1. gr.
Við auglýsinguna bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða svohljóðandi:
Til viðbótar við ákvæði auglýsingar þessarar skulu á tímabilinu frá 4. maí 2020 kl. 00.00 til 10. maí kl. 23.59 gilda eftirfarandi takmarkanir í sveitarfélögunum Bolungarvíkurkaupstað, Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhreppi:
- Í stað 50 einstaklinga í 3. gr. skal fjöldatakmörkun í framangreindum sveitarfélögum miðast við 20 einstaklinga.
- Ákvæði 2. og 3. mgr. 4. gr. gilda ekki í framangreindum sveitarfélögum. Starfsemi sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar milli fólks og óheimil hefur verið í gildistíð auglýsingar nr. 243/2020, með síðari breytingu, verður áfram óheimil. Þó er öll nauðsynleg heilbrigðisþjónusta sem ekki getur beðið heimil.
- Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. 8. gr. auglýsingarinnar skal í þeirri starfsemi sem þar er fjallað um í framangreindum sveitarfélögum fylgja reglum um mest 20 einstaklinga í sama rými og tveggja metra fjarlægð á milli, sbr. 1. mgr. 4. gr. reglnanna, eftir því sem við á og mögulegt er, einkum gagnvart eldri börnum.
2. gr.
Auglýsing þessi, sem sett er með heimild í 12. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, tekur gildi eftir því sem mælt er fyrir um í 1. gr.
Heilbrigðisráðuneytinu, 28. apríl 2020.
Svandís Svavarsdóttir.
|