1. gr.
Við 4. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi töluliður:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/587 frá 29. apríl 2020 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1206/2011 um kröfur um auðkenningu loftfars í tengslum við kögun í samevrópska loftrýminu og framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1207/2011 um kröfur um afköst og rekstrarsamhæfi kögunar í samevrópska loftrýminu, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2020 frá 18. júní 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 24. september 2020.
2. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 6. mgr. 57. gr. a., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 25. nóvember 2020.
F. h. r.
Sigurbergur Björnsson.
Valgerður B. Eggertsdóttir.
|