1. gr.
Þjónustugjald.
Árlegt þjónustugjald vegna meðhöndlunar og förgunar úrgangs í Múlaþingi, til að standa undir kostnaði, skal innheimt með fasteignagjöldum. Gjöldin eru sem hér segir:
A. |
Á hverja íbúð í þéttbýli og á lögbýli, eða íbúðarhús utan þéttbýlis, greiðist þjónustugjald: |
|
|
Söfnunargjald |
kr. 36.000 |
|
Förgunargjald |
kr. 15.400 |
|
Samtals: |
kr. 51.400 |
|
Íbúar á Borgarfirði eystri fá 25% afslátt og eina rúllu af ruslapokum ár hvert. |
|
|
|
|
B. |
Fyrir hvert frístundahús greiðist 30% þjónustugjald af fullu gjaldi skv. lið A, enda geti notendur þeirra losað sig við úrgang á gámasvæðum á vegum sveitarfélagsins með notkun klippikorts sem þeir geta fengið afhent á skrifstofum Múlaþings. |
|
|
|
|
C. |
Fyrir hvert frístundahús sem er innan sumarhúsahverfis með yfir 20 sumarhúsum greiðist þjónustugjald sem nemur 60% af fullu gjaldi, enda verður gámasvæði staðsett við hverfið frá fyrstu skipulögðu losun eftir 1. maí til síðustu skipulögðu losunar fyrir 30. september, sbr. 7. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 803/2023 um meðhöndlun úrgangs. |
|
|
|
|
D. |
Óski greiðendur eftir fleiri ílátum skal greiða árlega fyrir þau skv. neðangreindu: |
|
|
Blandaður úrgangur 240 l |
kr. 28.800 |
|
Matarleifar 140 l |
kr. 10.000 |
|
Pappír og pappi 240 l |
kr. 10.000 |
|
Plastumbúðir 240 l |
kr. 10.000 |
|
Ef tunna týnist eða skemmist af völdum íbúa skal greiða fyrir nýja tunnu sem samsvarar kostnaðarverði. |
|
|
Sérstakt umsýslu- og útkeyrslugjald verður innheimt þegar íbúi óskar eftir breytingum á tunnum hjá sér, alls kr. 15.000 fyrir hvert skipti, nema ef tunnuskipti eru vegna skemmda á tunnum sem eru ekki af völdum íbúanna sjálfra. |
|
2. gr.
Þjónustugjald á urðunarstað.
Gjald fyrir úrgang sem komið er með á urðunarstað er sem hér segir. Starfsmaður móttökustöðvar ákveður, að fenginni lýsingu úrgangshafa, í hvaða flokk úrgangur fellur skv. gjaldskránni. Flutningsaðilar á úrgangi á móttökustað ábyrgjast greiðslu gjalda skv. gjaldskrá eða gera grein fyrir með óyggjandi hætti, almennt eða í einstöku tilfelli, hver sé ábyrgur úrgangshafi og þar með greiðandi hvers farms.
Óflokkað |
kr./kg án vsk. |
kr./kg með vsk. |
Grófur óflokkaður úrgangur |
48 |
60 |
Úrgangur sem þarf að flokka og vinna sérstaklega fyrir förgun og aðra meðhöndlun. Sem dæmi: teppi, dýnur, kaðlar, húsgögn, jarðvegur. |
|
|
Blandaður úrgangur |
48 |
60 |
Að mestu úrgangur sem fer ekki í skilgreindan endurvinnsluferil og þarfnast ekki sérstakrar meðhöndlunar fyrir förgun. |
|
|
|
|
|
Flokkað |
|
|
Kjöt og sláturúrgangur |
32 |
40 |
3. gr.
Þjónustugjald á móttökustöðvum.
Gjald fyrir úrgang sem komið er með til móttökustöðvar á Egilsstöðum, Seyðisfirði og Djúpavogi er sem hér segir. Starfsmaður móttökustöðvar ákveður, að fenginni lýsingu úrgangshafa, í hvaða flokk úrgangur fellur skv. gjaldskránni. Flutningsaðilar á úrgangi á móttökustað ábyrgjast greiðslu gjalda skv. gjaldskrá eða gera grein fyrir með óyggjandi hætti, almennt eða í einstöku tilfelli, hver sé ábyrgur úrgangshafi hvers farms.
Meðhöndlun |
kr./klst. án vsk. |
kr./klst. með vsk. |
Tímavinna við flokkun og frágang |
7.661 |
9.500 |
Vigtunargjald |
2.661 |
3.300 |
|
|
|
Óflokkað |
kr./kg án vsk. |
kr./kg með vsk. |
Grófur óflokkaður úrgangur |
73 |
90 |
Úrgangur sem þarf að flokka og vinna sérstaklega fyrir förgun og aðra meðhöndlun. Sem dæmi: teppi, dýnur, kaðlar, húsgögn, jarðvegur. |
|
|
Blandaður úrgangur |
73 |
90 |
Að mestu úrgangur sem fer ekki í skilgreindan endurvinnsluferil og þarfnast ekki sérstakrar meðhöndlunar fyrir förgun. |
|
|
|
|
|
Flokkað: |
kr./kg án vsk. |
kr./kg með vsk. |
Endurvinnanlegt timbur |
24 |
30 |
Hreint, ekki litað eða fúavarið |
|
|
Óendurvinnanlegt timbur |
73 |
90 |
Litað, plasthúðað, spónaplötur o.þ.h. |
|
|
Lífrænn úrgangur til jarðgerðar |
40 |
50 |
Kjöt og sláturúrgangur |
40 |
50 |
Heimilistæki o.fl. |
0 |
0 |
Bylgjupappi, dagblöð, tímarit, skrifstofupappírog |
|
|
annar pappír ótækur til endurvinnslu |
73 |
90 |
Plast til endurvinnslu |
0 |
0 |
Bylgjupappi sem er tækur til endurvinnslu |
0 |
0 |
Dagblöð, tímarit, skrifstofupappír |
|
|
og annar pappír tækur til endurvinnslu |
0 |
0 |
Garðaúrgangur án aðskotahluta |
0 |
0 |
|
|
|
Gjaldskrá vegna spilliefna og spilliefnamengaðs úrgangs o.þ.h. sem úrvinnslugjald er ekki lagt á: |
|
|
Olíuúrgangur s.s. ódælanlegur úrgangur og |
32 |
40 |
olíumengaður jarðvegur, tvistur o.fl. |
|
|
Ýmis spilliefni, s.s. málning, lyf, sprautunálar, |
129 |
160 |
flugeldar, úðabrúsar. |
|
|
Umbúðir spilliefnamerktar eða–mengaðar >100 l |
10.403 pr. stk. |
12.900 pr. stk. |
Umbúðir spilliefnamerktar eða –mengaðar <100 l |
2.742 pr. stk. |
3.400 pr. stk. |
4. gr.
Klippikort.
Múlaþing býður upp á tvær stærðir af klippikortum fyrir þá sem koma með gjaldskyldan úrgang á móttökustöðvar. Hvert klipp á kortunum samsvarar 0,125m3 eða 20 kg. Stærra klippikortið er með 32 klippum og kostar það 38.400 kr. Minna klippikortið er með 8 klippum og kostar 9.600 kr.
5. gr.
Aðrar heimildir.
Sveitarstjórn Múlaþings er heimilt að gera sérstaka samninga um móttöku úrgangs og aðra þjónustuþætti, þegar um er að ræða afmarkaðri eða víðtækari þjónustu en gjaldskrá tekur til.
6. gr.
Innheimta.
Verði vanskil á greiðslu gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari er hægt að innheimta gjöld með fjárnámi hjá úrgangshafa án undangengins dóms, sbr. lokamálslið 4. mgr. 23. gr. laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003, sbr. 1. gr. laga um aðför nr. 90/1989. Gjöld eru tryggð með lögveðsrétti í viðkomandi fasteign í tvö ár eftir gjalddaga, sbr. lokamgr. 59. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.
7. gr.
Lagastoð og gildistaka.
Gjaldskrá þessi er sett með vísun til samþykktar um meðhöndlun úrgangs í Múlaþingi nr. 1202/2021, sbr. 59. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, og 23. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003.
Gjaldskráin er samþykkt af umhverfis- og framkvæmdaráði og staðfest af sveitarstjórn Múlaþings 13. desember 2023 og tekur gildi við birtingu. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs í Múlaþingi nr. 1635/2022.
Samþykkt í sveitarstjórn Múlaþings 13. desember 2023.
Egilsstöðum, 14. desember 2023.
Björn Ingimarsson sveitarstjóri.
|