Forseti Íslands gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
- Á eftir orðinu „smásölu“ í 1. mgr. kemur: sölu á framleiðslustað.
- Á eftir orðinu „heildsölu“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: sölu á framleiðslustað.
2. gr.
Á eftir orðinu „smásala“ í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: sala á framleiðslustað.
3. gr.
5. mgr. 5. gr. laganna orðast svo:
Ráðherra getur með reglugerð kveðið nánar á um skilyrði, fyrirkomulag leyfisveitinga og framkvæmd eftirlits með starfsemi leyfishafa á grundvelli laga þessara. Ráðherra skal með reglugerð kveða á um það magn sem heimilt er að selja skv. 6. gr. a. Þá er í reglugerðinni heimilt að fela tilteknu sýslumannsembætti að annast leyfisveitingar á grundvelli laga þessara.
4. gr.
Á eftir 6. gr. laganna kemur ný grein, 6. gr. a, svohljóðandi:
Sækja skal um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað til sýslumanns. Veita má handhafa framleiðsluleyfis, sem framleiðir innan við 500.000 lítra af áfengi á almanaksári, leyfi til sölu á framleiðslustað.
Handhafa leyfis til sölu áfengis á framleiðslustað, sem framleiðir meira en 100.000 lítra af áfengi á almanaksári, er þó einungis heimilt að selja áfengi, sem er að rúmmáli ekki meira en 12% af hreinum vínanda, í smásölu á framleiðslustað.
Einungis er veitt leyfi til sölu áfengis sem framleitt er á viðkomandi framleiðslustað.
Leyfisveitandi skal leita umsagnar sveitarstjórnar þar sem starfsemi er fyrirhuguð. Óheimilt er að gefa út leyfi ef sveitarstjórn leggst gegn útgáfu þess með neikvæðri umsögn. Leyfi skal jafnframt bundið þeim skilyrðum sem fram kunna að koma í umsögn sveitarstjórnar um þau atriði sem henni er ætlað að leggja mat á. Umsögn sveitarstjórnar skal vera skýr og rökstudd og í henni koma fram hvort eftirfarandi skilyrði séu uppfyllt:
- Starfsemi sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála.
- Lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu.
- Afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
- Starfsemi sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga um matvæli og, þegar við á, mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar, þ.m.t. hljóðvist.
- Kröfum um brunavarnir, miðað við þá starfsemi sem fyrirhuguð er, sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs.
Óheimilt er að afhenda áfengi á helgidögum þjóðkirkjunnar, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst.
Leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað sem gefið er út til umsækjanda í fyrsta sinn gildir í eitt ár. Ef leyfi er endurnýjað er gildistími þess ótímabundinn, sbr. þó afturköllun leyfis skv. 24. gr.
5. gr.
Fyrirsögn II. kafla laganna verður: Framleiðsla áfengis og sala á framleiðslustað.
6. gr.
Við 1. mgr. 10. gr. laganna bætist: sbr. þó 6. gr. a.
7. gr.
2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða I og ákvæði til bráðabirgða IV og V í lögunum falla brott.
8. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2022.
9. gr.
Breytingar á öðrum lögum.
Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á öðrum lögum:
- Lög um verslun með áfengi og tóbak, nr. 86/2011: Á eftir orðinu „smásölu“ í 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: ríkisins
- Lög um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991: 32. tölul. 11. gr. laganna orðast svo: Leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað 50.000 kr.
Gjört á Bessastöðum, 28. júní 2022.
Guðni Th. Jóhannesson. (L. S.)
Jón Gunnarsson.
|