1. gr.
3. gr. reglnanna, um takmörkun á inntöku nemenda í lagadeild, fellur brott. Jafnframt breytast númer næstu tveggja greina þannig að núverandi 3. gr. a verður 3. gr. og núverandi 3. gr. b verður 3. gr. a.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglnanna:
- 4. mgr. breytist og orðast svo:
Fjöldi nemenda á vormisseri 1. námsárs í 240 eininga námi til BS-prófs í hjúkrunarfræði takmarkast við töluna 130.
- Í stað tölunnar „120“ í 2. málsl. 5. mgr. og 1. málsl. 6. mgr. kemur: 130.
- Á eftir 6. mgr. bætast við þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Fjöldi nýrra nemenda í hjúkrunarfræði fyrir fólk sem lokið hefur öðru háskólaprófi takmarkast við töluna 20. Starfræksla námsins á hverju námsári er háð því að 15 umsækjendur að lágmarki uppfylli skilyrði til þess að hefja nám. Ef fleiri en 20 umsækjendur uppfylla inntökuskilyrðin mun val nemenda taka mið af:
- Námsárangri í fyrra námi.
- Samsetningu fyrra náms, öðru námi og/eða starfsreynslu.
- Frammistöðu í viðtali, fari það fram.
Sérstök inntökunefnd skipuð þremur fulltrúum hjúkrunarfræðideildar fjallar um umsóknirnar og annast val nemenda.
3. gr.
Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, að fengnum tillögum félagsvísindasviðs og heilbrigðisvísindasviðs, eru settar samkvæmt heimild í 3. og 4. mgr. 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast þegar gildi og verður beitt frá og með háskólaárinu 2020–2021.
Háskóla Íslands, 11. desember 2019.
Jón Atli Benediktsson.
|