1. gr.
Gildissvið.
Reglur þessar gilda um fjármálafyrirtæki sem reikna stórar áhættuskuldbindingar í samræmi við lög um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
2. gr.
Ákvörðun heildarfjárhæðar stórra áhættuskuldbindinga og auðkenning á skuggabankastarfsemi.
Við ákvörðun á heildarfjárhæð áhættuskuldbindinga viðskiptavinar eða hóps tengdra viðskiptamanna og auðkenningu slíks hóps skal fjármálafyrirtæki fara eftir ákvæðum reglugerða (ESB) nr. 1187/2014 og 2024/1728, sbr. 3. gr.
Um viðmið fyrir auðkenningu á skuggabankastarfsemi fer eftir reglugerð (ESB) 2023/2779, sbr. 3. gr.
3. gr.
Innleiðing reglugerða.
Með vísan til 2. gr. gilda eftirtaldar reglugerðir hér á landi:
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1187/2014 frá 2. október 2014 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla til að ákvarða heildaráhættuskuldbindingu vegna viðskiptavinar eða hóps tengdra viðskiptavina að því er varðar viðskipti með undirliggjandi eignir, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 82/2019 frá 29. mars 2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44 frá 2. júlí 2020, bls. 71. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50. frá 23. júlí 2020, bls. 344-348.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2779 frá 6. september 2023 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla sem tilgreina viðmið fyrir auðkenningu á skuggabankastarfsemi sem vísað er til í 2. mgr. 394. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 99/2024 frá 26. apríl 2024 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 60 frá 8. ágúst 2024, bls. 28.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1728 frá 6. desember 2023 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaða þar sem tilgreint er nánar við hvaða aðstæður skilyrði fyrir auðkenningu á hópum tengdra viðskiptavina eru uppfyllt, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 242/2024 frá 25. október 2024.
Með vísan til heimildar í ákvæði til bráðabirgða III í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. lög nr. 57/2015, vísar Seðlabanki Íslands til birtingar enskrar útgáfu af reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2779 og 2024/1728 í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins (e. Official Journal of the European Union):
- https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX%3A32023R2779, birt í OJ deild L, undirdeild R, 2023/2779, þann 12. desember 2023;
- https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX:32024R1728, birt í OJ deild L, undirdeild R, 2024/1728, þann 18. júní 2024.
4. gr.
Gildistaka.
Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 1., 70. og 71. tölul. 2 mgr. 117. gr. b laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, öðlast þegar gildi. Með gildistöku þeirra falla úr gildi reglur nr. 776/2024, um stórar áhættuskuldbindingar fjármálafyrirtækja.
Seðlabanka Íslands, 26. nóvember 2024.
|
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. |
Rannveig Júníusdóttir framkvæmdastjóri. |
|