Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1162/2019

Nr. 1162/2019 11. desember 2019

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 153/2010 um takmörkun á inntöku nemenda í tilteknar námsgreinar við Háskóla Íslands.

1. gr.

3. gr. reglnanna, um takmörkun á inntöku nemenda í lagadeild, fellur brott. Jafnframt breytast númer næstu tveggja greina þannig að núverandi 3. gr. a verður 3. gr. og núverandi 3. gr. b verður 3. gr. a.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglnanna:

  1. 4. mgr. breytist og orðast svo:
      Fjöldi nemenda á vormisseri 1. námsárs í 240 eininga námi til BS-prófs í hjúkrunarfræði takmarkast við töluna 130.
  2. Í stað tölunnar „120“ í 2. málsl. 5. mgr. og 1. málsl. 6. mgr. kemur: 130.
  3. Á eftir 6. mgr. bætast við þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
      Fjöldi nýrra nemenda í hjúkrunarfræði fyrir fólk sem lokið hefur öðru háskólaprófi tak­markast við töluna 20. Starfræksla námsins á hverju námsári er háð því að 15 umsækjendur að lágmarki uppfylli skilyrði til þess að hefja nám.
      Ef fleiri en 20 umsækjendur uppfylla inntökuskilyrðin mun val nemenda taka mið af:
    1. Námsárangri í fyrra námi.
    2. Samsetningu fyrra náms, öðru námi og/eða starfsreynslu.
    3. Frammistöðu í viðtali, fari það fram.
      Sérstök inntökunefnd skipuð þremur fulltrúum hjúkrunarfræðideildar fjallar um umsókn­irnar og annast val nemenda.

3. gr.

Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, að fengnum tillögum félags­vísindasviðs og heilbrigðisvísindasviðs, eru settar samkvæmt heimild í 3. og 4. mgr. 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast þegar gildi og verður beitt frá og með háskólaárinu 2020–2021.

Háskóla Íslands, 11. desember 2019.

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 18. desember 2019