1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast átta nýir töluliðir, 137., 138., 139., 140., 141., 142., 143. og 144. tölul., svohljóðandi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1023 frá 8. apríl 2024 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470 að því er varðar skilyrði fyrir notkun á nýfæðinu laktítóli. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 271/2024 frá 6. desember 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 764.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1611 frá 6. júní 2024 um leyfi til að setja á markað ísómaltúlósaduft sem nýfæði og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 272/2024 frá 6. desember 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 767.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2047 frá 29. júlí 2024 um leyfi til að setja á markað fræ og mjöl úr fræjum Vigna subterranea (L.) Verdc. sem hefðbundin matvæli frá þriðja landi og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 273/2024 frá 6. desember 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 771.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2049 frá 30. júlí 2024 um leyfi til að setja á markað olíu úr Schizochytrium limacinum (TKD-1) sem nýfæði og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 274/2024 frá 6. desember 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 782.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2061 frá 30. júlí 2024 um leyfi til að setja á markað safa úr stilkum plöntunnar Angelica keiskei (safi úr stilkum Ashitaba) sem nýfæði og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 274/2024 frá 6. desember 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 785.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2062 frá 30. júlí 2024 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470 að því er varðar nákvæma skilgreiningu á nýfæðinu olíu úr Schizochytrium sp. sem er auðug af dókósahexensýru og eikósapentensýru. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 274/2024 frá 6. desember 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 791.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2101 frá 30. júlí 2024 um leyfi til að setja á markað olíu úr Schizochytrium sp. (CABIO-A-2) sem nýfæði og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 274/2024 frá 6. desember 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 797.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2102 frá 30. júlí 2024 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470 að því er varðar skilyrði fyrir notkun á nýfæðinu 2'-fúkósýllaktósa og að því er varðar nákvæma skilgreiningu á nýfæðinu 2'-fúkósýllaktósa sem er framleiddur með afleiddum stofni Escherichia coli BL-21. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 274/2024 frá 6. desember 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 797.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga um matvæli, nr. 93/1995.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 27. febrúar 2025.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra.
|