1. gr.
3., 4. og 5. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar verða svohljóðandi:
Andlitsgrímur skal nota þar sem ekki er unnt að tryggja nálægðartakmörkun skv. 1. mgr., svo sem á söfnum, í verslunum, heilbrigðisþjónustu, innanlandsflugi og -ferjum, almenningssamgöngum, leigubifreiðum og hópbifreiðum.
Þrátt fyrir 3. mgr. er starfsfólk í einstaklingsbundinni þjónustu sem krefst mikillar nándar, svo sem á hárgreiðslustofum, nuddstofum og sambærilegri starfsemi, undanþegið grímuskyldu, enda beri viðskiptavinir grímu. Þegar þjónusta skv. 1. málsl. þessarar málsgreinar er þess eðlis að viðskiptavinir geta ekki borið grímu, ber starfsfólki að bera grímu.
Þrátt fyrir 3. mgr. er kennurum og nemendum fæddum 2005 og fyrr heimilt í skólum að taka niður grímu eftir að sest er niður inni í skólastofum.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 12. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingum, tekur þegar gildi.
Heilbrigðisráðuneytinu, 5. nóvember 2021.
F. h. r.
Ásta Valdimarsdóttir.
|