1. gr.
1. málsliður 8. mgr. 5. gr. reglnanna orðast svo: Í umboði rektors hefur framkvæmdastjóri stjórnsýslu yfirumsjón og eftirlit með tilgreindum sviðum sameiginlegrar stjórnsýslu háskólans, sbr. 8. gr.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglnanna:
- Núverandi 2. málsliður fellur brott.
- Núverandi 3. málsliður verður nýr 2. málsliður og orðast svo: Svið hinnar sameiginlegu stjórnsýslu skólans eru: alþjóðasvið, framkvæmda‑ og tæknisvið, fjármálasvið, kennslusvið, markaðs- og samskiptasvið, mannauðssvið, upplýsingatæknisvið og vísinda- og nýsköpunarsvið.
- Tveir nýir málsliðir bætist við greinina á eftir núverandi 4. málslið, svohljóðandi: Kennslusvið, vísinda- og nýsköpunarsvið, markaðs- og samskiptasvið og alþjóðasvið heyra beint undir rektor. Framkvæmdastjóri stjórnsýslu hefur í umboði rektors yfirumsjón með framkvæmda‑ og tæknisviði, fjármálasviði, mannauðssviði og upplýsingatæknisviði.
3. gr.
Seinni málsliður 3. mgr. 17. gr. reglnanna orðast svo: Deild er einnig heimilt að ákveða að gestakennarar, akademískir nafnbótarþegar og nýdoktorar, svo og fulltrúar fræðasetra háskólans sem tengjast deildinni og stundakennarar sem gegna viðamikilli kennslu, eigi sæti á deildarfundi, og er deild heimilt að kveða á um hvort þeir hafi atkvæðisrétt.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 92. gr. reglnanna:
- Núverandi f-liður 1. mgr. fellur brott.
- Aðrir stafliðir breytast samkvæmt ofangreindu.
- Núverandi 18. mgr. fellur brott.
5. gr.
Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar í samræmi við lög nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Breytingar skv. 1., 2. og 3. gr. öðlast þegar gildi. Breytingar skv. 4. gr. öðlast gildi 1. júlí 2024.
Háskóla Íslands, 2. febrúar 2024.
Jón Atli Benediktsson.
|