1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglnanna:
- Í stað orðalagsins „MS-/MA-prófi“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: meistaraprófi.
- 3. málsl. 1. mgr. breytist og orðast svo: Heimilt er að innrita nemanda í samþætt doktorsnám og meistaranám að loknu BS-/BA-námi, eða samþætt doktorsnám og kandídatsnám í læknisfræði að loknu þriðja námsári til kandídatsprófs í læknisfræði við læknadeild, þ.e. að loknu 180 eininga námi til BS-prófs í læknisfræði.
2. gr.
Í stað orðanna „telst 180 einingar“ í 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. reglnanna kemur: telst 180 eða 240 einingar.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. reglnanna:
- 2. málsl. 1. mgr. breytist og orðast svo: Hafi doktorsnemi ekki þegar lokið námskeiðum í tölfræði, vísindalegri aðferðafræði og siðfræði er honum skylt að taka slík námskeið.
- Í stað núverandi 1., 2. og 3. málsl. 2. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Ætlast er til að doktorsnemi taki þátt í ráðstefnum á viðkomandi fræðasviði.
4. gr.
Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, að fenginni tillögu heilbrigðisvísindasviðs, eru settar í samræmi við VI. kafla reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009 og með heimild í lögum nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar hafa verið samþykktar af deildum heilbrigðisvísindasviðs, stjórn fræðasviðsins og Miðstöð framhaldsnáms, sbr. 66. og 69. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Reglurnar öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 9. september 2019.
Jón Atli Benediktsson.
|