Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 714/2015

Nr. 714/2015 12. ágúst 2015

FJALLSKILASAMÞYKKT
um (1.) breytingu á fjallskilasamþykkt nr. 683/2015 fyrir sveitarfélögin Akraneskaupstað, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshrepp.

1. gr.

40. gr. verður svohljóðandi:

Samþykkt þessi sem sveitarstjórnir Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps hafa samþykkt staðfestist hér með samkvæmt 3. gr. laga nr. 6/1986 um afréttamálefni, fjallskil o.fl. ásamt síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Jafnframt fellur úr gildi fjallskila­samþykkt fyrir Borgarfjarðarsýslu og Akraneskaupstað nr. 110/2006 og fjallskila­samþykkt Mýrasýslu nr. 360/1992.

2. gr.

Samþykkt þessi öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 12. ágúst 2015.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Rebekka Hilmarsdóttir.

Baldur Arnar Sigmundsson.


B deild - Útgáfud.: 13. ágúst 2015