Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 874/2023

Nr. 874/2023 23. ágúst 2023

REGLUGERÐ
um bann við veiðum á beitukóngi á Breiðafirði.

1. gr.

Markmið reglugerðar þessarar er að koma í veg fyrir að stundaðar séu veiðar á beitukóngi sem skaðlegar geta talist með tilliti til hagkvæmrar nýtingar nytjastofnsins á veiðisvæðum á Breiðafirði.

 

2. gr.

Frá og með 24. ágúst 2023 eru allar veiðar á beitukóngi óheimilar á veiðisvæðum á Breiðafirði, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 633/2019 um veiðar á beitukóngi í gildrur.

Suðursvæði, afmarkast af línu fyrir sunnan 65°15´N og vestan við 22°30´V.

Norðursvæði, afmarkast af línu fyrir norðan 65°15´N.

 

3. gr.

Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum 15.-21. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

 

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 9. gr. og 14. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiði­landhelgi Íslands.

Reglugerðin öðlast gildi 24. ágúst 2023 og fellur úr gildi 31. ágúst 2023.

 

Matvælaráðuneytinu, 23. ágúst 2023.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 23. ágúst 2023