1. gr.
Við 5. gr. reglugerðarinnar bætist við ný 6. mgr., svohljóðandi:
Fyrirtæki sem stunda farþegaflutninga á vegum sem eru ekki stundaðir í ábataskyni eru undanþegin skilyrði 1. tl. 2. mgr. um fullnægjandi fjárhagsstöðu.
2. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 5. gr. laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 28/2017 og öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 23. maí 2024.
Svandís Svavarsdóttir.
|