Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 545/2024

Nr. 545/2024 8. maí 2024

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 816/2011 um hafnarríkiseftirlit.

1. gr.

Í stað 29. gr. reglugerðarinnar koma tvær nýjar greinar svohljóðandi:

29. gr.

Endurgreiðsla kostnaðar.

Sé farbann lagt á skip skv. 19. gr. skal útgerð greiða sérstakt gjald vegna farbannsins. Gjaldið skal vera til endurgreiðslu þess kostnaðar sem fellur til hjá Samgöngustofu í tengslum við farbannið. Til kostnaðar telst vinna starfsmanna samkvæmt tímagjaldi, ferðakostnaður, gistikostnaður, fæðis­kostn­aður, efniskostnaður og annar kostnaður sem kann að falla til sérstaklega vegna farbanns. Far­banni skal ekki aflétt fyrr en full greiðsla hefur borist eða fullnægjandi tryggingar settar fyrir greiðslu gjalds­ins.

Gjaldið skal birt í gjaldskrá Samgöngustofu samkvæmt lögum um Samgöngustofu, stjórnsýslu­stofnun samgöngumála nr. 119/2012.

 

29. gr. a.

Sektir.

Ef útgerð skips, sem sæta skal víðtækri skoðun samkvæmt 14. gr. og er á leið til hafnar eða akkerislægis á Íslandi, uppfyllir ekki kröfur 9. gr. um tilkynningaskyldu, skal útgerðin greiða stjórn­valds­sekt skv. 45. gr. skipalaga nr. 66/2021.

Sé farbann lagt á skip skv. 19. gr. skal útgerð skips greiða stjórnvaldssekt skv. 45. gr. skipalaga nr. 66/2021. Farbanni skal ekki aflétt fyrr en full greiðsla hefur borist eða fullnægjandi tryggingar verið settar fyrir greiðslu sektarinnar.

 

2. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 33. gr. skipalaga nr. 66/2021, öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 8. maí 2024.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Aðalsteinn Þorsteinsson.


B deild - Útgáfud.: 10. maí 2024