Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1312/2024

Nr. 1312/2024 11. nóvember 2024

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglnanna:

  1. Í stað orðanna „mennta- og menningarmálaráðherra“ í 1. mgr. koma orðin: háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
  2. Í stað orðanna „fyrir miðjan desember“ í 2. málsl. töluliðar 1 koma orðin: í janúar.
  3. Á eftir 2. málsl. töluliðar 2 kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Einungis þeir sem þegar hafa fengið formlegan hæfnisdóm sem prófessor við viðurkenndan háskóla áður en umsóknar­frestur rennur út teljast uppfylla skilyrði um prófessorshæfi.
  4. 2. málsl. 1. mgr. töluliðar 7 orðast svo: Kjördagur skal auglýstur tryggilega innan háskólans.
  5. 3. málsl. 1. mgr. töluliðar 7 orðast svo: Kosning er rafræn og skal kjörfundur standa í rúman sólarhring frá kl. 9 árdegis fyrsta daginn til kl. 17 síðdegis annan daginn.
  6. 3. málsl. 2. mgr. töluliðar 7 orðast svo: Ef tveir eða fleiri eru jafnir í öðru sæti ræður hlut­kesti.
  7. Í stað orðanna „mennta- og menningarmálaráðherra“ í 1. málsl. töluliðar 8 koma orðin: háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
  8. Í stað orðanna „mennta- og menningarmálaráðherra“ í 1. málsl. töluliðar 9 koma orðin: háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

 

2. gr.

Á eftir 6. mgr. 101. gr. reglnanna bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:

Deildinni er heimilt að skipuleggja stuttar hagnýtar námsleiðir í grunnnámi, sbr. ákvæði 55. gr. reglna þessara.

 

3. gr.

Á eftir 12. mgr. 113. gr. reglnanna bætast við tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

Sérstakt inntökupróf er jafnframt haldið fyrir umsækjendur um nám í námsleiðinni Íslenska sem annað mál – Hagnýtt nám. Inntökuprófið er haldið í apríl. Þeir sem ná lágmarkseinkunninni 6,0 á inntökuprófinu öðlast rétt til að hefja námið. Umsækjendur sem lokið hafa a.m.k. einu námskeiði í íslensku sem öðru máli hjá viðurkenndum framhaldsfræðsluaðila, eða sambærilegu námskeiði, t.d. í háskóla eða framhaldsskóla, eru undanþegnir inntökuprófi.

Fyrirkomulag inntökuprófa skal kynnt á heimasíðu íslensku- og menningar­deildar.

 

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 130. gr. reglnanna:

  1. Stafliður b í 1. mgr. fellur brott.
  2. 7. mgr. fellur brott.
  3. 8. mgr. fellur brott.

 

5. gr.

3., 4. og 5. málsl. 1. mgr. 131. gr. reglnanna falla brott.

 

6. gr.

Aftast í 131. gr. reglnanna bætist við ný málsgrein til bráðabirgða, svohljóðandi:

Nám í tæknifræðigreinum við rafmagns- og tölvuverkfræðideild er lagt niður frá og með háskóla­árinu 2025-2026. Nemendum sem þegar eru í náminu er gefinn kostur á að ljúka því innan til­skilinna tímamarka í samræmi við áætlun um niðurlagningu námsins og ráðstafanir sem því tengjast.

 

7. gr.

Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar í samræmi við lög nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.

 

Háskóla Íslands, 11. nóvember 2024.

 

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 25. nóvember 2024