1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, 2. tölul., svohljóðandi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/885 frá 20. mars 2024 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2023/2782 um aðferðir við sýnatöku og greiningu vegna eftirlits með innihaldi sveppaeiturs í matvælum að því er varðar aðferð við sýnatöku úr þurrkuðum kryddjurtum, jurtatei (þurrkuð vara), tei (þurrkuð vara) og kryddi í duftformi. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 55/2024 frá 15. mars 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85 frá 21. nóvember 2024, bls. 428.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga um matvæli, nr. 93/1995.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 29. nóvember 2024.
Bjarni Benediktsson.
|