alþjóðavísu eða skilaaðila sem falla undir 1. mgr. eða 3. mgr. 11. gr. með því að nota eiginfjárgrunn, víkjandi hæfa gerninga eða skuldbindingar eins og um getur í 4. gr., að því marki sem summa þessa eiginfjárgrunns, gerninga og skuldbindinga, vegna skyldu skilaaðilans til að hlíta samanlagðri kröfu um eiginfjárauka og kröfunum sem um getur í 92. gr. a í reglugerð (ESB) nr. 575/2013, 1. mgr. 11. gr. og 2. gr., sé ekki hærri en það sem er hæst af:

  1. 8% af heildarskuldbindingum aðilans, að meðtöldum eiginfjárgrunni, eða
  2. fjárhæðinni sem kemur út úr beitingu formúlunnar A x 2 + B x 2 + C, ef A, B og C eru eftirfarandi fjárhæðir:
    A = fjárhæðin sem stafar af kröfunni sem um getur í c-lið 1. mgr. 92. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013,
    B = fjárhæðin sem stafar af kröfunni sem um getur í 1. tölul. 3. mgr. 104. gr. a laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002,
    C = fjárhæðin sem stafar af samanlagðri kröfu um eiginfjárauka.

Skilavaldið má beita heimildinni sem um getur í 4. mgr. þessarar greinar, að því er varðar skilaaðila sem eru kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki á alþjóðavísu eða sem falla undir 1. mgr. eða 3. mgr. 11. gr. og sem uppfylla eitt skilyrðanna sem eru sett fram í 6. mgr., að hámarki á 30% af heildarfjölda allra skilaaðila sem eru kerfislega mikilvæg fjármála­fyrirtæki á alþjóðavísu eða sem falla undir 1. mgr. eða 3. mgr. 11. gr. og skilavaldið ákvarðar kröfuna sem um getur í 8. gr. reglugerðar þessarar fyrir.

Skilavaldið skal taka skilyrðin sem um getur í 5. mgr. til athugunar sem hér segir:

  1. verulegir annmarkar á skilabærni hafa greinst í fyrra mati á skilabærni og annaðhvort:
    1. ekki hefur verið gripið til neinna aðgerða til úrbóta eftir að ráðstafanirnar, sem um getur í 3. mgr. 15. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, innan þess tíma sem skilavaldið gerir kröfu um, voru gerðar, eða
    2. ekki er unnt að taka á tilgreindum, verulegum annmörkum með því að gera þær ráð­stafanir sem um getur í 3. mgr. 15. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfa­fyrirtækja, nr. 70/2020, og beiting heimildarinnar sem um getur í 3. mgr. myndi að hluta eða að öllu leyti vega upp á móti neikvæðum áhrifum verulegra hindrana á skilabærni,
  2. skilavaldið telur þá skilastefnu sem skilaaðilinn kýs ekki raunhæfa og trúverðuga, að teknu tilliti til stærðar aðilans, tengsla hans, eðlis, umfangs, áhættu og flækjustigs starfsemi hans, félagsforms og hluthafafyrirkomulags hans, eða
  3. krafan sem um getur í 1. tölul. 3. mgr. 104. gr. a laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, endurspeglar þá staðreynd að skilaaðili sem er kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki á alþjóða­vísu eða sem fellur undir 1. mgr. eða 3. mgr. 11. gr. er, að því er áhættu varðar, í hópi efstu 20% fjármálafyrirtækja sem skilavaldið ákvarðar kröfuna sem um getur í 1. mgr. 2. gr. reglugerðar þessarar fyrir.

Að því er varðar hlutfallið sem um getur í 5. og 6. mgr. skal skilavaldið námunda töluna sem kemur út úr útreikningnum upp að næstu heilu tölu.

 

6. gr.

Heimild til að ákvarða kröfu um undirskipan fyrir smærri fjármálafyrirtæki.

Að því er varðar skilaaðila sem eru hvorki kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki á alþjóðavísu né skilaaðilar skv. 11. gr., getur skilavaldið ákveðið að hluta kröfunnar sem um getur í 14. gr., allt að 8% af heildarskuldbindingum aðilans, að meðtöldum eiginfjárgrunni, eða útkomu formúlunnar sem um getur í 2. mgr., eftir því hvort er hærra, sé mætt með eiginfjárgrunni, víkjandi hæfum gern­ingum eða skuldbindingum eins og um getur í 4. gr., að því tilskildu að eftirfarandi skilyrði séu uppfyllt:

  1. skuldbindingar sem eru ekki víkjandi og um getur í 3. gr. hafi sömu stöðu í forgangsröð krafna vegna skila- og slitameðferðar og þær skuldbindingar sem eru undanskildar beitingu eftir­gjafar í samræmi við 1. mgr. 56. gr. eða 2. mgr. 56. gr., sbr. einnig 1. mgr. 57. gr. laga um skila­meðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020,
  2. hætta sé á, vegna áformaðrar beitingar eftirgjafar gagnvart skuldbindingum sem eru ekki víkjandi og sem eru ekki undanskildar beitingu eftirgjafar í samræmi við 1. mgr. 56. gr. eða 2. mgr. 56. gr., sbr. einnig 1. mgr. 57. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfa­fyrirtækja, nr. 70/2020, að lánardrottnar með kröfur sem stafa af þessum skuldbindingum myndu verða fyrir meira tapi en við slitameðferð,
  3. fjárhæð eiginfjárgrunns og annarra víkjandi skuldbindinga fari ekki yfir þá fjárhæð sem er nauðsynleg til að tryggja að lánardrottnar sem um getur í b-lið verði ekki fyrir tapi sem er meira en það tap sem þeir myndu annars verða fyrir við slitameðferð.

Fjárhæðin sem miða skal við vegna 1. mgr. er fengin með formúlunni: A x 2 + B x 2 + C, þar sem í A, B og C felast eftirfarandi fjárhæðir:

A = Krafan sem um getur í c-lið 1. mgr. 92. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013,
B = Krafan sem um getur í 1. tölul. 3. mgr. 107. gr. a laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002,
C = Samanlögð krafa um eiginfjárauka.

Þegar skilavaldið ákvarðar að innan flokks skuldbindinga sem felur í sér hæfar skuldbindingar sé fjárhæð skuldbindinganna sem eru undanskildar eða ástæða er til að ætla að verði undanskildar frá beitingu eftirgjafar, í samræmi við 1. mgr. 56. gr. eða 2. mgr. 56. gr., sbr. einnig 1. mgr. 57. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, meiri en 10% af þeim flokki, skal skilavaldið meta áhættuna sem um getur í b-lið 1. mgr.

 

7. gr.

Meðferð afleiðuskuldbindinga og eiginfjárgrunns
vegna óáhættuveginna fjármagnskrafna.

Að því er varðar 5. og 6. gr. skulu afleiðuskuldbindingar reiknast sem hluti heildarskuldbind­inga að því tilskildu að fullt tillit hafi verið tekið til greiðslujöfnunarréttar mótaðilans.

Eiginfjárgrunn skilaaðila sem er notaður til að uppfylla samanlagða kröfu um eiginfjárauka er heimilt að nota til að uppfylla kröfur skv. 5. og 6. gr.

 

8. gr.

Viðmið vegna ákvarðana um undirskipan.

Þegar skilavaldið tekur ákvörðun skv. 6. gr. skal það taka tillit til:

  1. dýptar markaðarins fyrir eiginfjárgrunnsgerninga og víkjandi hæfa gerninga skilaaðilans, verðlagningar slíkra gerninga, ef þeir eru fyrir hendi, og þess tíma sem þarf til að fram­kvæma nauðsynleg viðskipti til að hlíta ákvörðuninni,
  2. fjárhæðar gerninga hæfra skuldbindinga sem uppfylla öll skilyrði sem um getur í 72. gr. a í reglugerð (ESB) nr. 575/2013 með eftirstöðvatíma sem er skemmri en eitt ár frá dagsetningu ákvörðunarinnar, með það í huga að aðlaga kröfurnar sem um getur 1. mgr. og 3. mgr. 5. gr.,
  3. þess hvort fyrirtæki eða einingar hafi til staðar gerninga sem uppfylla öll skilyrði sem um getur í 72. gr. a í reglugerð (ESB) nr. 575/2013, önnur en í d-lið í 2. mgr. 72. gr. b í þeirri reglugerð, og fjárhæð þeirra,
  4. þess hvort fjárhæð skuldbindinga sem eru undanskildar beitingu eftirgjafar í samræmi við 1. mgr. 56. gr. eða 2. mgr. 56. gr., sbr. einnig 1. mgr. 57. gr., laga um skilameðferð lána­stofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, og sem, við slitameðferð, eru á sama stað eða aftar en fremstu hæfu skuldbindingarnar í forgangsröðinni, sé veruleg í samanburði við eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar skilaaðilans. Fari fjárhæð undanskilinna skuld­bindinga ekki yfir 5% af fjárhæð eiginfjárgrunns og hæfra skuldbindinga skilaaðilans skal líta svo á að undanskilda fjárhæðin sé ekki veruleg. Ef farið er yfir þau viðmiðunarmörk skal skilavaldið meta mikil­vægi undanskilinna skuldbindinga,
  5. viðskiptalíkans skilaaðilans, fjármögnunarlíkans hans og áhættusniðs, ásamt stöðugleika hans og getu til að styðja við efnahagslífið, og
  6. áhrifanna af hugsanlegum kostnaði við endurskipulagningu á endurfjármögnun skilaaðilans.

 

9. gr.

Ákvörðun lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar.

Skilavaldið skal ákvarða kröfuna skv. 1. mgr. 2. gr. á grundvelli eftirfarandi atriða:

  1. þörfinni á að tryggja að ljúka megi skilum á skilasamstæðu með beitingu skilaúrræða gagn­vart skilaaðilanum, þ.m.t. og eftir því sem við á eftirgjafarúrræðisins, með þeim hætti að sam­ræmist markmiðum laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020,
  2. þörfinni á að tryggja, eftir því sem við á, að skilaaðilinn og dótturfélög hans, sem eru fyrirtæki eða einingar en eru ekki skilaaðilar, hafi nægan eiginfjárgrunn og hæfar skuld­bindingar til að tryggt sé að þau geti borið tapið af því að eftirgjafarúrræðinu eða niður­færslu- og umbreyt­ingar­heimildum, eftir því sem við á, yrði beitt gagnvart þeim og að mögulegt sé að koma heildareiginfjárhlutfalli og, eftir atvikum, vogunarhlutfalli viðkomandi aðila aftur á það stig sem nauðsynlegt er til að þeir geti áfram uppfyllt skilyrðin fyrir starfsleyfi og annast áfram starfsleyfisskylda starfsemi,
  3. þörfinni á að tryggja að, ef gert er ráð fyrir þeim möguleika í skilaáætlun að tilteknir flokkar hæfra skuldbindinga verði undanskildir eftirgjöf, skv. 2. mgr. 56. gr. og 1. mgr. 57. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, eða verði fluttir að fullu til annars aðila þar sem framsal eigna, eignarhluta eða skuldbindinga á sér stað að hluta til, sé skilaaðilinn með nægilegan eiginfjárgrunn og aðrar hæfar skuldbindingar til að bera tap og til að koma heildareiginfjárhlutfalli sínu og, eftir atvikum, vogunarhlutfalli sínu, aftur á það stig sem nauðsynlegt er til að hann geti áfram uppfyllt skilyrðin fyrir starfsleyfi og annast áfram starfsleyfisskylda starfsemi,
  4. stærð, viðskiptalíkani, fjármögnunarlíkani og áhættusniði aðilans,
  5. því að hvaða marki fall aðilans myndi hafa skaðleg áhrif á fjármálastöðugleika, þ.m.t. vegna smitáhrifa til annarra stofnana eða aðila sem stafa af samtengingu aðilans við aðrar stofnanir eða aðila eða við aðra hluta fjármálakerfisins.

Ef skilaáætlun kveður á um að grípa verði til skilaaðgerðar eða að beita skuli heimild til að færa niður og umbreyta fjármagnsgerningum og hæfum skuldbindingum, í samræmi við 27. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, í samræmi við þá sviðsmynd sem um getur í 2. tölul. 1. mgr. 9. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, skal krafan sem um getur í 1. mgr. 2. gr. vera jafnhá fjárhæð sem nægir til að tryggja að:

  1. aðilinn geti mætt að fullu áætluðu tapi,
  2. skilaaðilinn og dótturfélög hans, sem eru fyrirtæki eða einingar en eru ekki skilaaðilar, séu endurfjármagnaðir að því marki sem nauðsynlegt er til að gera þeim kleift að uppfylla áfram skilyrðin fyrir starfsleyfi og að halda áfram starfsleyfisskyldri starfsemi, í viðeigandi tíma sem er ekki lengri en eitt ár.

Ef skilaáætlunin kveður á um að aðili fari í slitameðferð skal skilavaldið meta hvort réttlætan­legt sé að takmarka kröfuna sem um getur í 1. mgr. 2. gr. fyrir aðilann þannig að hún fari ekki yfir fjárhæð sem nægir til að bera tap í samræmi við a-lið 2. mgr.

Skilavaldið skal í mati sínu einkum meta takmörkunina sem um getur í 3. mgr. að því er varðar hugsanleg áhrif á fjármálastöðugleika og hættuna á smitáhrifum í fjármálakerfinu.

Ef ákvörðunin varðar skilasamstæður skv. b-lið 34. tl. 1. mgr. 3. gr. laga um skilameðferð lána­stofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, skal skilavaldið ákveða, með hliðsjón af eiginleikum kerfisins um samstöðu og ákjósanlegu skilastefnunnar, hvaða aðilum í skilasamstæðunni verði gert að hlíta kröfunum til að tryggja að skilasamstæðan í heild sinni fari að 1. og 2. mgr. og hvernig slíkir aðilar eigi að gera það í samræmi við skilastefnuna.

 

10. gr.

Útreikningur á fjárhæð vegna lágmarkskröfu
um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar skilaaðila.

Að því er varðar skilaaðila skal fjárhæðin sem um getur í 2. mgr. 9. gr. vera eftirfarandi:

  1. að því er varðar útreikning á kröfunni sem um getur í 1. mgr. 2. gr., í samræmi við a-lið 2. mgr. 2. gr., summa:
    1. fjárhæðar tapþols við skilameðferð sem samsvarar kröfunum sem um getur í c-lið 1. mgr. 92. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 og 4. mgr. 107. gr. a laga um fjármála­fyrirtæki, nr. 161/2002, fyrir skilaaðila á samstæðustigi skilasamstæðu, og
    2. fjárhæðar endurfjármögnunar sem gerir skilasamstæðu, vegna skilameðferðarinnar, kleift að uppfylla aftur kröfuna um heildareiginfjárhlutfall sem um getur í c-lið 1. mgr. 92. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 og kröfu hennar sem um getur í 4. mgr. 107. gr. a laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, á samstæðustigi skilasamstæðu eftir að æskilegustu skila­stefnu hefur verið hrundið í framkvæmd, og
  2. að því er varðar útreikning á kröfunni sem um getur í 1. mgr. 2. gr., í samræmi við b-lið 2. mgr. 2. gr., summu:
    1. fjárhæðar tapþols við skilameðferð sem samsvarar kröfunni um vogunarhlutfall skila­aðilans sem um getur í d-lið 1. mgr. 92. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 á samstæðu­stigi skilasamstæðu og
    2. fjárhæðar endurfjármögnunar sem gerir skilasamstæðu, vegna skilameðferðarinnar, kleift að uppfylla aftur kröfuna um vogunarhlutfall sem um getur í d-lið 1. mgr. 92. gr. reglu­gerðar (ESB) nr. 575/2013 á samstæðustigi skilasamstæðu eftir að æski­legustu skilastefnu hefur verið hrint í framkvæmd.

Krafan sem um getur í 1. mgr. 2. gr. skal, að því er varðar a-lið 2. mgr. 2. gr., gefin upp sem hundraðshluti sem sú fjárhæð sem er reiknuð út í samræmi við a-lið 1. mgr., deilt með áhættu­grunni.

Krafan sem um getur í 1. mgr. 2. gr. skal, að því er varðar b-lið 2. mgr. 2. gr., gefin upp sem hundraðshluti sem sú fjárhæð sem er reiknuð út í samræmi við b-lið 1. mgr., deilt með heildar­mælistærð áhættuskuldbindingar.

Skilavaldið skal, þegar það ákvarðar einstakar kröfur í b-lið 1. mgr., taka tillit til krafnanna sem um getur í 3. mgr. 57. gr. og 1. mgr. 79. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfa­fyrirtækja, nr. 70/2020.

Skilavaldið skal, þegar það ákvarðar fjárhæðir endurfjármögnunar sem um getur í 1.–4. mgr.:

  1. nota nýjasta gildi áhættugrunns eða heildarmælistærðar áhættuskuldbindingar, leiðrétt vegna breytinga sem stafa af skilaaðgerðum sem eru settar fram í skilaáætluninni, og
  2. aðlaga fjárhæðina sem samsvarar núgildandi kröfu sem um getur í 4. mgr. 107. gr. a laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, til lækkunar eða hækkunar til að ákvarða kröfuna sem á að gilda gagnvart skilaaðilanum eftir að æskilegustu skilastefnu hefur verið hrundið í fram­kvæmd.

Skilavaldinu skal vera kleift að hækka kröfuna í ii-lið a-liðar 1. mgr. með viðeigandi fjárhæð sem er nauðsynleg til að tryggja að aðilinn geti, að skilameðferð lokinni, viðhaldið fullnægjandi tiltrú mark­aðarins í tilskilinn tíma, sem skal ekki vara lengur en eitt ár.

Ef 6. mgr. á við, skal fjárhæðin sem um getur í því ákvæði vera jafnhá samanlagðri kröfu um eiginfjárauka sem á að gilda eftir að skilaúrræðunum hefur verið beitt, að frádreginni fjárhæð sveiflu­jöfnunarauka hverju sinni, sbr. C-hluta X. kafla laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

Fjárhæðin sem um getur í 6. mgr. skal aðlöguð til lækkunar ef skilavaldið ákvarðar að það væri hagkvæmt og raunhæft að lægri fjárhæð væri nægileg til að viðhalda tiltrú markaðarins og til að tryggja bæði áframhald í nauðsynlegri starfsemi fyrirtækisins eða einingarinnar og aðgang þeirra að fjármagni án þess að fá sérstakan opinberan fjárstuðning annan en framlög úr skilasjóði, í sam­ræmi við 3. mgr. 57. gr. og 87. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, eftir að skila­stefnunni hefur verið hrundið í framkvæmd. Sú fjárhæð skal leiðrétt til hækk­unar ef skilavaldið ákvarðar að hærri fjárhæð sé nauðsynleg til að viðhalda fullnægjandi tiltrú mark­aðar­ins og til að tryggja bæði áframhald í nauðsynlegri starfsemi fyrirtækisins eða einingar­innar og aðgang þeirra að fjármagni án þess að fá sérstakan opinberan fjárstuðning annan en framlög úr skilasjóði, í samræmi við 3. mgr. 57. gr. og 87. gr. laga um skilameðferð lánastofn­ana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, í viðeigandi tíma sem skal ekki vara lengur en eitt ár.

 

11. gr.

Lágmarkskrafa um undirskipan.

Að því er varðar skilaaðila sem falla ekki undir 92. gr. a í reglugerð (ESB) nr. 575/2013 og sem eru hluti af skilasamstæðu með heildareignir yfir 100 milljarða evra, skal umfang kröfunnar sem um getur í 10. gr. a.m.k. vera jafnt og:

  1. 13,5% þegar hún er reiknuð út í samræmi við a-lið 2. mgr. 2. gr., og
  2. 5% þegar hún er reiknuð út í samræmi við b-lið 2. mgr. 2. gr.

Þrátt fyrir 3.–8. gr. skulu skilaaðilar, sem um getur í 1. mgr., uppfylla kröfuna sem um getur í 1. mgr. sem er jöfn 13,5% þegar hún er reiknuð út í samræmi við a-lið 2. mgr. 2. gr. og 5% þegar hún er reiknuð út í samræmi við a-lið 2. mgr. 2. gr. með því að nota eiginfjárgrunn, víkjandi hæfa gerninga eða skuldbindingar eins og um getur í 4. gr.

Skilavaldið getur ákveðið að beita kröfunum sem mælt er fyrir um í 1. mgr. þessarar greinar gagnvart skilaaðila sem fellur ekki undir 92. gr. a í reglugerð (ESB) nr. 575/2013 og sem er hluti af skilasamstæðu með heildareignir sem eru lægri en 100 milljarðar evra og sem skilavaldið hefur metið sem fremur líklega til að valda kerfisáhættu ef til greiðsluþrots hans kemur.

Þegar skilavaldið tekur ákvörðun, eins og um getur í 3. mgr., skal það taka tillit til:

  1. hlutar innlána og skorts á skuldagerningum í fjármögnunarlíkaninu,
  2. að hvaða marki aðgangur að fjármagnsmörkuðum fyrir hæfar skuldbindingar er takmark­aður,
  3. að hvaða marki skilaaðilinn reiðir sig á almennt eigið fé þáttar 1 til að uppfylla kröfuna sem um getur í 14. gr.

Það að ekki liggi fyrir ákvörðun samkvæmt 3. mgr. hefur ekki áhrif á ákvarðanir skv. 6. gr.

 

12. gr.

Útreikningur á fjárhæð vegna lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn
og hæfar skuldbindingar aðila sem ekki eru skilaaðilar.

Að því er varðar aðila sem sjálfir eru ekki skilaaðilar skal fjárhæðin sem um getur í 2. mgr. 9. gr. vera eftirfarandi:

  1. að því er varðar útreikning á kröfunni sem um getur í 1. mgr. 2. gr., í samræmi við a-lið 2. mgr. 2. gr., summa:
    1. fjárhæðar tapþols sem samsvarar kröfum aðilans sem um getur í c-lið 1. mgr. 92. gr. reglu­gerðar (ESB) nr. 575/2013 og 4. mgr. 107. gr. a laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, og
    2. fjárhæðar endurfjármögnunar sem gerir aðilanum kleift að uppfylla aftur kröfuna um heildareiginfjárhlutfall sem um getur í c-lið 1. mgr. 92. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 og kröfuna sem um getur í 4. mgr. 107. gr. a laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, eftir beitingu heimildar til að færa niður eða umbreyta viðkomandi fjármagns­gerningum og hæfum skuldbindingum í samræmi við 27. gr. laga um skila­meðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, eða eftir skila­meðferð skilasamstæð­unnar, og
  2. að því er varðar útreikning á kröfunni sem um getur í 1. mgr. 2. gr., í samræmi við b-lið 2. mgr. 2. gr., summa:
    1. fjárhæðar tapþols sem samsvarar kröfunni um vogunarhlutfall aðilans sem um getur í d-lið 1. mgr. 92. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, og
    2. fjárhæðar endurfjármögnunar sem gerir aðilanum kleift að uppfylla aftur kröfuna um vogunarhlutfall sem um getur í d-lið 1. mgr. 92. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 eftir beitingu heimildar til að færa niður eða umbreyta viðkomandi fjármagns­gerningum og hæfum skuldbindingum í samræmi við 27. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, eða eftir skilameðferð skila­samstæðunnar.

Krafan sem um getur í 1. mgr. 2 gr. skal, að því er varðar a-lið 2. mgr. 2. gr., sett fram sem hundraðshluti sem sú fjárhæð sem er reiknuð út í samræmi við a-lið 1. mgr., deilt með fjárhæð heildar­áhættugrunns.

Krafan sem um getur í 1. mgr. 2. gr. skal, að því er varðar b-lið 2. mgr. 2. gr., sett fram sem hundraðs­hluti sem sú fjárhæð sem er reiknuð út í samræmi við b-lið 1. mgr., deilt með heildar­mælistærð áhættuskuldbindingar.

Skilavaldið skal, þegar það ákvarðar einstakar kröfur í b-lið 1. mgr., taka tillit til krafnanna sem um getur í 3. mgr. 57. gr. og 1. mgr. 79. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfa­fyrirtækja, nr. 70/2020.

Skilavaldið skal, þegar það ákvarðar fjárhæðir endurfjármögnunar sem um getur í 1.–4. mgr.:

  1. nota nýjasta gildi áhættugrunns eða heildarmælistærðar áhættuskuldbindingar, aðlagað vegna breytinga sem stafa af skilaaðgerðum sem eru settar fram í skilaáætluninni, og
  2. aðlaga fjárhæðina sem samsvarar gildandi kröfu sem um getur í 4. mgr. 107. gr. a laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 til lækkunar eða hækkunar til að ákvarða kröfuna sem á að gilda um viðkomandi aðila eftir beitingu heimildar til að færa niður eða umbreyta við­komandi fjármagnsgerningum og hæfum skuldbindingum í samræmi við 27. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, eða eftir skilameðferð skila­samstæðunnar.

Skilavaldinu er heimilt að hækka kröfuna í ii-lið a-liðar 1. mgr. um viðeigandi fjárhæð sem er nauðsynleg til að tryggja að aðilinn geti, eftir beitingu heimildar til að færa niður eða umbreyta viðkomandi fjármagnsgerningum og hæfum skuldbindingum í samræmi við 27. gr. laga um skila­meðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, viðhaldið fullnægjandi tiltrú mark­aðarins í viðeigandi tíma, sem skal ekki vara lengur en eitt ár.

Ef 6. mgr. gildir skal fjárhæðin sem um getur í því ákvæði vera jafnhá samanlagðri kröfu um eiginfjárauka sem á að gilda eftir beitingu heimildarinnar sem um getur í 27. gr. laga um skila­meðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, eða eftir skilameðferð skilasamstæðu, að frádreginni fjárhæð sveiflujöfnunarauka hverju sinni, sbr. C-hluta X. kafla laga um fjármála­fyrirtæki, nr. 161/2002.

Fjárhæðin sem um getur í 6. mgr. skal leiðrétt til lækkunar ef skilavaldið ákvarðar að hagkvæmt og raunhæft væri að lægri fjárhæð væri nægileg til að viðhalda tiltrú markaðarins og til að tryggja bæði áframhald í nauðsynlegri starfsemi fyrirtækisins eða einingarinnar og aðgang þeirra að fjár­magni án þess að fá sérstakan opinberan fjárstuðning annan en framlög úr skilasjóði, í samræmi við 3. mgr. 57. gr. og 87. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, eftir beitingu heimildarinnar sem um getur í 27. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfa­fyrirtækja, nr. 70/2020, eða eftir skilameðferð skilasamstæðunnar. Sú fjárhæð skal leiðrétt til hækkunar ef skilavaldið ákvarðar að hærri fjárhæð sé nauðsynleg til að viðhalda fullnægjandi tiltrú markaðarins og til að tryggja bæði áframhald í mikilvægustu starfsemi fyrir­tækisins eða einingar­innar og aðgang þeirra að fjármagni án þess að fá sérstakan opinberan fjár­stuðning annan en framlög frá skilasjóði, í samræmi við 3. mgr. 57. gr. og 87. gr. laga um skila­meðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, í viðeigandi tíma sem skal ekki vara lengur en eitt ár.

 

13. gr.

Áhrif vegna takmarkana á eftirgjöf.

Ef skilavaldið væntir þess að tilteknir flokkar hæfra skuldbindinga séu fremur líklegir til að vera að fullu, eða að hluta, undanskildir eftirgjöf skv. 2. mgr. 56. gr. og 1. mgr. 57. gr. laga um skila­meðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, eða kynnu að vera fluttir að fullu til annars lögaðila þar sem framsal eigna, eignarhluta eða skuldbindinga á sér stað að hluta til, skal kröfunni sem um getur í 1. mgr. 2. gr. mætt með notkun eiginfjárgrunns eða annarra hæfra skuld­bindinga sem nægja til að:

  1. ná yfir fjárhæð undanskilinna skuldbindinga sem hafa verið auðkenndar í samræmi við 2. mgr. 56. gr. og 1. mgr. 57. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020,
  2. tryggja að skilyrðin, sem um getur í 2.–4. mgr. 9. gr., séu uppfyllt.

 

14. gr.

Lágmarkskrafa um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar á samstæðugrunni.

Skilaaðilar skulu fara að kröfunum sem mælt er fyrir um í 3.–13. gr. á samstæðugrunni skila­samstæðu.

Við ákvörðun kröfu skv. 1. mgr. 2. gr. skal skilavaldið leggja mat á kröfur til skilaaðila innan skilasamstæðu í samræmi við 17. gr., á grundvelli krafnanna sem mælt er fyrir um í 3.–13. gr. og, ef við á, hvort dótturfélög samstæðunnar í ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins verði sam­kvæmt skilaáætlun tekin til skilameðferðar hvert fyrir sig.

 

15. gr.

Lágmarkskrafa um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar á samstæðugrunni
vegna aðila sem ekki eru skilaaðilar.

Fyrirtæki sem eru dótturfélög skilaaðila eða aðila í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins en eru sjálf ekki skilaaðilar skulu hlíta kröfunum sem mælt er fyrir um í 9.–13. gr. á einingargrunni.

Skilavaldinu er heimilt að ákveða að beita kröfunni sem mælt er fyrir um í þessari grein gagnvart einingu sem er dótturfélag skilaaðila en er sjálf ekki skilaaðili.

Þrátt fyrir 1. mgr. skulu móðurfélög á Evrópska efnahagssvæðinu, sem eru sjálf ekki skilaaðilar en eru dótturfélög skilaaðila í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins, hlíta kröfunum sem mælt er fyrir um í 9.–13. gr. á samstæðugrunni. Ef um er að ræða skilasamstæður skv. b-lið 34. tl. 1. mgr. 3. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, skulu þær lánastofnanir sem tengjast varanlega miðlægri stofnun en eru sjálfar ekki skilaaðilar, miðlægar stofnanir sem eru sjálfar ekki skilaaðilar svo og allir skilaaðilar sem falla ekki undir kröfu skv. 5. mgr. 9. gr., hlíta 12. gr. á einingargrunni.

Ákvarða skal kröfuna sem um getur í 1. mgr. 2. gr., að því er varðar aðila sem fjallað er um í þessari grein, í samræmi við 17. gr. reglugerðar þessarar og 3.–4. mgr. 89. gr. laga um skila­meðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, eftir atvikum, og á grundvelli krafnanna sem mælt er fyrir um í 9.–13. gr.

Kröfunni sem um getur í 1. mgr. 2. gr. að því er varðar aðila sem um getur í 1.–4. mgr. skal mætt með einu eða fleiru af eftirfarandi:

  1. skuldbindingum:
    1. sem gefnar eru út til og keyptar af skilaaðilanum annaðhvort beint eða óbeint fyrir milligöngu annarra aðila í sömu skilasamstæðu sem keyptu skuldbindingarnar af aðil­anum sem fellur undir þessa grein, eða sem gefnar eru út til og keyptar af fyrirliggjandi hluthafa sem er ekki hluti af sömu skilasamstæðu svo fremi sem beiting niðurfærslu- eða umbreytingarheimilda í samræmi við 27.–29. gr. laga um skila­meðferð lána­stofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, hafi ekki áhrif á yfirráð skilaaðilans yfir dóttur­félaginu,
    2. sem uppfylla hæfisviðmiðunina sem um getur í 72. gr. a í reglugerð (ESB) nr. 575/2013, að frátöldum b-, c-, k-, l- og m-lið 2. mgr. 72. gr. b og 3.–5. mgr. 72. gr. b í þeirri reglu­gerð,
    3. sem eru aftar í forgangsröðinni, í hefðbundinni ógjaldfærnimeðferð, en skuld­bind­ingar sem uppfylla ekki skilyrðin sem um getur í i-lið og sem eru ekki hæfar vegna krafna um eiginfjárgrunn,
    4. sem falla undir niðurfærslu- og umbreytingarheimildir í samræmi við 27.–29. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, í samræmi við skila­stefnu skilasamstæðunnar, og hafa ekki áhrif á yfirráð skilaaðilans yfir dóttur­félaginu,
    5. sem aðilinn, sem fellur undir þessa grein, fjármagnaði ekki eignarhaldið á beint eða óbeint,
    6. sem lúta ekki skilmálum sem gefa til kynna með beinum eða óbeinum hætti að aðilinn, sem fellur undir þessa grein, muni kaupa, innleysa, endurgreiða eða endur­kaupa fyrir gjalddaga, eftir atvikum, í öðrum tilvikum en við ógjaldfærni þess aðila og sá aðili tilgreinir það ekki á annan hátt,
    7. sem lúta ekki skilmálum sem veita eigandanum rétt til að flýta áformaðri greiðslu vaxta eða höfuðstóls í framtíðinni nema í tilvikum þar sem um er að ræða ógjald­færni aðilans sem fellur undir þessa grein,
    8. þar sem umfangi vaxta- eða arðgreiðslna, eftir atvikum, sem eru á gjalddaga er ekki breytt á grundvelli lánshæfis aðilans sem fellur undir þessa grein eða móðurfélags hans,
  2. eiginfjárgrunni, sem hér segir:
    1. almennu eigin fé þáttar 1, og
    2. öðrum eiginfjárgrunni sem:
      er gefinn út til og keyptur af aðilum sem eru í sömu skilasamstæðu eða
      er gefinn út til og keyptur af aðilum sem eru ekki í sömu skilasamstæðu svo fremi sem beiting niðurfærslu- eða umbreytingarheimilda í samræmi við 27.-29. gr. laga um skila­meðferð lána­stofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, hafi ekki áhrif á yfirráð skila­aðilans yfir dóttur­félaginu.

Að því er varðar dótturfélög samkvæmt þessu ákvæði getur skilavaldið, ef skilyrðin sem mælt er fyrir um í a- og b-lið 1. mgr. 16. gr. eru uppfyllt, heimilað að kröfunni sem um getur í 1. mgr. 2. gr. sé mætt að fullu eða að hluta með tryggingu af hálfu skilaaðilans, sem uppfyllir eftirfarandi skilyrði:

  1. tryggingin er veitt fyrir fjárhæð sem er a.m.k. jafnhá fjárhæð kröfunnar sem hún kemur í staðinn fyrir,
  2. tryggingin er virkjuð þegar dótturfélagið getur ekki greitt skuldir sínar eða aðrar skuld­bindingar þegar þær falla í gjalddaga, eða tekin hefur verið ákvörðun í samræmi við 1. mgr. 27. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, að því er varðar dótturfélagið, hvort sem kemur á undan,
  3. tryggingin er veðtryggð með samningi um fjárhagslega tryggingarráðstöfun eins og slíkir samningar eru skilgreindir í lögum um fjárhagslegar tryggingarráðstafanir, nr. 46/2005, fyrir a.m.k. 50% af fjárhæð tryggingarinnar,
  4. veðið að baki tryggingunni uppfyllir kröfurnar í 197. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sem, í kjölfar viðeigandi varfærins frádrags, er nóg til að standa undir veðtryggðu fjár­hæðinni eins og um getur í c-lið,
  5. veðið að baki tryggingunni er kvaðalaust og sér í lagi er það ekki notað sem veð til að tryggja aðrar ábyrgðir,
  6. veðið hefur virkan líftíma sem uppfyllir sömu skilyrði um eftirstöðvatíma og þau sem um getur í 1. mgr. 72. gr. c í reglugerð (ESB) nr. 575/2013, og
  7. ekki eru neinar hindranir í lögum og stjórnvaldsfyrirmælum eða rekstrarlegar hindranir á yfirfærslu veðsins frá skilaaðilanum til hlutaðeigandi dótturfélags, þ.m.t. ef gripið er til skilaaðgerðar að því er varðar skilaaðilann.

Skilaaðilinn skal, að því er varðar g-lið 6. mgr. og að beiðni skilavaldsins, afhenda óháð, skriflegt og rökstutt lagalegt álit eða á annan hátt sýna á fullnægjandi hátt fram á að ekki séu neinar hindranir í lögum og stjórnvaldsfyrirmælum eða rekstrarlegar hindranir á yfirfærslu veðsins frá skila­­aðilanum til viðkomandi dótturfélags.

 

16. gr.

Undanþágur frá kröfum á einingargrunni vegna samstæðugrunns.

Skilavaldinu er heimilt að falla frá því að beita 15. gr. gagnvart dótturfélagi sem ekki er skila­aðili þegar:

  1. bæði dótturfélagið og skilaaðilinn hafa staðfestu hér á landi og eru hluti af sömu skila­samstæðu,
  2. skilaaðilinn hlítir kröfunni sem um getur í 14. gr.,
  3. engar núverandi eða fyrirsjáanlegar mikilvægar rekstrarlegar eða lagalegar hindranir eru á skjótri yfirfærslu á eiginfjárgrunni eða endurgreiðslu skuldbindinga frá skilaaðilanum til dótturfélagsins sem ákvörðun hefur verið tekin um í samræmi við 1. mgr. 27. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, einkum ef gripið er til skila­aðgerðar að því er varðar skilaaðilann,
  4. skilaaðilinn uppfyllir skilyrði Fjármálaeftirlitsins um varfærna stjórnun dótturfélagsins og hefur gefið yfirlýsingu, með samþykki Fjármálaeftirlitsins, um að hann ábyrgist skuld­bind­ingar dótturfélagsins, eða áhætta dótturfélagsins telst óveruleg,
  5. aðferðir skilaaðilans við að meta, mæla og hafa eftirlit með áhættu ná til dótturfélagsins,
  6. skilaaðilinn ræður yfir meira en 50% atkvæðisréttar sem fylgir hlutum í dótturfélaginu eða hefur rétt til að tilnefna eða leysa frá störfum meiri hluta stjórnarmanna dótturfélagsins.

Skilavaldinu er einnig heimilt að falla frá því að beita 15. gr. gagnvart dótturfélagi sem ekki er skilaaðili þegar:

  1. bæði dótturfélagið og móðurfélag þess hafa staðfestu hér á landi og eru hluti af sömu skila­samstæðu,
  2. móðurfélagið fer, á samstæðugrunni, að kröfunni sem um getur í 1. mgr. 2. gr.,
  3. engar núverandi eða fyrirsjáanlegar rekstrarlegar eða lagalegar hindranir eru á skjótri yfir­færslu á eiginfjárgrunni eða endurgreiðslu skuldbindinga frá móðurfélagi til dótturfélags sem ákvörðun hefur verið tekin um í samræmi við 1. mgr. 27. gr. laga um skilameðferð lána­stofnana, nr. 70/2020, einkum ef gripið er til skilaaðgerðar eða heimilda sem um getur í 2. mgr. 27. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfa­fyrirtækja, nr. 70/2020, að því er varðar móðurfélagið,
  4. móðurfélagið uppfyllir skilyrði Fjármálaeftirlitsins um varfærna stjórnun dótturfélagsins og hefur gefið yfirlýsingu, með samþykki Fjármálaeftirlitsins, um að það ábyrgist skuld­bind­ingar dótturfélagsins, eða áhætta dótturfélagsins telst óveruleg,
  5. aðferðir móðurfélagsins við að meta, mæla og hafa eftirlit með áhættu ná til dótturfélagsins,
  6. móðurfélagið ræður yfir meira en 50% atkvæðisréttar sem fylgir hlutum í dótturfélaginu eða hefur rétt til að tilnefna eða leysa frá störfum meiri hluta stjórnarmanna dótturfélagsins.

 

17. gr.

Málsmeðferð á samstæðugrunni.

Við töku sameiginlegrar ákvörðunar um lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuld­bind­ingar fyrir samstæðu sem veitir þjónustu í öðru aðildarríki eða á dótturfélag sem starfar í öðru aðildar­ríki skal málsmeðferðin samræmast 19. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfa­fyrirtækja, nr. 70/2020.

Í sameiginlegri ákvörðun skilavalds með öðrum skilastjórnvöldum skv. 1. mgr. er heimilt að kveða á um, ef það samræmist skilastefnunni og skilaaðilinn hefur ekki keypt, beint eða óbeint, nægi­legan fjölda gerninga sem uppfylla kröfur 5. mgr. 15. gr., að kröfurnar sem um getur í 12. gr. séu upp­fylltar að hluta af hálfu dótturfélagsins í samræmi við 5. mgr. 15. gr. með gerningum sem eru gefnir út til og keyptir af aðilum sem tilheyra ekki skilasamstæðunni.

Skilavaldið skal ekki vísa málum til Eftirlitsstofnunar EFTA, sbr. 4. mgr. 19. gr. laga um skila­meðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, að liðnu fjögurra mánaða sáttatímabili sem kveðið er á um í 2. mgr. 19. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020.

Skilavaldið skal ekki vísa málum til Eftirlitsstofnunar EFTA hafi sameiginleg ákvörðun skv. 1. mgr. verið tekin.

Skilavaldið skal ekki vísa málum til Eftirlitsstofnunar EFTA ef munur á ákvörðun þess og ákvörðun annarra skilastjórnvalda:

  1. er innan við 1% af áhættugrunni sem er reiknaður út í samræmi við 3. mgr. 92. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, og
  2. er í samræmi við 12. gr.

Ef fleiri en einn aðili sem tilheyrir sama kerfislega mikilvæga fjármálafyrirtæki á alþjóðavísu eru skilaaðilar skal skilavaldið ræða við þau skilastjórnvöld sem um ræðir, sbr. 19. gr. laga um skila­meðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020 og, eftir því sem við á og í samræmi við skilastefnu kerfislega mikilvæga fjármálafyrirtækisins á alþjóðavísu, koma sér saman um beitingu 72. gr. e í reglugerð (ESB) nr. 575/2013 og allar leiðréttingar til að lágmarka eða eyða þeim mun sem er á summu fjárhæðanna sem um getur í a-lið 4. mgr. 26. gr. reglugerðar þessarar og 12. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar einstaka skilaaðila og summu fjárhæðanna sem um getur í b-lið 4. mgr. 26. gr. reglugerðar þessarar og 12. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.

Beita má slíkri leiðréttingu með fyrirvara um eftirfarandi:

  1. beita má leiðréttingunni í tengslum við mismun á útreikningi heildarfjárhæða áhættugrunns milli viðkomandi aðildarríkja með því að aðlaga kröfuna,
  2. ekki skal beita leiðréttingunni til að eyða þeim mismun sem leiðir af áhættuskuldbindingum milli skilasamstæðna.

Summa fjárhæðanna sem um getur í a-lið 4. mgr. 26. gr. reglugerðar þessarar og 12. gr. reglu­gerðar (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar einstaka skilaaðila skal ekki vera lægri en summa fjár­hæðanna sem um getur í b-lið 4. mgr. 26. gr. reglugerðar þessarar og 12. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.

Ef ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA, eða eftir atvikum Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar, liggur ekki fyrir innan eins mánaðar frá því að mál vegna sameiginlegrar ákvörðunar um lágmarks­kröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar var vísað til þeirra, skal ákvörðun skilavaldsins gilda, þrátt fyrir að sameiginleg ákvörðun skv. 1. mgr. liggi ekki fyrir.

 

18. gr.

Skýrslugjöf og opinber upplýsingagjöf.

Fyrirtæki og einingar sem falla undir kröfuna sem um getur í 1. mgr. 2. gr. skulu senda skila­valdinu skýrslu um eftirfarandi:

  1. fjárhæðir eiginfjárgrunns sem, eftir atvikum, uppfylla skilyrðin í b-lið 5. mgr. 15. gr. og fjár­hæðir hæfra skuldbindinga og framsetning þessara fjárhæða í samræmi við 2. mgr. 2. gr. eftir allan viðeigandi frádrátt í samræmi við 72. gr. e–72. gr. j í reglugerð (ESB) nr. 575/2013,
  2. fjárhæðir annarra eftirgefanlegra skuldbindinga,
  3. að því er varðar liðina sem um getur í a- og b-lið:
    1. samsetningu þeirra, þ.m.t. endurgreiðsluferil þeirra,
    2. forgangsröð þeirra við skila- eða slitameðferð, og
    3. hvort þær lúti lögum ríkis utan Evrópska efnahagssvæðisins og, ef svo er, hvaða ríkis og hvort þær feli í sér samningsbundnu ákvæðin sem um getur í 23. gr. laga um skila­meðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, eða p- og q-lið 1. mgr. 52. gr. og n- og o-lið 63. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.

Skylda til að gefa skýrslu um fjárhæðir annarra eftirgefanlegra skuldbindinga sem um getur í b-lið 1. mgr. skal ekki gilda um aðila sem, á þeim degi þegar þessar upplýsingar eru tilkynntar, hafa fjárhæð eiginfjárgrunns og hæfra skuldbindinga sem eru a.m.k. 150% af kröfunni sem um getur í 1. mgr. 2. gr. miðað við upplýsingar samkvæmt a-lið 1. mgr.

Aðilarnir sem um getur í 1. mgr. skulu veita upplýsingarnar sem um getur í a-lið 1. mgr. að lág­marki á hálfs árs fresti og upplýsingarnar sem um getur í b- og c-lið 1. mgr. að lágmarki árlega. Aðilarnir skulu þó veita skilavaldinu upplýsingarnar oftar ef skilavaldið fer fram á það.

Aðilar sem um getur í 1. mgr. skulu birta eftirfarandi upplýsingar opinberlega að lágmarki árlega:

  1. fjárhæðir eiginfjárgrunns sem, ef við á, uppfylla skilyrðin í b-lið 5. mgr. 15. gr. og fjárhæðir hæfra skuldbindinga,
  2. samsetningu liðanna sem um getur í a-lið, þ.m.t. endurgreiðsluferil þeirra og forgangsröð við skila- eða slitameðferð,
  3. gildandi kröfu sem um getur í 14. gr. eða 15. gr., sett fram í samræmi við 2. mgr. 2. gr.

Ákvæði 1., 2. og 4. mgr. skulu ekki gilda gagnvart aðilum með skilaáætlun sem kveður á um að þeir verði teknir til slitameðferðar.

Ef skilaaðgerðum hefur verið hrundið í framkvæmd eða ef niðurfærslu- og umbreytingarheimild sem um getur í 27. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, hefur verið beitt, skulu kröfur um opinbera birtingu, sem um getur í 4. mgr., gilda frá dagsetningu tíma­fresta sem ákveðnir eru í samræmi við 23. gr.

 

19. gr.

Skýrslugjöf til Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar.

Skilavaldið skal upplýsa Evrópsku bankaeftirlitsstofnunina um ákvarðanir um lágmarkskröfur um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar vegna fyrirtækja og eininga sem lúta eftirliti þess, sbr. 22. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020.

 

20. gr.

Takmarkanir á úthlutun.

Fyrirtæki eða eining sem uppfyllir samanlagða kröfu um eiginfjárauka samkvæmt lögum um fjármála­fyrirtæki, nr. 161/2002, en ekki samanlagða kröfu um eiginfjárauka til viðbótar við lágmarks­­kröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar skv. 9.–13. gr. skal tilkynna það til skila­valdsins án tafar.

Fyrirtæki eða einingu er óheimilt, sbr. 1. mgr. 21. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, að grípa til eftirfarandi ráðstafana áður en hámarks­úthlutunar­fjárhæð hefur verið reiknuð út:

  1. Framkvæma úthlutun skv. 1. mgr. 86. gr. m laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
  2. Stofna til skuldbindingar um að greiða kaupauka eða greiða kaupauka ef stofnað var til skuldbindingar til greiðslu á þeim tíma þegar fyrirtækið eða einingin uppfyllti ekki saman­lagða kröfu um eiginfjárauka.
  3. Greiða af gerningi sem telst til viðbótar eigin fjár þáttar 1.

Fyrirtæki eða eining sem uppfyllir ekki samanlagða kröfu um eiginfjárauka samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, auk lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar skv. 9.–13. gr. er óheimilt að grípa til ráðstöfunar skv. 1.–3. tölul. 2. mgr. ef slík ráðstöfun nemur fjárhæð umfram hámarksúthlutunarfjárhæð.

Skilavaldið skal án ástæðulausrar tafar að fenginni tilkynningu skv. 1. mgr. eða þegar það af öðrum ástæðum uppgötvar að fyrirtæki eða eining uppfyllir ekki kröfur skv. 1. mgr., meta í samráði við Fjármálaeftirlitið áhrif af takmörkun á úthlutun að teknu tilliti til allra eftirfarandi þátta:

  1. ástæðum fyrir því að kröfurnar eru ekki uppfylltar, hversu lengi kröfurnar hafa ekki verið uppfylltar og umfangs og áhrifa á skilabærni fyrirtækis eða einingar,
  2. þróunar fjárhagsstöðu aðilans og hversu líklegt er að hann teljist, í fyrirsjáanlegri framtíð, á fallanda fæti, sbr. 34. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020,
  3. horfanna á að aðilinn geti tryggt að hann hlíti kröfunum sem um getur í 1. mgr. innan skyn­samlegra tímamarka,
  4. ef aðilinn getur ekki skipt út skuldbindingum sem uppfylla ekki lengur viðmiðin um hæfi eða binditíma sem mælt er fyrir um í 72. gr. b og 72. gr. c í reglugerð (ESB) nr. 575/2013, eða í 3.–8. gr. eða 2. mgr. 15. gr., hvort þessi vangeta sé til komin vegna sérstakra aðstæðna skila­aðila eða vegna röskunar á markaðnum í heild og
  5. hvort takmörkunin sé hentugasta og hóflegasta leiðin til að takast á við stöðu aðilans, að teknu tilliti til hugsanlegra áhrifa á bæði skilyrði til fjármögnunar og skilabærni hlutaðeigandi aðila.

Á meðan mat skv. 4. mgr. stendur yfir er skilavaldinu heimilt að veita fyrirtæki eða einingu frest til að verða við kröfum skv. 1. mgr. á grundvelli 22.–23. gr. Skilavaldið skal endurtaka mat sitt a.m.k. mánaðarlega á meðan aðilinn er í þeirri stöðu sem um getur í 1. mgr.

Að liðnum níu mánuðum frá því að aðili sendir tilkynningu um að hann uppfylli ekki kröfur skv. 1. mgr. skal takmörkun á úthlutun beitt, að höfðu samráði við Fjármálaeftirlitið, nema ef skilavaldið kemst að þeirri niðurstöðu að hið minnsta tvö af eftirfarandi skilyrðum séu uppfyllt:

  1. kröfurnar eru ekki uppfylltar vegna alvarlegrar röskunar á starfsemi fjármálamarkaða sem leiðir til víðtæks álags þvert á fjármálamarkaði,
  2. röskunin sem um getur í a-lið veldur ekki aðeins auknu verðflökti á eiginfjár­grunns­gerningum og gerningum hæfra skuldbindinga aðilans eða auknum kostnaði fyrir aðilann, heldur leiðir hún einnig til algerrar lokunar markaða eða lokunar að hluta sem kemur í veg fyrir að aðilinn geti gefið út eiginfjárgerninga og gerninga hæfra skuldbindinga á þeim mörkuðum,
  3. lokun markaða sem um getur í b-lið varðar ekki aðeins hlutaðeigandi aðila heldur einnig nokkra aðra aðila,
  4. röskunin sem um getur í a-lið kemur í veg fyrir að hlutaðeigandi aðili geti gefið út eiginfjár­grunnsgerninga og gerninga hæfra skuldbindinga sem duga til að ráða bót á því að kröfurnar séu ekki uppfylltar, eða
  5. beiting valdheimildarinnar sem um getur í 1. mgr. leiðir til neikvæðra smitáhrifa á hluta bankageirans og grefur þar með hugsanlega undan fjármálastöðugleika.

Skilavaldið skal mánaðarlega meta hvort undanþága skv. 6. mgr. eigi við.

 

21. gr.

Hámarksfjárhæð til úthlutunar.

Hámarksúthlutunarfjárhæð skal fundin með því að margfalda samtölu skv. 2. mgr. með stuðli skv. 3. mgr. Frá hámarksúthlutunarfjárhæð skal draga fjárhæð sem leiðir af ráðstöfunum skv. 2. mgr. 20. gr.

Samtala vegna hámarksúthlutunarfjárhæðar skal samanstanda af:

  1. hagnaði samkvæmt árshlutauppgjöri sem ekki er talinn til almenns eigin fjár þáttar 1 skv. 2. mgr. 26. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 að frádregnum úthlutunum vegna ráðstafana skv. 2. mgr. 86. gr. m,
  2. að viðbættum hagnaði ársins sem ekki er talinn til almenns eigin fjár þáttar 1 skv. 2. mgr. 26. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 að frádregnum úthlutunum vegna ráðstafana skv. 2. mgr. 86. gr. m
  3. og að frádreginni þeirri fjárhæð sem yrði greidd í skatt ef hagnaði skv. a- og b-lið væri haldið eftir.

Stuðull skv. 1. mgr. er ákvarðaður sem hér segir:

  1. ef almennt eigið fé þáttar 1, sem aðilinn viðheldur og er ekki notað til að uppfylla kröfurnar í 92. gr. a reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 og 9.–13. gr., gefið upp sem hlutfall af áhættu­grunni, er innan fyrsta (þ.e. lægsta) fjórðungs samanlögðu eiginfjáraukakröfunnar, skal stuðullinn vera 0,
  2. ef almennt eigið fé þáttar 1, sem aðilinn viðheldur og er ekki notað til að uppfylla kröfurnar í 92. gr. a reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 og 9.–13. gr., gefið upp sem hlutfall af áhættu­grunni, er innan annars fjórðungs samanlögðu eiginfjáraukakröfunnar, skal stuðullinn vera 0,2,
  3. ef almennt eigið fé þáttar 1, sem aðilinn viðheldur og er ekki notað til að uppfylla kröfurnar í 92. gr. a reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 og 9.–13. gr., gefið upp sem hlutfall af áhættu­grunni, er innan þriðja fjórðungs samanlögðu eiginfjáraukakröfunnar, skal stuðullinn vera 0,4,
  4. ef almennt eigið fé þáttar 1, sem aðilinn viðheldur og er ekki notað til að uppfylla kröfurnar í 92. gr. a reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 og 9.–13. gr., gefið upp sem hlutfall af áhættu­grunni, er innan fjórða (þ.e. hæsta) fjórðungs samanlagðrar kröfu um eiginfjárauka, skal stuðullinn vera 0,6,

Reikna skal út neðri og efri mörk samanlögðu kröfunnar um eiginfjárauka fyrir hvern fjórðung eins og hér segir:

 Neðri og efri mörk samanlögðu kröfunnar um eiginfjárauka fyrir hvern fjórðung

  þar sem „Qn“ = raðnúmer hlutaðeigandi fjórðungs.

 

22. gr.

Tímabundnir frestir til aðlögunar á lágmarkskröfu
um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar.

Skilavaldinu er heimilt, sbr. 2. mgr. 22. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfa­fyrirtækja, nr. 70/2020, að veita fyrirtæki eða einingu tímabundinn aðlögunarfrest til að uppfylla kröfur þessarar reglugerðar.

Komi til þess að skilavaldið veiti fyrirtæki eða einingu frest skv. 1. mgr. er skilavaldinu heimilt að ákveða áfangamarkmið fyrir viðkomandi aðila til að uppfylla kröfurnar. Slík áfangamarkmið skulu tryggja línulega uppbyggingu eiginfjárgrunns og hæfra skuldbindinga til að uppfylla kröfurnar.

Við ákvörðun um frest skv. 1. mgr. skal taka tillit til eftirfarandi hjá fyrirtæki eða einingu:

  1. Hlutfalls innlána og skorts á skuldagerningum í fjármögnunarlíkani.
  2. Aðgengis að fjármagnsmarkaði fyrir hæfar skuldbindingar.
  3. Að hvaða marki skilaaðili reiðir sig á almennt eigið fé þáttar 1 til að uppfylla lágmarks­kröfuna.
  4. Þróunar fjárhagsstöðu aðilans.
  5. Væntinga um að aðilinn muni geta tryggt að kröfunum í 14. gr. eða 15. gr. verði hlítt innan hæfilegs tímaramma eða kröfunni sem leiðir af beitingu 5. og 6. gr.
  6. Hvort aðilinn geti skipt út skuldbindingum sem uppfylla ekki lengur hæfis- eða binditíma­viðmiðanir sem mælt er fyrir um í 72. gr. b og 72. gr. c í reglugerð (ESB) nr. 575/2013 og 3.–8. gr. eða 5. mgr. 15. gr., og ef svo er ekki, hvort sú vangeta sé afmörkuð við viðkomandi aðila og einstök eða til komin vegna röskunar sem nær til markaðarins í heild.

Kröfur skv. 5. gr. og 11. gr., eftir því sem við á, skulu ekki gilda í þrjú ár eftir að skilaaðilinn eða samstæðan sem hann er hluti af hefur verið auðkennd sem kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki á alþjóðavísu eða eftir að 11. gr. hefur í fyrsta sinn verið beitt gagnvart skilaaðila.

Veiti skilavaldið frest skal það tilkynna fyrirtækinu eða einingunni áformaða lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar fyrir hvert tólf mánaða tímabil á meðan fresturinn varir til að auðvelda stigvaxandi uppbyggingu getu viðkomandi aðila til að bera tap og til endur­fjármögn­unar. Við lok tímabilsins skal lágmarkskrafan um eiginfjárgrunn og hæfar skuld­bindingar vera jafnhá fjár­hæðinni sem er ákvörðuð skv. 5. gr., 6. gr., 11. gr., 14. gr. eða 15. gr., eftir því sem við á.

 

23. gr.

Sértækir frestir til aðlögunar eftir beitingu skilaaðgerða.

Skilavaldinu er heimilt, sbr. 2. mgr. 22. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfa­fyrirtækja, nr. 70/2020, að veita fyrirtæki eða einingu sérstaka tímafresti til að uppfylla kröfur þessarar reglugerðar hafi verið gripið til skilaaðgerða.

Lágmarkskröfurnar sem um getur í 11. gr. skulu ekki gilda á tveggja ára tímabili eftir að:

  1. skilavaldið hefur beitt eftirgjafarúrræðinu eða
  2. skilaaðilinn hefur sjálfur beitt úrræðum í samræmi við 2. tölul. 1. mgr. 35. gr. laga um skila­meðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, þar sem fjármagnsgerningar og aðrar skuldbindingar hafa verið færð niður eða breytt í almenna eiginfjárgrunnsgerninga þáttar 1 eða þegar niðurfærslu- eða umbreytingarheimildum, í samræmi við 27. gr. laga um skila­meðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, hefur verið beitt að því er varðar þann skilaaðila, til að endurfjármagna skilaaðilann án þess að beita skilaúrræðum.

Þrátt fyrir 1. mgr. 2. gr. skal skilavaldið ákvarða viðeigandi umbreytingartímabil til að hlíta kröfunum í 14. gr. eða 15. gr. eða kröfu sem leiðir af 5. gr. eða 6. gr., eftir því sem við á, vegna fyrirtækis eða einingar sem  skilaúrræði eða niðurfærslu- og umbreytingarheimildum skv. 27. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, hefur verið beitt gagnvart.

Við ákvörðun um frest skv. 1. mgr. skal taka tillit til eftirfarandi hjá fyrirtæki eða einingu:

  1. Hlutfalls innlána og skorts á skuldagerningum í fjármögnunarlíkani.
  2. Aðgengis að fjármagnsmarkaði fyrir hæfar skuldbindingar.
  3. Að hvaða marki skilaaðili reiðir sig á almennt eigið fé þáttar 1 til að uppfylla lágmarks­kröfuna.

Veiti skilavaldið frest skv. 1. mgr. skal það tilkynna fyrirtækinu eða einingunni áformaða lágmarks­kröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar fyrir hvert tólf mánaða tímabil á meðan fresturinn varir til að auðvelda stigvaxandi uppbyggingu getu hennar til að bera tap og til endur­fjármögn­unar. Við lok tímabilsins skal lágmarkskrafan um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar vera jafnhá fjárhæðinni sem er ákvörðuð skv. 5. gr., 6. gr., 11. gr., 14. gr. eða 15. gr., eftir því sem við á.

 

24. gr.

Eiginfjárkröfur og lágmarkskrafa um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar.

Ekki er heimilt að telja almennt eigið fé þáttar 1 sem fjármálafyrirtæki heldur til að uppfylla samanlagða kröfu um eiginfjárauka til lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar, þegar hún er reiknuð út frá áhættugrunni.

Þegar skilavaldið tekur ákvarðanir varðandi lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuld­bindingar skal það hafa samráð við Fjármálaeftirlitið.

Fjármálaeftirlitið skal tilkynna skilavaldinu um kröfu um hærri eiginfjárgrunn skv. 1. tölul. 3. mgr. 107. gr. a og tilkynningu um eiginfjárálag skv. 107. gr. b laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, sbr. 5. mgr. 107. gr. a sömu laga. Skilavaldið skal endurskoða mat sitt varðandi lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar án ótilhlýðilegrar tafar til að hún endurspegli hverju sinni allar breytingar á umfangi kröfunnar sem um getur í 1. tölul. 3. mgr. 107. gr. a laga um fjármála­fyrirtæki, nr. 161/2002.

Ef skilaaðila á samstæðustigi skilasamstæðu ber ekki skylda til að uppfylla kröfu sem um getur í 1. tölul. 3. mgr. 107. gr. a laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, og samanlagða kröfu um eigin­fjár­auka skal ákvörðun skilavalds um lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuld­bind­ingar byggð á nálgun á því hvernig áætla mætti slíkar kröfur.

 

25. gr.

Undanþága veðlánastofnana frá lágmarkskröfu
um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar.

Skilavaldið skal, þrátt fyrir 2. gr., undanskilja veðlánastofnanir sem eru fjármagnaðar með sér­tryggðum skuldabréfum og hafa ekki heimild samkvæmt lögum til að taka við innlánum, frá kröfunni sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 2. gr. reglugerðar þessarar, að því tilskildu að öll eftir­farandi skilyrði séu uppfyllt:

  1. þessar stofnanir verði teknar til slitameðferðar vegna ógjaldfærni eða annars konar með­ferðar sem mælt er fyrir um fyrir þær stofnanir og sem hrundið er í framkvæmd í sam­ræmi við 41. gr., 46. eða 51. gr. laga nr. 70/2020 um skilameðferð lánastofnana og verðbréfa­fyrirtækja, og
  2. meðferðirnar sem um getur í a-lið tryggi að lánveitendur þessara stofnana, þ.m.t. handhafar sértryggðra skuldabréfa ef við á, muni bera tapið með þeim hætti sem uppfyllir markmið skilameðferðarinnar.

Stofnanir sem eru undanþegnar kröfunni sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 2. gr. skulu ekki vera hluti samstæðunnar sem um getur í 1. mgr. 14. gr.

 

26. gr.

Kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki á alþjóðavísu og mikilvæg dótturfélög innan
Evrópska efnahagssvæðisins þar sem móðurfélögin eru kerfislega mikilvæg
fjármálafyrirtæki á alþjóðavísu utan EES.

Krafan skv. 2. gr., að því er varðar skilaaðila sem er kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki á alþjóða­vísu eða hluti af kerfislega mikilvægu fjármálafyrirtæki á alþjóðavísu, skal samanstanda af eftir­farandi:

  1. kröfunum sem um getur í 92. gr. a og 494. gr. í reglugerð (ESB) nr. 575/2013, og
  2. öllum viðbótarkröfum um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar sem skilavaldið hefur ákvarðað sérstaklega í tengslum við þann aðila í samræmi við 3. mgr. þessarar greinar.

Krafan sem um getur í 2. gr., að því er varðar mikilvægt dótturfélag innan EES þar sem móður­félagið er kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki á alþjóðavísu utan EES, skal samanstanda af eftir­farandi:

  1. kröfunum sem um getur í 92. gr. b og 494. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, og
  2. öllum viðbótarkröfum um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar sem skilavaldið hefur ákvarðað sérstaklega í tengslum við það mikilvæga dótturfélag í samræmi við 3. mgr. þessarar greinar, sem verður að ná með því að nota eiginfjárgrunn og skuldbindingar sem uppfylla skilyrðin í 15. gr. reglugerðar þessarar og 88.–91. gr. laga nr. 70/2020, um skila­meðferð lána­stofnana og verðbréfafyrirtækja.

Skilavaldið skal aðeins gera frekari viðbótarkröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar sem um getur í b-lið 1. mgr. og b-lið 2. mgr.:

  1. ef krafan sem um getur í a-lið 1. mgr. eða a-lið 2. mgr. dugir ekki til að uppfylla skilyrðin sem eru sett fram í 9. gr., og
  2. að því marki sem þarf til að tryggja að skilyrðin, sem eru sett fram í 9. gr., eru uppfyllt.

Ef fleiri en einn aðili sem tilheyrir sama kerfislega mikilvæga fjármálafyrirtæki á alþjóðavísu eru skilaaðilar skal skilavaldið, eftir því sem við á skv. 17. gr., reikna út fjárhæðina sem um getur í 3. mgr.:

  1. fyrir hvern skilaaðila, og
  2. fyrir móðurfélagið innan EES eins og það væri eini skilaaðilinn í kerfislega mikilvæga fjármála­fyrirtækinu á alþjóðavísu.

Sérhver ákvörðun skilavaldsins um að gera frekari viðbótarkröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar skv. b-lið 1. mgr. eða b-lið 2. mgr. skal hafa að geyma ástæðurnar fyrir þeirri ákvörðun, þ.m.t. fullt mat á þeim þáttum sem um getur í 3. mgr., og skal skilavaldið endurskoða hana án ótilhlýði­legrar tafar til að endurspegla allar breytingar á umfangi þeirrar kröfu sem um getur í 1. tölul. 3. mgr. 104. gr. a laga um fjármálafyrirtæki sem gildir um skilasamstæðu eða mikilvægt dótturfélag innan EES þar sem móðurfélagið er kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki á alþjóðavísu utan EES.

 

27. gr.

Tilgreining ástæðna fyrir ákvörðunum skilavaldsins.

Allar ákvarðanir skilavaldsins um að setja lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuld­bindingar samkvæmt þessari reglugerð skulu tilgreina ástæðurnar fyrir þeirri ákvörðun, þ.m.t. fullt mat á þáttunum sem um getur í 9.–12. gr., og skilavaldið skal endurskoða þær án ótilhlýðilegrar tafar til að þær endurspegli allar breytingar á umfangi kröfunnar sem um getur í 4. mgr. 107. gr. a laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002.

 

28. gr.

Undanþága fyrir miðlæga stofnun og lánastofnanir
sem eru varanlega tengdar miðlægri stofnun.

Skilavaldinu er heimilt að veita undanþágu að öllu leyti eða að hluta frá beitingu 15. gr. að því er varðar miðlæga stofnun eða lánastofnun sem tengist varanlega miðlægri stofnun, ef öll eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:

  1. lánastofnunin og miðlæga stofnunin falli undir eftirlit af hálfu Fjármálaeftirlitsins, hafi stað­festu á Íslandi og séu hluti af sömu skilasamstæðu,
  2. skuldbindingar miðlægu stofnunarinnar og lánastofnana sem tengjast henni varanlega séu óskiptar eða miðlæga stofnunin ábyrgist alfarið skuldbindingar lánastofnana sem tengjast henni varanlega,
  3. lágmarkskrafan um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar og gjaldþol og lausafjárstaða mið­lægu stofnunarinnar og allra lánastofnana sem tengjast henni varanlega séu undir eftirliti í heild á grundvelli samstæðureikningsskila þessara stofnana,
  4. ef um er að ræða undanþágu fyrir lánastofnun sem tengist miðlægri stofnun varanlega hafi stjórnendur miðlægu stofnunarinnar vald til að gefa út fyrirmæli til stjórnenda varanlegra tengdra stofnana,
  5. viðkomandi skilasamstæða hlíti kröfunni sem um getur 9. gr. og
  6. að ekki séu til staðar eða fyrirséðar neinar mikilvægar rekstrarlegar eða lagalegar hindranir á skjótri yfirfærslu á eiginfjárgrunni eða endurgreiðslu skuldbindinga milli miðlægu stofnunar­innar og lánastofnananna sem tengjast henni varanlega, komi til skilameðferðar.

 

29. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem er sett með stoð í 22. gr. a laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfa­fyrirtækja, nr. 70/2020, öðlast þegar gildi að undanskilinni 4. mgr. 18. gr.

Ákvæði 4. mgr. 18. gr. öðlast gildi eftir að almennur tímafrestur til að aðlagast lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar hefur runnið út.

 

Ákvæði til bráðabirgða.

Almennur frestur fyrirtækja og eininga til að aðlagast kröfum skv. 5., 6. og 14. gr. er 1. ágúst 2026.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 7. júní 2024.

 

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Eggert Páll Ólason.


B deild - Útgáfud.: 13. júní 2024